Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
359
Skúli Magnússon segir frá því, að
á árunum 1750—1766 hafi verið
mikill hugur í mönnum að auka
sauðfjáreign sína og hafi tala ær
og sauða í allri Kálfatjarnarsókn
þá komist upp í 1200. Skiftist þessi
fjáreign á 18 jarðir og verða þá 66
kindur að meðaltali á jörð. Árið
1703 voru til jafnaðar 30 kindur á
hverri jörð og hefir þá ekki verið
meðal fjárbú hjá prestinum að
Kálfatjörn. En hann hafði það þó
fram yfir aðra, að hann átti beiti-
land í Keilisnesi og þar gekk fé
sjálfala allan veturinn.
Árið 1756 lét Friðrik V. konung-
ur stofna kynbótabú sauðfiár að
Elliðavatni og voru sendir þangað
hrútar af ensku kyni bæði frá
Noregi og Svíþ.ióð. Gekk sú til.raun
vel. En árið 1761 voru fluttir þang-
að hrútar frá Holtsetalandi og með
þeim barst fjárkláðinn him?^ð n%
breiddist óðfluga út. Árið 1778 var
alt fé í Gullbringu- og Kiósamvs'u
skorið niður vegna kláðans. Menn
reyndu þó að koma sér upp fiár-
stofni aftur, en þremur árum
seinna (1781) voru þó ekki nema
180 ær og sauðir í allri Kálfatjam-
arsókn. Síðan hefir enginn prestur
að Kálfatiörn átt svo margt fé. að
hann hefði þurft að láta hlaða hina
stóru borg, enda eru til munnmæh
um það frá því um 1800 hvermg
borgin hefði verið gerð.
Þessi munnmæli segja, að mað-
ur sem Guðmundur hét hafi hlaðið
borgina fyrir Kálfatjarnarprest.
Dró hann grjót viða að, enda eru
þarna víða krosssprungnar klappir,
þar sem gott var að fá hleðslu-
steina. Guðmundur byrjaði á því
að raða grjótinu í langar raðir á
holtið, þar sem borgin stendur eg
valdi svo úr þá steina, sem hon-
um líkaði bezt að hafa í vegginn á
hverjum stað. Er þetta til sann-
indamerkis um það hve vandvirkur
og verkhyggihn hann hefir verið,
enda ber borgin þess vitni enn í
dag. Guðmundur ætlaði að filaða
borgina upp í topp, eins og aðrar
fjárborgir og var byrjaður á því að
láta innvegginn hlaðast á sig. En
prestur komst að þessu og harð-
bannaði honum það. Mun presd
hafa litist það alt of mikið verk að
hlaða þessa stóru borg upp í topp,
enda hefði hún hlotið að verða
geisihá með því móti og miklu
tilkomumeira hús heldur en siáif
kirkian að Kálfatjörn. Guðmundur
reiddist þessu svo að hann hljóp
frá verkinu þar sem hann var
kominn og fór frá presti. —
A' þessu, sem nú hefir verið
sagt, má sjá að mestar líkur benda
til þess að leita verði nokkuð aftur
í aldir ef ákveða skal aldur borg-
arinnar. Það verður að byrja á því
rð leita að þeim presti, er var svo
fjármargur, að hnnn þuijfti á svona
stórri fjárborg að halda. Sá prest-
ur hefir ekki verið þar seinustu
250 árin. Er því rétt að telja borg-
ina til fornminja. Og sjálfssgt v?r
að friða hana, enda þótt hún kunni
að vera yngri en líkur benda til.
Hún á það skilið vegna þess hve
hún er merkilegt mannvirki.
Skúii landfógeti segir í sóknar-
lýsingu sinni að í Strandarheiði sé
,.eitthvert hið bezta land til sauð-
fiárræktar, það er eg hefi séð á
íslandi“ og telur það vera fjórar
mílur á lengd og tvær á breidd, eða
8 fermílur. í sóknarlýsingu séra
Péturs Jónssonar 1840 er ekki kveð-
ið jafn ríkt að orði, en þó segir þar
að sums staðar í heiðinni sé sæmi-
legir hagar.
Þegar farinn er þjóðvegurinn og
liorft upp til heiðarinnar, virðist
hún vera ein eyðimörk yfir að líta.
En það er vegna þess, að næst bæ-
unum er landið bert og blásið
vegna rányrkju margra kynslóða.
Eins og fyr getur var mikill elds-
neytisskortur á Vatnsleysuströnd.
Aðal eldsneytið var þari úr fjör-
unni, en til uppkveikju var notað
lyng og mosi. Og auðvitað var þá
gripið til þess sem næst var og
greipar látnar sópa um alt það lyng .
og mosa, er næst var bæunum.
Einnig þurfti geisilega mikið af
lyngi í flet vermanna, en þeir voru
margir á þessum slóðum fyrrum.
Sængur og dýnur voru ekki til í
flet þeirra og þess vegna var notað
lvng. Var það alvanalegt á hverju
hausti að reitt var lyng á mörgum
hestum ofan úr heiði heim að
hverjum bæ. En þegar lyngið var
rifið hófst uppblástur landsins.
Mikil beit hefir einnig átt sinn þátt
í að yrja landið.
Um alla heiðina eru rústir af
gömlum seljum og bendir það til
þess að fyr á öldum hafi landbún-
aður verið allmikill á þessum s’óð-
um. Þar eru sel kend við vissa bæi,
svo sem Flekkuvíkursel, Auðnasel
og Knarrarnessel. Flekkuvíkursel
lagðist ekki niður fyr en um 1870,
en þá höfðu öll hin selin vebið af-
lögð fyrir löngu. í Knarrarnesseli
áttu selstöðu Stóru Ásláksstaðir,
Minni Ásláksstaðir, Litla Knarrar-
nes, Stóra Knarrarnes og Breiða-
gerði. Þá er Fornasel. Þar áttu
fyrst selstöðu Kálfatjörn og Þóru-
staðir, en Kálfatjörn fekk seinna
sslstöðu þar sem heitir Sogasel
hjá Höskuldarvöllum (uppi undir
Dyngjum), og er það í Vatnsleysu-
landi. Þar fekk Bakki einnig sel-
stöðu. Minni Vatnsleysa hafði jjseli
uppi hjá Oddafelli, skamt þaðan.
En Stóra Vatnsleysa átti Rauðhóla-
sel niðri í heiði. Öll þessi sel, nema
Sogasel, áttu sammerkt í því, að
þar var ekkert vatnsból og hefir
annaðhvort orðið að flytja þangað
vatn heiman frá bæum, eða notast
við rigningavatn. Eldsneytið í selj-
um þessum var hrís og lyng, og
þannig færðist rányrkjan upp í
heiðina.
Erlendur á Kálíatjörn er glögg-