Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Side 10
38
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
flotaforingja hefði Þjóðverjar sökt
þessum nýu kafbátum sínum, svo
að bandamenn skyldi ekki hafa
neitt gagn af þeirri uppfinningu.
Því að ný uppfinning var þetta. Út
af þessum orðrómi var slætt í höfn-
unum í Kiel og Bremen til þess að
reyna að ná í þessa kafbáta. Eitt-
hvað fanst af þeim, og teikningar,
sem fundust í vjelsmiðjum í Baj-
ern og Harz, gáfu ýtarlegri upplýs-
ingar um það hvernig þeir höfðu
verið. Og þá kom í ljós að Þjóð-
verjar höfðu verið vel á veg komn-
ir með að smíða nýa tegund kaf-
báta, sem tók öllum þektum kaf-
bátum fram. í þeim var dieselvjel,
sem var knúin blendingi af diesal-
olíu og sprengigasi, þannig, að vjel-
arnar eyddu engu lofti og gátu
kafbátarnir því verið eins lengi í
kafi og þeim þóknaðist. Auk þess
voru þessir hreyflar svo miklu
kraftmeiri en aðrir, að þessir nýji
kafbátar gátu farið 20 mílur á klst
neðansjávar.
Walther verkfræðingur, sem
fann upp þessa nýu kafbáta, var
handtekinn af Bretum. En þrír sam
verkamenn hans komu sjer undan.
því að þeir óttuðust að verða dregn
ir fyrir dómstól og ákærðir fyrir
stríðsglæpi, þar sem þeir höfðu lát-
ið hertekna menn vinna að kaf-
bátasmíðinni og farið svo illa með
þá, að þeir höfðu látist þúsundum
saman. Nú vildi svo til að um sama
leyti buðu Rússar þýskum sjóliðs-
foringjum og skipaverkfræðingum
kennarastöður við flotaskólann í
Leningrad. Þessir þrír menn gáfu
sig þá fram. Og nú var ekki um
það spurt hvort þeir hefði framið
stríðsglæpi. Rússum þótti meira í
það varið að fá að njóta hernaðar-
þekkingar þeirra, og nú eru þessir
menn hátt settir hjá rússnesku
stjóminni.
Talið er, að síðan Rússar náðu í
þessa menn, hafi þeir smíðað um
200 kafbáta af Walthers-gerð og
hafi um 100 í smíðum. Kafbáta-
höfnin í Valona getur rúmað 50—
60 slíka kafbáta, og það þarf ekki
nema svo sem helminginn af þeim
til þess að gera allar siglingar um
Miðjarðarhafið ótryggar, ef til ó-
friðar kemur, og það getur orðið
hættulegt hinum vestrænu bjóð-
um, því að frá löndunum við Mið-
jarðarhaf verða þau að fá alla sína
olíu, eða frá Persaflóa og þá er
langt að sigla með hana suður fyrir
Afríku.
Bretar hafa nýlega haldið flug og
flotaæfingar suður hjá Otranto-
sundi. Tilgangurinn með þeim var
sá, að komast að því hvort hægt
mundi með tundurduflum að króa
rússneska kafbátaflotann inni í
Adríahafi.
VERSTI þrándurinn í götu Rússa
til þess að geta hagnýtt sjer fvlli-
lega þessa flotahöfn og vígi hjá
Vallona er — Tito marskálkur.
Vegna hans komast Rússar ekki að
Albaníu á landi. Þeir verða því.
líkt og bandamenn í Berlín, að
halda uppi „loftbrú“ milli Buka-
rest, Sofia og Tirana, höfuðborgar-
innar í Albaníu. Þangað er nú stöð-
ugur straumur af fjögurra hreyfla
rússneskum flutningaflugvjelum af
TU—2 gerð. ítalið höfðu gert ágæt
an veg milli Tirana og Vallona, og
eftir þessum vegi streyma svo al-
banskir flutningabílar með vörur
þær er flugvjelarnar flytja. En
milli Búlgaríu og Albaníu stendur
hin fráfallna Júgóslavía eins og
múrveggur. Þess vegna yrði floti
Rússa í Miðjarðarhafi alveg ein-
angraður, ef til styrjaldar kæmi,
því að þá dygði ekki loftbrúin leng-
ur.
Þetta sárnar Rússum stórkost-
lega og þess vegna hafa þeir nú á
prjónunum að reyna að koma upp
einu nýu leppríki í viðbót — Make-
doniu. Það ríki á að vera saman-
sett af sneiðum af Búlgaríu, Grikk-
landi, Júgóslavíu og Albaníu. Og
þá mundu Rússar hafa greiðan að-
gang að Adríahafi landleiðina. En
til þess að þetta komist í fram-
kvæmd verða þeir með einhverjum
ráðum að losna við Tito. Sennilegt
þykir að Rauði herinn mundi geta
vaðið yfir Júgóslavíu, en Stalin er
ekki ginkeyptur fyrir því að byrja
blóðugt stríð milli kommúnista-
ríkja. Þess vegna var reynt að kúga
Júgóslava með viðskiftabanni. Það
mistókst. Enn fremur hafa allar til-
raunir um að myrða Tito farið út
um þúfur. Nú á að grípa til enn
róttækari ráðstafana, og fyrirætl-
anina um það kallar Moskva
„Operation I“.
Fyrsti undirbúningur að þess-
um framkvæmdum hófst hinn 15.
nóvember 1948. Þá voru leigðir
2400 Júgóslavar, sem eru andvígir
Tito, og settir undir yfirstjórn
Kominform í Bukarest, VII. deild,
sem annast um áróður, skemdar-
verk og samsæri. Þar gengu þeir í
skóla í Urzeni, skamt frá höfuð-
borginni Bukarest, og þegar þeir
voru útskrifaðir þaðan, voru þeir
settir undir umsjá manns nokkurs,
sem Brankov heitir, og var áður
ræðismaður Júgóslava í Bukarest.
Hann dreifði þeim svo út til áróð-
urstöðva í Rúmeníu, Bulgaríu og
Ungverjalandi. Þaðan eiga þeir
að stjórna áróðri oe skemdarverk-
um í Júgóslavíu. Vlade Dapcevic,
sem áður var liðsforingi í her Júgó-
slava, á að sjá um að samband náist
við Chetnika, ustashi og hvítliða,
sem eru hingað og þangað á flæk-
ingi, og svo á að lauma þeim inn
í Júgóslavíu til þess að grafa þar
undan Tito, þangað til hægt er að
steypa honum. Aðaluppreisnin á að
byrja í suðausturhluta landsins,
Makedoniu, undir herópinu um að
gera alla Makedoniu frjálsa.
Þegar Tito hafði komist á snoð-
ir um þetta samsæri afrjeð hann að
láta það berast út hvað hann vissi