Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1952, Blaðsíða 13
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 281 borð á hana, sem varð að fylla. „Það er alltaf rúm fyrir einn þorsk í viðbót“, sagði skipstjórinn. Hon- um var ekki um að yfirgefa mið- in áður en skipið væri fullhlaðið. Talið var að skipið bæri 12.000 quintals (eitt quintal er um 130 pund af þurfiski) og það hafði fengið svo mikið í lok ágústmán- aðar. Samt var haldið áfram að fiska og ekkert skeytt um þótt næturnar lengdust, veður harðnaði og byrj- aði að snjóa. Doríumenn báru tjöru í sprungurnar framan í sér. Þeir voru hættir að hugsa um hendurn- ar. „Þær hafa tíma til að gróa í vetur“, sögðu þeir. Ég var farinn að óttast að vér mundum verða veðurteptir í Grænlandi. Dag eftir dag var fiskað til þess að fylla lestirnar. Kvöld eftir kvöld stóðu doríumenn í röðum á þilfari og gerðu að fiski og fram í logaði und- ir lýsisbræðslunni. Skipstjóri var fámáll. Hann flutti skipið fram og aftur um veiðistöðvarnar, til þess að ná í meiri fisk — meiri fisk. Doríurnar reru klukkan fjögur á nóttunni. Beitan var að verða uppetin. Sum skipin voru farin til Grand Banks til þess að veiða þar við betri veð- urskilyrði. Sum höfðu aflað svo vel, að þau höfðu haldið heim. En „Argus“ þraukaði áfram og nokk- ur önnur skip. Svo kom að því að skipstjóri þóttist hafa fengið nóg. Að vísu ekki fullt skip, því að alltaf er hægt að bæta einum þorski við. En nú voru allir geymar orðnir fullir af lýsi og hver einasta tunna full af gellum og kinnum. Nú lét hann vinda upp akkeri. Fyrst í stað þorðu fiskimenn ekki að vona að nú ætti að halda heim. Þeir voru hræddir um að hann mundi staðnæmast á einhverjum grunnmiðum sunnar. Það var snarpur norðan vindur og vér sigldum mikinn suður á bóginn. En það var ekki fyr en vér vorum komnir suður fyrir Dana-grunn, að skipverjar þorðu að brosa. Þarna voru seinustu miðin. Stefnan var nú sett á Azoreyar — heimleiðis. Vér hrepptum stórviðri á leið- inni. Það er vont að vera á ferð í norðanverðu Atlantshafi seint í september og í október. Mennirmr á „Argus“ voru bundnir svo að þeim skolaði ekki fyrir borð. í talstöðinni fréttum vér að önnur skip hefði orðið fyrir áföllum og misst doríur sínar. Eitt skipið fórst og var þá um 600 mílur frá okkur. Annað skip bjargaði nokkrum af áhöfn þess--------“. ^ ^ ^ Lífandi eftirmynd MEÐAN SÝNINGIN mikla var í Lond- on í fyrra, varð þar upphlaup einn daginn. Fólk flyktist að öldruðum há- vöxnum manni sem þar var á gangi, vegna þess að allir héldu að þetta væri Hákon Noregskonungur. Menn kepptust um að komast sem næst hon- um og urðu yfir sig hrifnir ef þröng- in varð svo mikil, að þeir rákust á „konunginn", eða hann á þá. StarjEs- menn sýningarinnar fóru í sín bez.tjj föt og ætluðu að veita honum kon- unglegar móttökur. En þá komst það upp að þetta var ekki konungur. Að vísu var þetta Norðmaðuv. en hann hét Olav Hegsted, kaupsýslumaðiiir kominn til að sjá sýninguna. ____997_____ 'jn.'-’p s./ígo/ Fyrir nokkrum árum var Victor Jon- es, veitingamaður frá Surrey suðljr í Sviss til skemmtidvalar. Hann ' gékk með stór spangagleraugu og svártan hatt, og allir héldu að þetta væri Bev- in, utanríkisráðherra Breta, enda yildi svo til að Bevin var um sömu mundir í Sviss. Jones hafði engan frið fyr- ir blaðamönnum og þeir trúðu þvValls ekki þótt hann segði þeim að hanrt væri ekki Bevin. Eitt blaðið birti -méira að segja mynd af honum og ságði-að það væri Mr. Bevin, sem nú væri staddur í Sviss undir gerfinafni. ____777_____ -I<; y í Ruhr-héraði á heima uppgjafá námamaður, sem Albert Pankler heit- ir. Síðan stríðinu lauk hefirtiann verið tekinn fastur 300 sinnum fyrir að vera Hitler. Ástæðan til þess. er sú, að hann er með „horskegg“, eins og Hitler og lætur hárið lafa niður á ennið til þess að hylja ljótan fæðingarblett. Þegar hann var spurður að því hvers vegna hann rakaði ekki af sér- Hitler- skeggið, þá svaraði hann því að hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.