Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1950, Qupperneq 16
44
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS
MyndaskreytirLg í skóia
NEMENDUR í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík hafa þann sið að skreyta l.ekki sína fyrir jólin á ýmsan hátt. —
Myndin hjer að ofan er af skreytingu í 2. bekk C núna fyrir jólin, og þótti hún taka fram skreytingum í hinum
bekkjunum að smekkvísi og listfengi. Tveir drengir höfðu unnið að þessari skreytingu, Jón Helgason, fæddur í
Reykjavik 1934 og Gunnar Bjamason, læddur að Álfadal á Ingjaldssandi árið 1932. — Landslagsmyndirnar til beggja
handa voru gerðar með krít á svarta töflu, en myndin af skjaidarmerkinu, sem er í miðju, var gerð með eðlilegum
litum. (Ljósm. Ól. Kr. Magnússon).
Ólafur Sigurðsson
á Sævarlandi var smiður mikill, sjó-
faramaður og hepnuðust vel lækningar.
Er sagt að stundum lægi hann úti í
Ketu, því að skemra þótti honum að
sækja þaðan á Ketubrúnir og betur
til afla. Voru margir ungir menn og
röskir hásetar hans, þar af Skaganum.
Er einn þeirra tilnefndur Teitur Hall-
grímsson frá Mallandi. Hann var sterk-
ur maður og stirðvirkur mjög. Var það
eitt sinn er þeir voru í hákarlalegu,
að Ólafur kom í hákarl mikinn og dró
undir íburð; skyldi Teitur í bera. Hann
greip þá öngul sterkan eða ífæru og
ætlaði að bera í ósleitilega, en kom
í úlflið Ólafi, svo að yddi út milli
leggjanna. Ólafur' segir: „Þú ætlar að
bera í, laxmaður“! — „Hvar kom það?“
segir Teitur; „þú áttir að segja mjer
til, djöflast og ólmast“. — En er í
land kom ljet Ólafur sverfa af agn-
haldið og sagði það mestan sársauk-
ann meðan á því stóð. Varð járnið svo
dregið aftur til baka. Ólafur læknaði
sjálfur sárið, en aldrei varð honum
höndin jafnstyrk sem áður. (Gísli
Konr.).
Dás og kóngakerti.
Á Þorláksmessu var soðið hangikjöt,
bakaðar kökur úr rúgmjöli, steiktar
lummur úr fínu bankabyggsmjöli og
steypt jólakerti, bæði kerti og „dásar“
— í strokk. Dásarnir voru mjó, lítil
kerti, álika og mislitu jólakertin barn-
anna, sem nú flytjast í verslanir. Ekki
var mjög sjaldgæft að steypt væri svo-
nefnd kóngakerti. Þau voru búin til
þannig, að tveir ljósagarnsspottar voru
hnýttir nokkuð fyrir ofan miðju kert-
israks og látnir ganga á ská upp í prikið
sitt hvoru megin við miðrakið. Loguðu
þrjú ljós á kertinu góða stund eftir að
kveikt var á því. í sumum kirkjum sá
jeg kóngakerti á altarisstjökum á há-
tíðum og entust þrjú um messutímann
(Finnur á Kjörseyri).
Úr brjefi 2G/2. 1890; frá
Konráði Gíslasyni til Jóns
Sigurðssonar.
Handa hverjum eruð þið að prenta
kvæði Hallgríms Pjeturssonar, nema
ef þið sleppið öllu guðrækilegs efnis’
Er það handa framliðnum íslending-
um? eða handa örvasa fólki, mjer og
mínum líkum? Getur þú gert þjer í
hugarlund, að guðníðingarnir sjeu
komnir svo skamt út í heimskumyrkrið,
að þeir skilji enn nokkurt gott orð,
sem verulegt efni er í?
Sitt veit hverr ef harra
hollan selr viþ golli
— vert <es slíks — í svörtu
sinn helvite innan.
Enn ef ilt er að selja drottinn sinn
við gulli, þá er enn verra að selja
hann við bulli.
í grimmu skapi, enn þó með hlýjum
óskum til þín frá öldruðum kunningja
þínum.
Hjónaskilnaðarmál.
Haustið 1890 var jeg settur sýslu-
maður í Árnessýslu .... Fyrsta málið,
sem jeg tók til meðferðar var hjóna-
skilnaðarmál. Komu þau hjónin fyrsta
morguninn minn á Eyrarbakka, og áð-
ur en jeg var kominn á fætur. Þau
hjónin voru mjög ástúðleg hvort við
annað, eins og nýtrúlofað par, og á-
vörpuðu hvort annað með elskan mín
og ástin mín. Þegar jeg ætlaði að fara
að reyna að tala um fyrir þeim, að
slíta ekki sambúðinni, var ekki nærri
því komandi. Þau voru búin að undir-
búa alt, hvernig þau skyldu skifta
börnunum og efnunum. Um það var
hið besta samkomulag. Allar tilraunir
mínar til þess að fá þessi ástúðlegu
hjón til að hætta við hjónabandsslit,
voru árangurslausar með öllu. Eins
hafði farið með sáttatilraunir prests.
Þannig var málið afgreitt til amt-
manns og fengu þau þar hinn þráða
hjónaskilnað. (Sigurður Briem: Minn-
ingar).
íslenskir steinar.
Þá fór um land (1819) mest norðan
og austan, eðlisvitringur einn, Jóhann
Steincke. Hafði hann safnað miklum
steinum og farið til þess um fjöll.
Hann kom í Glerhallavík austan á
Tindastól og fylti þar tvær hálftunnur
af steinum, var um tíu daga í Höfða
og ljet flytja þangað steinana, fór síð-
an og skildi þar mikið eftir, er út átti
að fara á skipi því, er sleit upp. Seldi
hann steina þá hina íslensku, er hann
með sjer flutti, fyrir þúsund spesíur,
en dó litlu síðar. (Gísli Konr.)