Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 7
Bfc LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 147 ið og merki eftir þau hafa fundizt á 1450 stöðum á jörðinni. Stundum rekst jörðin á hala- stjörnu og geta þá komið svo stór- ir loftsteinar að viðlendum byggð- arlögum og borgum væri voði bú- inn ef þeir lentu þar. Stærsti loft- steinninn, sem sögur fara af er sá, sem myndað hefir Chubbs-gíg í Kanada. (Sjá grein um hann í Lesbók 10. febr. 1952). Tveir stórir loftsteinar hafa skoll- ið á jörðinni síðan um seinustu aldamót. Annar þeirra kom niður í Síberíu árið 1908 og varð af svo mikill vábrestur, að hann heyrðist í 900 mílna fjarlægð. Þarna var mikill skógur áður, en nú varð bert rjóður á 100 fermílna svæði um- hverfis, og jarðskjálfti fannst í 3300 mílna fjarlægð. Loftþrýsting- urinn af árekstrinum varð svo mikill að menn blátt áfram fuku þótt þeir væri staddir margar míl- ur frá árekstursstaðnum. Árið 1947 kom annar loftsteinn niður í Síberíu, 200 mílum fyrir norðan Vladivostock. Loftþrýsting- urinn varð svo mikill að hann braut kletta og reif stórar eikur upp með rótum og þeytti þeim þrjár mílur upp í loftið. Ýmsir vísindamenn halda að þessir loftsteinar hafi verið brot úr hnetti, sem sundrast hafi fyrir örófi vetra. Telja þeir að þessi hnöttur hafi verið úr járngrýti. Þeir þykj- ast líka hafa fundið, að hnöttur þessi hafi verið minni en jörðin og gengið umhverfis sól á milli Marz og Júpíters. Jiirðin er skopparakringla. Þótt oss virðist jörðin stöðug, þá er hún mjög laus í rásinni. Hún snýst um möndul sinn alveg eins og skopparakringia og hraðinn er rúmlega 1000 mílur á klukkustund hjá miðjarðarlínu. En svo vagar hún líka, alveg eins og skoppara- kringla, en sú hreyfing er svo hæg, að hún er 26.000 ár að taka eina „dýfu“. Á þessu tímabili færist norðurheimskautið úr stað og fer eina hringferð. Eftir svo sem 12000 ár er Polaris ekki lengur pólstjarna, heldur verður þá hin bjarta stjarna Vega orðin að pólstjörnu. Þessi dýfa, sem jörðin tekur, staf- ar af aðdráttarafli sólar, tungls og hinna jarðstjarnanna í sólhverf- inu. Jörðin snýst um sjálfa sig einu sinni á hverjum 24 klukkustund- um, en jafnframt gengur hún í kring um sólina einu sinni á ári með 18% mílna hraða á klukku- stund. Þar að auki berst hún með sól og plánetum 13 mílur á hverri sekúndu með tilliti til næstu stjarna. Og enn er að telja að hún fylgir sól og stjörnum með 200 mílna hraða á sek. á flugi þeirra með hliðsjón af öðrum sólhverfum í Vetrarbrautinni. Og þetta er ekki nóg, hún snýst einnig og flýgur áfram með Vetrarbrautinni, sem snýst um sjálfa sig eins og geisi- legt hjól einu sinni á hverjum 200 miljónum ára. 'r- ****** Aldur jarðar. Hvernig skapaðist jörðin? Því er ekki gott að svara, segja vís- indamennirnir. Hitt er auðveldara að segja hvað hún er gömul. Það er hægt að reikna eftir útgeislan geislavirkra efna, svo sem úraní- ums og thoriums, hve lengi þau eru að breytast í blý. Af því hve mik- ill blýforði er á einhverjum stað í jÖrð, má reikna hve lengi úraníum hefir þar verið að breyta sér í blý, en þó er það álíka nákvæmt og að dæma eftir öskuhrúgu hve lengi eldur hafi brunnið þar. í elztu jarðlögum, sem þekkjast finnst úraníum, sem er orðið að blýi og menn telja að minnsta kosti 3000 milljóna ára gamalt. Nýustu kenningar um það hvern- ig jörðin hafi orðið til, eru þær að hún og hinir aðrir hnettir í sól- kerfinu hafi orðið til úr þoku- mökk. Hafi jörðin þá fyrst verið köld, en síðan hitnað innan vegna geislavirkra efna. Og sumir stjarn- fræðingar halda því nú fram að allir himinhnettir hafi myndast á svipuðum tíma. Jörðin er altaf að breytast. Síðan jörðin skapaðist hefir hún orðið fyrir miklum búsifjum og breytingum. En nú virðist flest hér vera komið í fastar skorður, nema þegar jarðskjálftar ganga. Það er þó ekki svo. Jörðin er altaf að breytast. Ýmsir jarðfræðingar halda að í fyrndinni hafi jörðin verið eintóm bráðin leðja grjóts og málma, en svo hafi farið hér sem annars stað- ar að þyngri efnin hafi orðið und- ir, svo sem járn og aðrir málmar, en léttari efnin orðið ofan á, svo sem grjótið, og myndað þar skurn. Þegar nú skurn þetta kólnaði og harðnaði, sprakk það allt og rifn- aði, en ógurlegir gosstrókar stóðu upp um allar rifur og sprungur og bráðið grjótið flæddi yfir yfirborð- ið og myndaði þá skorpu, sem nú er utan á jörðinni. Var þetta aðal- lega blágrýti, enda er það alls stað- ar undir öðrum jarðlögum. Svo kom granit og af því að það var léttara, hlóðst það upp og mynd- aði meginlöndin. En af innri þrýst- ingi lagðist yfirborðið sums staðar í fellingar og þá tóku að myndast fjöll. Og þau eru enn að myndast. Jarðfræðingar segja að mikil ó- kyrrð sé stöðugt í iðrum jarðar og þar fari straumar glóandi leðju og þrýsti á yfirborð jarðar svo að það ýmist lækki eða hækki og fari í fellingar, eins og gólfdúkur, sem dregst til. Frh. á bls. 150.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.