Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Page 5
LESBÚK MORGUNBLAÐSINS
33
IIAGAVATN. Til vinstri Hagafell og síðan skriðjökullinn, sem áður lokaði útrensli vatnsins. Til hægri sjest Fagra-
Oalsfjall.
LAMDIMÁM í
HAGAFELLI
ÍSLAND er land örnefna, enda er
landinu þannig háttað að næg til-
efni hafa gefist til nafngifta, þar eð
ótölulegur-fjöldi kennileita blasa
við augum, hvert sem litið er, hvort
heldur en í bygð eða óbygð Flest
munu nöfn kennileitanna gömul,
og sennilega mjög mörg frá upp-
hafi íslands bygðar. Líklegt er, að
ekki sje nema örlítið brot örnefna,
sem með nokkurri vissu sje hægt
að segja um, hver þar hafi nafni
ráðið, eða hvaða drög liggi til nafns
ins. Mörg örnefnanna eru það skýr,
að ekki er um að villast hvernig
eða af hverju til sjeu orðin. Upp-
runa margra hinna óljósu nafna
hafa menn reynt að skýra, og hafa
þcir, sem við þetta hafa fengist,
ekki altaf verið á sama máli um
skýringarnar, og er það eðlileg af-
leiðing þess, þegar ágiskun ein
verður úr að skera, þar eð enginn
er, sem upplýst getur það rjetta.
Óneitanlega væri það gaman og
fræðilega sjeð mikils virði, ef hægt
væri með nokkurri vissu að rekja
ætt og uppruna örnefnanna, cf svo
mætti scgja. Mcira virði tcl jeg þó
það, að bjargað sje frá gleymsku
og jafnvel algerri glötun þeim ör-
nefnum, sem nú þegar ekki hafa
orðið gleymsku og sinnuleysi að
bráð.
Jeg hygg, ef ekki á, í nálægri
framtíð að stórtapast af þeim ör-
nefnum, sem enn eru vís, þá þoli
það ekki langa bið, að skipulega
sje að því gengið, að skrá örnefni
og staðsetja þar, sem það hefur
ekki enn verið gert. Sjerstaklega
tel jeg þess brýna þörf, þar sem
jarðir í grend kaupstaða eða þorpa
eru fallnar úr ábúð, og lönd þeirra
jarða leggjast til þessara staða.
Það er staðreynd að þegar strjál-
ast mjög ferðir manna um lönd
þeirra jarða, sem úr ábúð eru
gengnar, og þá sjaldan, sem um
það er gengið, þá er það venjulega
einn í dag og annar á morgun.
Hvorugur þekkir landið, jafnvel
ekkert örnefni, og fáir, sem láta
sig þessi fræði nokkru skipta. Og
svo einn góðan veðurdag, verða
menn þess varir, að öll eða allflest
örnefni í landi fjölda margra iarða
cru gleymd og týnd.
Jcg drap á það hjer að framan,
að oft sýndist sitt hverjum um
uppruna örnefna, sem óvíst er af
hverju til eru orðin. Jeg mun nú í
eftirfarndi kafla fara nokkrum
orðum um eitt þessara kennileita,
sem getgátur hafa verið uppi um,
af hverju nafn þess sje dregið.
Líka mun jeg nokkuð rekja sögu
þessa staðar, snertandi mannaferð-
ir þangað fyrr og síðar, eftir því,
sem jeg hef fengið bestar heimildir
fyrir. Um uppruna nafnsins verður
hjer farið inn á, mjcr áður óþektar
leiðir. Þessi staður, sem hjer um
ræðir er Hagafell í Langjökli. 0-
neitanlega er þetta nafn einkenni-
legt á þessum stað, hvað svo sem
nafninu veldur upphaílega. Þeir,
sem rætt hafa um þetta nafn í
mín eyru, hafa flestir giskað á, að
nafnið sje dregið af l'járhögum
þeim eða gróðri, sem framan í fell-
inu eru. Aðrir hafa ekki fallist á
þessa skýringu, en hafa þó ekki
getað komið með neina aðra lík-
legri. Ekki virðist það með öllu úti-
lokað að hjer sje rjett til nafnsins
getið, þó hefur ýmsum, sem um
þetta hafa hugsað, fundist þessi
skýring heldur ófullkomin, og hai'a
ýmsir koinið með sínar athuga-