Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 13
¥ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' 153 ur aðeins verið hægt vegna þess að nýjar og nýjar námur hafa fundizt. Jarðfræðingar ætla að þær olíu- lindir, sem nú eru kunnar, muni geta enzt mannkyninu enn una langt skeið, enda þótt eyðslan verði alltaf jafn mikil og hún er nú. Kolin telja þeir að muni endast um nokkrar þúsundir ára. Og áburðar- efni eru nægjanleg til þess að hægt sé að rækta jörðina. Bandaríkin hafa fundið hjá sér nýjar járnnám- ur og einnig tekið upp nýja aðferð til járnvinnslu, svo talið er að járn- birgðirnar þar í landi muni endast mörgum kynslóðum enn. Ýmsir aðrir málmar eru farnir að verða af skornum skammti, en jarðfræð- ingar þykjast vissir um að finna nýjar námur. . Jarðfræðingar segja að í öllum álfum heims, nema Ástralíu, sé gnægð steinolíu, sem ekki hefur fundizt enn. Og undir hafinu sé áreiðanlega auðugar olíunámur. Það er fyrst nú á seinni árum að menn eru farnir að sækja olíu út í sjó, og sumir nýir .olípbrunnar í Mexikóflóa og út af strönd Lqúis- ana eru svo langt undan að ekki sér til lands. Menn hafa líka fundið ráð til þess að ná mikilli olíu úr námum, sem áður var talið að væri þurrausnar. Er það gert með því að dæla niður í þær vatni eða gasi. Hyggja verk- fræðingar að á þann hátt muni takast að ná 7—12 ára forða af olíu. Og þegar þessa aðferð þrýtur hyggja þeir að finnast muni ný ráð til þess að ná enn meiri olíu upp úr þessum lindum. En fari nú svo að skortur verði á jarðolíu, þá erTiægt að framleiða hana úr jarðgasi og kolum. Og nú eru menn farnir að kveikja í kolanámum til þess að framleiða gas neðanjarðar, og þykir það gefast vel. Nú er einnig hægt að spara ýmsa málma með því að nota plast, gler og ýmis önnur gerfiefni. Margir jarðfræðingar ætla þó að gnægð málma sé enn í skauti jarð- ar í flestum löndum. En víða er sá hængur á, að sækja verður þá djúpt í jörð. En dýpra en 2 enskar mílur geta menn trauðla komizt með námur, því að þá er hitinn og þrýstingurinn orðið svo, að menn geta varla unnið þar. Framtíð jarðarinnar fyrirlestur um þetta efni. Að fyrir- lestrinum loknum kom til hans kona og spurði mjög áhyggjusam- lega: , — Hvað sögðuð þér að langt mundi þar til sólin er orðin kold? — Um 10 þúsundir milljóna ára, svaraði hann. — Æ, hvað mér léttir, mér heyrð- ist þér segja 10 milljónir ára, sagði konan. (Úr Geographical Magazine). Hvað er þá að segja um framtíð jarðarinnar? Vísindamenn halda því fram að hér muni allt vera með svipuðum hætti enn um ótaldar milljónir ára. Sömu atburðir halda áfram að ger- ast, ný fjöll myndast, en önnur eyðast og hverfa, meðan hitinn inn- an í jörðunni er óbreyttur. En ef hann minnkar, þá myndast engin ný fjöll, en régn, vindar og frost sverfa þau fjöll sem nú eru niður til grunna og eftir verður flatn- eskja, sem nær lítið yfir sjávarmál. Ef til vill mun sólin fara hitn- andi og að lokum verða svo heit a'ð hún svíði jörðina. Ef til vill springur sólin, eins og sumar aðrar sólir hafa sprungið, og þá verður hitinn af því svo óskaplegur að all- ar stjörnur í sólkerfinu bráðna á svipstundu. Þetta segja sumir stjörnufræð- ingar. Aðrir halda því fram að hitt sé líklegra að brennsluefnið í sól- inni eyðist og hún smákólni. Og þegar sólin kólnar þá er öllu lífi á jörðinni lokið, nema því aðeins að vér höfum þá fundið upp ráð til þess að lifa á ísi þakinni jörð. En þótt jörðin kólni svo, að hún vefji um sig klakabrynju, mun hún halda áfram að snúast í kring um hina kulnuðu sól, eins og ekkert hafi í skorizt. En það er langt þang- að til þetta verður. Einu sinni hélt prófessor nokkur ^ íp ^ ^ íW ' ' ^ BRIDGE Frú Culbertson var A í þessu spili og sýndi hér enn einu sinni hver snillingur hún er að spila. A 10 9 5 2 ¥ K 8 ♦ 10 8 5 * K D G 10 U A G 7 3 ¥ Á D 7 4 ♦ D 7 A Á 7 3 2 ' A 6 ¥ G 9 5 2 ♦ G 9 6 3 2 A 9 6 4 N V A S A Á K D 8 4 ¥ 10 6 3 ♦ Á K 4 * 8 5 Suður gaf. Hvorugir í hættu. Sagnir voru þessar: s V N A 1 sp. pass 2 Ituf pas* 3 sp. pass 4 spaðar pass pass pass Vestur sló út H 2 og frú Culbertson tók slagi á drottningu og ás. Ef nú er skipt um lit, gefst S tækifæri til þess að ná út trompunum og komast svo inn hjá „blindum" með því áð trompá hjarta. Þetta sá frú Culbertson og 'sló því enn út hjarta og S varð að trompa það í borði og hafði þar með eytl þeirri innkomu. — S sló nú út LK úr borði, en hann var gefinn. Næsta slag i laufi tók svo frú Culbertson á ásinn.og sló. út tígli. Eftir það gat S ekki losað sig við T 4 Og hlaut því áð tapa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.