Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 11
A GRÆIMLANDSMIÐUM MEÐ PORTijGALSMÖNMIM UM ALDARAÐIR hafa porúgalsk- ar fiskiskútur sótt á þorskmiðin hjá Nýfundnalandi. Þangað eru um 2000 sjómílur úr heimahöfn og fyrst í stað voru skúturnar litlar og illa út búnar að öllu leyti. Var þetta því hin mesta glæfraför, enda fórust mörg þessara skipa með allri áhöfn. Það jók og á slysahætt- una, að þeir drógu ekki fiskinn á skútunum, eins og íslendingar gerðu, heldur á litlum flatbotnuð- um bátum, sem kallaðir eru doríur. Hafði hver skúta með sér jafn marga af þessum manndrápsboll- um, eins og fiskimenn voru, og þannig fiskaði einn maður á hverri doríu. Fóru þeir þá stundum langt frá skipinu og kom fyrir er dimm þoka skall á, að þeir týndust, höfðu villst svo langt í burta að þeir fundust ekki aftur. Ef skyndilega skall á veður, var þessum doríum mjög hætt og einu sinni fórust 200 þeirra í sama veðrinu. . Enn halda Portúgalar uppi veið- um á vesturmiðum og r.ota til þess seglskip. En nýu skipin eru ólík þeim gömlu. Þetta eru stór fer- sigld skip, með öllum nýtízku út- búnaði, hjálparvél, rafljósum, upphitun ogt frystiklefum. Auk þess hafa þau talstöðvar og út- varp. Amerískur blaðamaður, Alan Villiers að nafni, fékk að fara með einni skútunni á veiðar 1950 og hefir skrifað grein um það í tíma- ritið „The National Geographic Magazine“. Það sem hér verður sagt er útdráttur úr þeirri grein. Það var laglegur floti, sem lagði á stað úr höfn í Lissabon í byrjun vertíðar, 32 nýmáluð járnskip með þöndúm seglum. Skipið, sem Villiers var á hét „Argus“. Það varð að fara fyrst til Azoreya til þess að taka þar nokkurn hluta af skipshöfninni. Og þegar þeir voru komnir um borð, voru skip- verjar alls 70, þar af 53 doríukarl- ar. Þarna voru menn á öllum aldri. Þar á meðal var einn 63 ára og þetta var 43 vertíðin hans á vest- urmiðum. Þá var þar annar, sem kallaður var mesta veiðikló flot- ans, því að hann veiddi jafnan 100 smálestir af fiski á vertíðinni. Þeir sögðu að hann léki sér að því að veiða eina smálest á dag, og það væri eins og fiskurinn biði eftir því að láta hann klófesta sig. Þeir lögðu á stað beitulausir frá Portúgal, aldrei þessu vant. Hvern- ig sem á því stóð hafði smásíldin (sardínur) ekki gert vart við sig hjá Portúgalsströndum þennan vet- ur. Þeir urðu því að fara til St. Johns á Nýfundnalandi til þess að fá sér beitu. Á leiðinni vestur yfir hafið unnu sjómennirnir að því að búa út veið- arfæri sín og höfðu nóg að gera. En þröngt var á þiljum, því að þar voru allar doríurnar. Þeim var að vísu raðað fjórum og fjórum hverri niður í aðra. Er það hægt vegna þess að enginn er á þeim kjölurinn og enginn stýrisútbúnað- ur. Þær eru um 14 fet á lengd og tæplega 6 fet á breidd. Þeim fylg- ir ofurlítið siglutré og þríhyrnt Hin nýu ogr 'fullkomnu veiðiskip Portugalsmanna. segl, sem hver maður lætur búa út heima hjá sér. Þeim er stýrt með ár, þegar siglt er. Þær eru flatbotnaðar, eins og áður er sagt og mjög valtar og sýnast ekki hæf- ar til sjóferða nema í logni. En það er sjaldan logn á vesturmið- unum seinni hluta vetrar og á vor- in. Þegar þeir komu til St. John var enga beitu að fá þar heldur, svo að þeir urðu að bíða þar í rúm- lega hálfan mánuð eftir því að síld veiddist. Þetta var í öndverð- um apríl og sjómennnirnir voru ekki ánægðir, því að hver dagur sem leið í iðjuleysi stytti vertíð- ina og aflahorfurnar. Að lokum kom þó síldin. Nú var haldið út á miðin, hina svonefndu Grand Banks hjá Ný- fundnalandi og þar stunduðu þeir veiðar í sex vikur. Veður var kalt og þokusamt þennan tíma. En klukkan 4 á hverjum morgni lögðu 53 doríur frá skipinu til veiða, ef ekki var vitlaust veður. Hver mað- ur hafði með sér 600 öngla línu og handfæri. Meðan línan lá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.