Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Síða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
41
Á VILLUSTIGUM
í BÓK sinni „Úti í heimi“ minn-
ist dr. Jón Stefánsson á skólamál-
in og er mjög athyglisvert það,
sem hann segir um þau. Er von-
andi að íslenskir skólamenn taki
það til rækilegrar íhugunar. Hann
segir:
„Á síðasta þriðjungi 19. aldar
urðum við sjálfir að bera okkur
eftir björginni. Okkur langaði til
þess að vita meira og meira. Skól-
ar höfðu ekki skemt hjá okkur melt
ingarafl heilans. Við Hafnarháskóla
vorum við keppinautar Dana, sem
höfðu verið í skóla 7, 8 og jafnvel
9 ár, en við bárum ætíð sigur úr
býtum. Hvers vegna? Af því að
skóhnn hafði skaðskemt þessa
Dani, svo að heili þeirra var orð-
inn hrærigrautur, þar sem öllu
ægði saman. Mjer finst það vera
fólskugys að ausa út mörgum milj-
ónum króna á ári hverju til þess
að skemma hina uppvaxandi kyn- .
slóð .. .. Hve lengi ætla íslend-
ingar -að líða það, að skólarnir drepi
þá námfýsi, sem raunverulega er
sterkari hjá íslendingum en öðrum
þjóðum? Afturför vofir yfir, ef við
lofum skólunum að murka lífið úr
hinni gömlu fróðleiksfýst, sem gert
hefir garðinn frægan .... (Börn)
sitja á skólabekkjum mestallan
daginn í sex eða sjö ár. í þau er
troðið margskonar fróðleik á hverj-
um klukkutíma, fróðleik, sem þau
fá ekki melt. Öllum börnum er
meðfædd sterk forvitni og fróðleiks
fýst. Þau vilja vita hvernig stend-
ur á hinu og þessu og eru natin
við að komast að því. Þessa fýst,
þessa forvitni drepur skólinn oft og
tíðum — og altaf, þegar meira er
í börnin troðið en þau geta melt.
Ofát er altaf óholt. Skólinn veldur
andlegu meltingarleysi hjá börn-
unum. Undir eins og þau eru slopp-
in úr skólanum, flýta þau sjer al-
veg ósjálfrátt að gleyma eða varpa
fyrir borð öllu, sem í þau hefir
verið troðið, en þau gleyma ekki
því, sem þau bera sig sjálf eftir
og læra á náttúrlegan hátt í for-
eldrahúsum“.
2.
Enginn efi er á því, að börnum
er ofboðið með námi, eins og kenslu
er nú háttað hjer í landi. Þetta
ættu allir kennarar að vita og það
er skylda þeirra að kippa því í lag.
Skal því ekki fjölyrt um það.
En ummæh dr. Jóns Stefánsson-
ar benda til annars, að það sje
skólunum að kenna hvað móður-
máhnu okkar stórhrakar ár frá ári,
mæltu máU, rituðu máli og hugs-
un. Því afturför í hugsun er eðli-
leg afleiðing af afturför tungunn-
ar. —
Hnignun tungunnar stafar af
óheppilegri kensluaðferð. Það er
byrjað á því að troða „gramma-
tík“ í börnin, námggrein, sem þeim
er ofviða og þau fá þegar skömm
á, og þá um leið skömm á ís-
lenskunámi. „Þau flýta sjer alveg
ósjálfrátt að gleyma því þegar þau
losna úr skólanum“. Því fer sem
fer.
Þessa kenslugrein kalla kennarar
málfræði. En það er til önnur og
miklu þýðingarmeiri málfræði, en
fram hjá henni er gengið. Það er
sú málfræði, sem kennir börnun-
um að þekkja og skilja merkingu
orðasambanda, þekkja hin óendan-
legu blæbrigði málsins eftir því
hvernig hugsanir eru orðaðar,
merkingu orða innbyrðis eftir því
hvernig þau standa og hvernig á-
hersla legst á þau.
Þetta mætti kalla líffræði tung-
unnar, ekki síður en málfræði.
Hjer er einn vísuhelmingur til
dæmis um þetta:
„auðurinn vex, en grasið grær
í götunni heim að bænum“.
„Grammatíkusinn“ brýtur þetta
upp og skipar orðunum í flokka,
nefnir tíðir þeirra, föll, bendir á
nafnhætti sagnanna o. s. frv. Hon-
um tekst að gera úr þessu ólífrænt
efni, sem börnunum leiðist og láta
sem vind um eyrun þjóta. En sá
kennari, sem hugsar um líffræði
málsins, bendir börnunum á þá
duldu og djúpu merkingu, sem í
þessum fáu orðum liggur. Hann
gerir efnið lifandi, hann opnar fyr-
ir börnunum lífheim íslenskrar
tungu.
3.
Fyrir 50 árum voru engir skól-
ar í sveitum Þingeyarsýslu. En
þar kunni hver maður að lesa og
skrifa. Og þeir kunnu meira. Þeir
höfðu náð þeim tökum á málinu
að þeir gátu orðað hugsanir sínar
ljóst og skipulega. Þeir gerðu það
sjer til gamans í fásinninu að skrif-
ast á og segja hver öðrum frjett-
ir. Það voru merkileg brjef, vegna
frásagnarlistar og hreinnar ís-
lensku. Jeg fekk einu sinni brjef
frá gamalli konu, sem barist hafði
við örbirgð alla ævi. Brjefið var
skrifað með sótbleki. En málið á
því og frásagnarstíllinn var arfur
frá Snorra.
Alþýðumentun var þar í. besta
lagi. Menn voru að læra alla sína
ævi og fróðleiksþráin var tak-
markalaus. Til voru þeir bændur
er af sjálfsdáðum höfðu lært eitt
eða tvö erlend mál. Almenningur
ritaði fegurra mál og lýtalausara en
annars staðar, átti fegurri rithönd.
Hver var ástæðan? Þeir, sem
skrifuðu best, voru fengnir til þess
að gefa börnum forskriftir. Völdu
þeir þá vanalega hin fegurstu Ijóð,