Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1952, Blaðsíða 11
f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS »“W 351 kvalastaðurinn vaeri innan í jörð- unni og drógu það af eldgosum og vellandi hverum. Seinna kom fram sú skoðun að innan í jörðinni væri eitt haf af bráðnu grjóti. Nú halda jarðfræðingar að meginhluti hnatt- arins sé jarðlög, er liggja hvert ut- an á öðru, líkt og lög í lauk, en innst inni sé kjarni úr járni og nikkel, og hafi safnazt þar saman vegna þess að eðlisþungi þeirra er meiri en annarra efna. Menn vita hér um bil hvað jörðin vegur mikið', en sá útreikningur getur ekki stað- izt nema því aðeins að kjarninn sé mikið þyngri en yfirborðið. Jarðlögin Víðast hvar er það svo, að linar bergtegundir eru yztar, svo sem kalksteinn og sandsteinn, en þar fyrir neðan tekur við granít og er sú hella 6—8 mílna þykk. Undir henni kemur svo blágrýtið, sem hvolfist eins og steypa utan um hnöttinn og nær 20—25 mílur niður í jörðina. Þetta er það, sem kallað er jarðskorpa. En milli laganna er víða bráðið grjót, sem kallast „magma“ (eldkvoða). Það leitar upp og þar sem það hittir fynr sprungur eða gjár, brýzt það fram og þá verða eldgos. I þessu efni eru malmar og þar sem „magma“ hefur storknað einhvern tíma í fornöld skammt undir yfirborði jarðar, þar eru námurnar. Þegar kemur inn úr blágrýtislag- inu tekur enn við grjótlag, sem nær 400—600 mílur niður í jörðina. — Vegna hins mikla þrýstings ofan frá er það mjög þétt í sér en þó hálf fljótandi. Þar fyrir neðan og allt í 1200 mílna dýpi kemur enn grjótlag, sem menn halda að sé frábrugðið öðru grjóti, sem þekk- ist. Og þar fyrír innan kemur svo kjarninn, sem er um 4200 mílur í þvermál. Að þessu hafa menn komizt með athugun á jarðskjálftum og þeim titringsbylgjum, sem stafa frá þeim. Eftir því sem þessar bylgjur fara dýpra, fara þær hraðar, og þegar komið er niður úr 25 mílna dýpi eykst hraðinn mjög skyndi- lega og sýnir það, að þar eru önnur efni fyrir. En þegar þær koma að kjarnanum dregur aftur mjög úr hraða þeirra og af því draga menn þá ályktan að þar sé járn fyrir. Enda þótt kjarninn sé heitur er hann þéttur líkt og hann væri fros- inn, vegna þrýstingsins utan frá. En þó hlýtur hann að vera ákaf- lega heitur. Hitinn í jörðinni eykst að meðaltali um 5 stig á Fahren- heit við hver 300 fet sem menn grafa niður í jörðina. Halda menn að hitinn í kjarnanum sé um 5400 stig á Fahrenheit, eftir þessu að dæma. Þó eru ekki allir sammála um það. Sumir segja að hitinn í hinum dýpstu námum stafi ekki frá jarðkjarnanum, heldur frá geislavirkum efnum í jarðskorp- unni. Loftþrýstingur á vfírborði jarðar er talinn vera um 15 pund á fer- þumlung. En i^iðri í iðrum jarðar, í sjálfum kjarnanum, er gert ráð fyrir að þrýstingurinn sé 25.000 smálestir á hvern ferþumlung. Vísindamenn við Harvard-há- skóla Iiafa með vélum framleitt þrýsting er svarar til 6.250.000 punda á ferþumlung, en það er sá þrýstingur sem er 500—600 mílur niðri í jörðinni. Margt einkennilegt gerist þegar hlutir eru settir undir slíkt farg. Hörðustu málmar verða mjúkir eins og vax. Stálbútur, sem ékki var nema V2 þumlungur á lengd, var settur undir 300.000 punda farg, og þá teygðist svo úr honum að hann varð 300 sinnum lengri, en þó var stálið stæltara en áður. Vísindamenn við háskólann í Kalifornia settu marmara undir þunga er samsvaraði því að hann væri 20 mílur niðri í jörðinni, og þá varð hann seigfljótandi líkt og tjara. í Harvard hafa menn þjappað vatni saman um helming með því að setja það undir 1.000.000 punda farg á ferþumlung. Undir sama fargi þjappaðist járn saman um Vs hluta, og því halda menn að járnið í kjarna jarðarinnar sé helmingi minna fyrirferðar en ef það væri á yfirborði jarðar. Með því að setja ís undir 600.000 punda farg á ferþumlung þjappast hann svo saman að hann getur ekki bráðnað í sjóðandi vatni og hann flýtur ekki í vatni. Það þarf 370 stiga híta á Fahrenheit til þess að bræða hann, eða álíka hita og þarf til þess að bræða lina málma. Þessar tilraunir sýna það að eftir því sem efnin verða fyrir meiri þrýstingi, því meiri hita þarf til þess að bræða þap. En af því leiðir aftur að djúpt í jörð haldast efnin óbráðin, enda þótt hiti sé þar svo mikill ao þau mundu bráðna við hann ef á yíirborði jarðar væri. Ilannsóknir jarðskjálfta Eins og áður getur eru fiestir jarðskjálftar svo vægir, að menn verða þeirra ekki varir nema á jarðskjálftamælum. Það koma að meðaltali svona 10 jarðskjálftar á ári, sem eru svo miklir að þeir valda stórtjóni. Tvö jarðskjálfta- sváeði eru verstj annað í Kyrrahafi, hitt nær frá Miðjarðarhafi þvert yfir sunnanverða Asíu. Þriðja jarð- skjálftasvæðið er frá Mexiko til Vesturindía. Á öllum þessum stöð- um er jörðin mjög sprungin og ná sprungurnar djúpt. Á þessum slóð- um eru yngstu fjöll jarðarinnar, bæði á yfirborði og eins neðan- sjávar. Flestir jarðskjálftar eiga upptök sín í 10—130 mílna dýpi, en ein- staka hafa átt sér upptök í allt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.