Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 10
278 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrir ofan bryggjusporðinn, hef- ur verið byggt myndarlegt og.fal- legt hús. Þar eru skrifstofur ýmissa embætta, svo semv tollþjónustan, hafnarlögreglan (Coast guard) og fleira. Á stóru svæði í kringum hús þetta hefur verið skipulagður skrautgarður, með mörgum teg- undum trjáa (mest ber á pálmum), blómabeðum og allavega löguðum grasflötum. Vel hirtar limgirðingar eru í kring um gróðurinn, sem nú þegar nær nokkurn spöl niður eftir miðri bryggjunni. Henni hefur ver- ið skift í þrjá hluta, eftir endilöngu, þannig að á henni miðri er gróður- » mold og þar verður garðurinn, en til hliðanna eru steinsteyptar stétt- ir, önnur fyrir gangandi fólk og fólksbifreiðar, en hins vegar fyrir hina stóru, lokuðu járnbrautar- vagna og vörubifreiðar, sem flytja vöruna (sykur) að skipshlið. Bryggjuendinn fremst hefur einnig verið skipulagður. Þar hef- ur grasgeirum og pálmatrjám verið komið fyrir, en auk þess nokkrum smáhúsum, sem eru úr steini og mjög einkennileg í lögun, en í fullu samræmi við umhverfið. Þau eru klædd íhvolfum, grábrúnum stein- flísum og er liturinn því svipaður og á bolum trjánna í kring. Sum þeirra eru ferhyrnd, önnur átt- strend og sívöl. í húsum þessum er varðstofa tollvarða, þá heilbrigðiseftirlitið, með læknastofu. Síðan veitingahús, verkamannaskýli, hreinlætishús o. fl. Við þessa stóru bryggju geta þó aðeins sex skip legið samtímis, því að upp með henni er of grunnt og aðeins dýpkað við endann og þykir víst ærið nóg, að halda hinni margra mílna löngu rennu og svæð- inu í kring um bryggjuhausinn nægilega djúpu íyrir skipin. Eins og áður er sagt, er þessi 1500 metra langi bryggju-skraut- garður enn ekki fullgerður, en þeg- ar svo verður og hinn fjölskrúðugi og litauðugi hitabeltisgróður teygir sig alla leið fram á bryggjuenda, fyrirkomið á jafn smekklegan hátt og það, sem komið er, mun hann ekki eiga marga sína líka í heim- inum. Margir bæarbúar leggja leið sína niður á bryggjuna í skemmtigöngu eftir vinnutíma og á sunnudögum. Einnig skemmtiferðafóik frá öðr- um landshlutum og mjög er senni- legt að hún eigi eftir að draga að sér erlenda ferðamenn í framtíð- inni, þá sem vilja sjá meira af Kúbu heldur en aðeins heimsborg- ina Havana. Þegar umferð fólksins er lítíl um bryggjuna, seint á kvöldin og snemma á morgnana, fara aðrar verur á kreik, til að fá sér skemmti göngu. Háfættir risakrabbar labba þarna um, hægt og virðulega, og ef maður nálgast þá meir en þeir kæra sig um, þá lyfta þeir grip- klónum til varnar og þegar mann- skepnan hefur hörfað, halda þeir áfram sitt strik. Þá eru alls konar bjöllur og pöddur, stórar og smáar, lítil fallega lit krabbadýr og fleiri lífverur, skríðandi og hcppandi, sem ég kann ekki að nefna, en betra er að gæta fóta sinna, ef maður á leið þarna um á þessum tímum sólarhringsins, sem verur þessar virðast hafa einkarétt á bryggjunni. Þótt bryggja þessi sé og verði það, sem dregur að sér aðalathygl- ina, þegar komið er til Cárdenas, þá er þar auðvitað margt annað, sem gaman og fróðlegt er að sjá fyrir Norðurlandagestinn, t. d. stór nýtízku sykurverksmiðja, ein af þeim fáu í landinu, sem skila sykr- inum fullunnum (strásykri). Þá er baðströndin, skammt írá aðalbæn- um, með búningsklefum, veitinga- stofum og öllu tilheyrandi. Sandur- inn hvítur, fínn og allar aðstæður til að stunda baðlíf eins góðar og hugsazt getur, en aðsókn er lítil, nema af krökkum, sem koma þarna til að fá sér þrifabað. Hér er ekk- ert, sem heitir „Notið sjóinn og sól- skinið“, því af sólskini er heldur mikið, og svo er það, að Kúbabúar, sérstaklega kvenfólk, forðast allt sem gerir húðina dekkri heldur en hún er í raun og veru, því á Kúbu þykir fínast að vera sem ljósastur á hörund. Þá er það torgið, stór steinsteypt- ur flötur, þrepi hærri heldur en göturnar í kring. Þar er mikill trjá- gróður og hæstu pálmatré, sem ég hef séð í landinu. Þar eru og stein- steyptir bekkir að sitja á fyrir þá, sem vilja horfa á hið fjöruga götu- líf og ljósadýrðina í næði. Margar spengilega vaxnar Kúbastúlkur eiga erindi um torgið á kvöldin til að sjá aðra og sýna sig. Þær pískra og flissa og gefa karlmönnunum hýrt auga — „....sértu að hugsa um mig, hafðu mig þá.“ ák Erfið póstferð í FORFÖLLUM póstmannsins í 3veit einni var fenginn til ungur maður, sem þótti frekar ár.ægður með sig, að fara póstferðina. Þegar hann kom á bréf- hirðingastaðinn að taka við embættinu, mætti hann gömlum bónda, sem líka var að koma í hlaðið. Fannst honum þá of alþýðlegt fyrir sig embættis- manninn að heilsa með handabandi. Býður bara góðan dag að heldri manna hætti, sem hann hyggur vera. Húsbóndinn, sem líka var póstaf- greiðslumaður sveitarinnar, kom til dyra og bauð þeim til baðstofu. Þegar þeir koma til baðstofu, þar sem fólk sat á palli, bauð embættismaðurinn gott kvöld. Þá varð gamla bóndanum að orði: „Honum verður spordrjúg póstleiðin fyrst bæargöngin hérna reyndust honum dagleið."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.