Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Page 6
34
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
semdir, svo sem þessar: Með öllu
er óvíst hvenær þessi höfði eða
rani kom undan jökli, svo mikið
að gróður eða hagar mættu teljast
þar svo mikhr, að orð væri á ger-
andi, og þar gat ekki verið nema
um mjög takmarkaða fjárhaga að
ræða, því fáir munu þangað hafa
farið með hesta, sökum einangrun-
ar vatnsins af Langjökli til beggja
hliða og Hagavatns að sunnan.
Þetta voru þeir farartálmar, sem
menn í sveitum þeim, sem næst
liggja fellinu, töldu lengi vel, og
hafa verið það fram á nú allra síð-
ustu ár, svo mikla, að fje fór ekki,
eða mjög takmarkað, enda hefur
þetta reynst svo síðan farið var að
fara þangað á hverju hausti til f jár-
leita, að ýmist hafa fundist þar fáar
kindur, og þá helst sömu ættstofn-
arnir, eða þá að engin kind hefur
fundist þar.
Nú á einu eða tveimur síðustu
árum hefur Hagavatn minkað um
helming eða meira, að flatarmáli,
en eftir er blautur og gljúpur vatns
botninn, alt jökulleir. Þessi leir-
fláki, þar sem vatnið lá áður, svo
og nokkurt fjöruborð með jöklin-
um, sýnast ekki farartálmar fyrir
áræðnar og einhuga sauðkindur, en
þrátt fyrir þessar bættu samgöng-
ur við fellið, voru víst ekki nema
12 kindur í því nú í haust, þ. e.
1949.
Síðastliðið haust dvaldi jeg
nokkra daga í Úthlíð í Biskups-
tungum, en Úthlíð á land að Haga-
vatni að sunnan. Marga stund
ræddum við Gísli Guðmundsson
fyrverandi bóndi þar, um ýmislegt
sem að sauðfje laut, þar á meðal
smalanir og fjallferðir. Gisli er
fróður maður og minnugur vel, og
hann veit jeg líklegastan til þess,
aðí þekkja og muna öll örnefni í
landi Úthlíðar, en þau eru afar
mörg, þar eð landið er geipi víð-
lent. Meðal annars, sem okkur bar
á góma voru fjárleitarferðir í Haga
fell. Sagði hann mjer þá sögu Haga-
fells, ef svo mætti kalla það, frá
því að menn, svo vissa sje fyrir,
fóru að leggja þangað leið, með
það fyrir augum að huga að kind-
um á þeim slóðum. Gísli sagði mjer
meira. Hann sagði mjer sögu um
þetta efni, sem jeg hafði ekki áður
heyrt nje sjeð. Mjer er ekki kunn-
ugt um að þessi saga hafi á prent
komið, en jeg tel hana það merki-
lega, að ekki sje rjett að hún sje
þöguð í hel. Sá þáttur í frásögu
Gísla, sem snertir uppruna nafns-
ins á Hagafelli, og sem sögumaður
hans taldi, að mundi sá rjetti vera,
er eins og margt svipaðs efnis, erf-
itt að sanna eða afsanna, en að-
gengilegri finnast mjer þær líkur,
sem þar koma fram, en þær, sem
tilfærðar eru hjer að framan, um
nafnið á Hagafelli.
Sá þáttur í frásögn Gísla, sem
snertir nafnið á Hagafelli, er til
hans kominn frá Ingvari á Laugar-
dalshólum, nú dáinn fyrir nokkr-
um árum, þá aldraður maður en
honum sagði gamall maður, þegar
Ingvar var á yngri árum, og virð-
ist þá ekki orðið svo æðilangt að
þeim tíma, sem sagan gerðist. —
Ingvar í Laugardalshólum var fróð
ur um margt, greindur maður og
grandvar, og hafði hann talið þessa
sögu byggða á svo góðum heim-
ildum að óhætt væri með að fara,
að öðrum kosti hefði hann áreiðan-
lega ekki haft hana eftir.
Gísh sagði mjer söguna bannig:
Fyrir um 180—200 árum, talið frá
þessum tíma, rak bóndi, sem þá bjó
í Haga í Grímsnesi, fráfærulömb
sín upp í fell það eða höfða, sem
gekk fram úr Langjökli vestarlega,
og liggur mót suðri Um haustið
gerir hann ferð aftur í höfðann til
þess að vitja lamba sinna, — og
voru þau þar með tölu.
Þessi tilraun sýndist bónda spá
góðu um gott og hentugt sumar-
land fyrir nokkur graslömb. Að
vísu var hjer ekkert loforð frá nátt-
úrunnar hendi, sem bráðlega kom
líka á daginn. Næsta sumar endur-
tekur bóndi fyrri aðferð sína, og
rekur enn lömb sín í höfðann.
Um haustið fer bóndi og liyggst
heimta lömb sín, — en þá var
þar ekkert lamb, — öll horfin, og
spurðist aldrei til neins þeirra, og
hætti bóndi ekki oftar þar til lömb-
um sínum. Talið er, að út frá þess-
um fyrstu og sennilega einu fjár-
rekstrum, sem í fell þetta hafa
verið gerðir fyrr og seinna, hafi
fellið fengið nafn það, sem hald-
ist hefir síðan — Hagafell. Þessir
gömlu menn, sem söguna sögðu.
töldu nafnið dregið af bæ þeim.
þ. e. a. s. Haga, hvaðan fyrsta fjeð
var frá, sem í fellinu gekk svo
sögur fari af. Sennilegt er, að bóndi
sá, er fyrr getur, hafi orðið að reka
lömbin á jökul til þess að kom-
ast með þau í fellið, þar eð vatnið
— Ilagavatn, hefir þá sennilega leg
ið fast upp að jöklinum, ems og
það hefir gert meira og minna
fram á síðustu ár.
Það virðist því hafa verið tllvilj-
un ein, sem rjeði því, að lömbin
skyldu vera kyrr í fellinu eftir
hið fyrra sumar. Það má gera ráð
fyrir að lömb af sama bænum, sem
búið var að reka langan veg, hjeldu
nokkuð hópinn, og gat þá eitt Jamb
teymt hin öll út í hvað sem var
og er líklegt að svo hafi farið hið
seinna sumar, og þá sennilegast
lagt út á jökulinn og orðið þar til.
Ekki er þess getið, að annarra
kinda yrði vart í fellinu þessi sum-
ur.
Þetta er saga þessara gömlu
manna um það, hvernig nafnið á
Hagafelli á að hafa orðið til. Svo
heldur Gísli áfram frásögn sinni,
um mannaferðir í Hagafell til fjár-
leita síðustu 100 árin, eða það, sem
hann vissi þar um, frá þeim tíma.
sem Hagabóndinn rak lömb sín í
fellið hið síðara sumar. Frásöng