Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Síða 1
37. tbl. Sunnudagur 23. september 1951. XXVI. árgangur JOHANN BÁRÐARSON: ÓSHLÍÐA VEGUR Vcgurinn ruddur i snarbrattri skriöu. HINN nýlagði akvegur um Óshlíð- ina mun vera mikil iífæð Bolungar- víkur. Áður var sjórinn eina leiðin fyrir alia flutninga frá og til bygðar- lagsins. Þaðan var ekki hægt að komast öðruvísi en á sjó, nema fót- gangandi og ríðandi, á sumrum, en það gátu fáir veitt sjer. Nú geta allir skotist þessa stuttu leið í bílum eða á reiðhjólum. Landlciðin milli ísa- fjarðar og Bolungarvíkur er um 13 km og er sjálf Óshlíðin um helming- ur leiðarinnar, nýi vcgurinn er þó citthvað Jcngri en þetta, með öllum bugðum og beygjum. Talið er, að það sje ekki dýrara að flytja vörur land- leiðina á miili ísafjarðar og Bolung- arvikur heldur en á milli skips og lands á höfninni í Bolungarvík. En auk þessara þæginda og sparnaðar á mörgum sviðum, hafa ferðalög til Bolungarvíkur aukist mjög, eftir að vegurinn kom, og er það að von- um. Bolungarvík er falleg og vegur- inn um Óshlíð æíintýralegur. Er því bæði gagn og gaman, ekki síst fvrir ókunnuga, að sjá hvorttvcggja. Bol- víkingar hafa verið fremur einangr- aðir. Gestakoma og lifandi samband við fólk úr öðrum hjeruðum er þeim þvi mikils virði. Ef hin sorglegu slys, sem orðið hafa á Óshliðinni í sumar, yröu jjess valdandi að færri fýsti að fara um þennan veg en ella, væri það mikill skaði. Það er ekki nema að vonum, að óhug hafi slegið á marga eftir þessi slys og önnur, scm orðið h.afa á þeim stutta tíma, siðan vegur þessi var tekinn í notkun því auk slysanna í sumar höfðu áður eyðilagst tveir bilar þarna og menn sloppið naumlcga. ÖLLUM kemur saman um það, að slysavarnir, bæði á sjó og landi, sjcu nauðsyn, sem fátt mcgi til spara. En til þess að fundin verði ráð til að verjast hættum, þarf að þekkja þær. Það mun því varla verða talið ótíma- bært, þó að minnst verði nokkuð á þennan Óshliðarvcg og rcynt að benda á þær öryggisráðstafanir, sem hugsanlega gætu að gagni komið. Það skal þó tekið íram, að það scm hjer verður sagt, er eingöngu byggt á kunnuglcika á staðháttum m. m., en ekki á vcrkfræðiþckkingu nje akst- urskunnáttu. Og það, sem sagt Verð- ur um sjálfan veginn cða íagningil hans, er cftir sögusögn annarra, því sá er þetta ritar hefir, því miðrn', ekki sjeð hann. Hættur á vegura úti geta veriij

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.