Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
43
Útsýn frá Tacoma.
lensku bergi brotnar, þó ekki sje
um neinn sjerstakan íslenskan fje-
lagsskap að ræða, svo kunnugt sje.
Þarna á heima kona, sem á það
fyllilega skilið að frá henni sje sagt
„úti á íslandi“ — svo oft og víða
hefur hún sungið íslenska söngva
og sagt frá ættlandi sínu hjer „í
vestrinu fjarst“, Hennar hefur að
vísu verið getið í samkomufrjett-
um í vestur-ísl. blöðum, því hún er
á hverju ári fengin til að syngja á
ísl.dögum og öðrum samkomum, í
Seattle, Blaine eða Vancouver B. C.
Canada. En þar fyrir utan hefur
hún leyst af hendi mikið verk í
þágu sönglistar og fjelagslegra
samtaka í Tacoma, þar sem hún hef
ur verið búsett ásamt manni sín-
um síðan 1935.
Ninna Stevens er íædd 7. febr.
1903 í svonefndri Hallson bygð í
N.-Dakota ríki. Foreldrar hennar
(bæði dáin) voru þau Ingibjörg og
Halldór B. Johnson bændafólk í
íslenska landnáminu í N. D. Hall-
dór var fæddur að Sleitubjarnar-
stöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði.
Faðir hans, Björn Jónsson var frá
Ilaga í Aðaldal í S.-Þingeyjarsýslu.
Móðir Halldors var Sigriður Þor-
láksdóttir, alsystir Gísla hrepp-
stjóra á Frostastöðum og Guðmund
ar málfræðings. — Ingibjörg, kona
Halldórs, var fædd í Winnipeg,
Canada. Faðir hennar hjet Pjetur
Ó. Hansen, sonur Hansens faktors
og konu hans Önnu Sigríðar Þor-
leifsdóttur. Pjetur var frá Saurum
á Skagaströnd í Húnaþingi. Kotia
Pjeturs hjet Guðlaug og var dóttir
Jóns ívarssonar smiðs frá Skaga-
strönd.
Ninna Stevens heitir fullu nafni
Jónína Guðlaug — en hún hefur frá
barnæsku verið kölluð Ninna, og
þekkist því undir þessu stutta og
viðfeldna nai'ni. — Frá því fyrst að
hún man eftir sjer var „sungið og
spilað“ á heimili hennar. Móðir
hennar átti lítið stofuorgel, og fað-
ir hennar fiðlu. — Móðir hennar
dó þegar Ninna var 10 ára gömul.
Eftir það ólst hún upp hjá móður-
foreldrum sínum, sem bæði voru
gefin fyrir söng.
Árið 1912 flutti fjölskyldan vest-
ur á Kyrrahafsströnd — settist að
í Blaine, Washington. Þar lauk
Ninna barnaskóla og „High School“
námi, og lærði að spila á píanó.
Strax sem því varð viðkomið stund
aði hún söngnám hjá góðum kenn-
urum og hefur haldið sjer við það
jafnan síðan. Rödd hennar vakti
snemma eftirtekt — há og þrótt-
mikil — með fögrum hreim og blæ-
brigðum. Þar með fylgir persónu-
leiki sem er hlýr og laðandi í túlk-
un söngvanna. Áhugi hennar og
dugnaður í að afla sjer mentunar
á þessu sviði er sívakandi. Hún hef-
ur notið kenslu hjá ágætum kenn-
urum. — Jafnframt hefur hún sjálf
kent ungu fólki á píanó, og til
söngs. — Þar að auki hefur hún
lagt fyrir sig að stjórna og æfa
söngflokka. Hún hefur stjórnað
ýmsum kirkjukórum og karlakór
Norðmanna í Tacoma stýrði hún
í 4 ár. Fyrir 7 árum stofnaði hún
kvennakór, sem syngur sjerstak-
lega skandinavisk lög.
Síðan hún var unglingur í skóla
hefur hún verið sólósöngvari. Hún
hefur komið fram á fleiri söng-
samkomum og mótum, smáum og
stórum en nokkur tök eru að hafa
tölu á. — Til þess að geta eignast
íslenska music hefur hún orðið að
skrifa upp heilar syrpur. Hjer vest-
ur á strönd mun varla nokkur hafa
safnað jafn miklu. Hún syngur ís-
lensku uppáhalds þjóðlögin oft og
oft á amerískum samkomum — út-
skýrir þau stuttlega fyrst. Á mörg-
um samkomum í Tacoma hefur hún
sagt frá íslandi og svo sungið
söngvana líka til að kynna ættland
sitt, þessi glæsilega og vinalega
kona.
Hvar sem liennar nýtur við í
fjelagslegum samtökum cr hún ó-
metanleg stoð í listrænum efnum.
Heimili hennar er gestrisið og með
gleðiblæ, enda er hún gift ágætum
íslendingi, A. Marchall Stevens,
sem fylgist með af mikilli samúð í
öllu er lýtur að söng.
Jakobína Johnson.
^ >W