Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1952, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.07.1952, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 361 STJÚRNARBYLTING í BOLIVfU SNEMMA morguns hinn 9. apríl s. 1. vöknuðu íbúar borgarinnar La Paz við dynjandi skothríð. Rétt á eftir brunuðu hervagnar með vopnuðum mönnum um allar göt- ur. í útvarpinu var tilkvnnt að her- foringjastjórn Hugo Ballivian hefði verið steypt af stóli og hinn þjóð- legi byltingarflokkur MNR hefði tekið völdin í sínar hendur. Foringi uppreisnarmanna var talinn An- tonio Seleme hershöfðingi, og sagt var að byltingin hefði át't sér stað án blóðsúthellinga. Seleme hershöfðingi hafði verið innanríkisráðherra í stjórn Ballivi- ans og hann haíði notað þá að* stöðu sína til þess að banna öllum hersveitum stjórnarinnar að veita uppreisnarmönnum viðnám og skyldi þær halda kyrru fyrir í her- búðum sínum. Tilkynnt var að lög- regla landsins og margir hinna yngri liðsforingja í hernum, styddi uppreisnarmenn. Skömmu seinna kom þó í Ijós, að uppreisnin var ekki um garð geng- in. Kom þá í útvarpinu áskor- anir til verkamanna að gerast sjálf- boðaliðar til þess að „verja bylt- inguna“, því að fyrverandi stjórn stefndi herflokkum úr tveimur átt- um að uppreisnarmönnum. Gáfu sig þá fram 7000 námamenn frá Oruro. Um kvöldið kom fyrirskip- an í útvarpi að allir uppreisnar- menn ætti að vera á verði alla nótt- ina og undir vopnum, enginn mætti sofna dúr og menn mætti ekki æðrast þótt þeir væri matar- lausir. Útlitið var þá ískyggilegt fyrir uppreisnarmenn. Þrjú herfylki stjórnarinnar voru komin til borg- arinnar og sóttu að vopnabúrinu með fallbyssuskothríð og sprengju- vörpum, en þar höfðu uppreisnar- menfi aðal bækistöðvar sínar. Var þar háð hörð orustá um nóttina og allan skírdag. Seifini hluta dags- ins áttu uppreisnarmenn í höggi við átta herfylki stjórnarinnar. Alls staðar kvað við sltpthríð. og sprengikúlur féllu hingað og þang- að í borginni. Rauða kross bílar voru á flugi og ferð um allt til þess að bjarga særðum mönnum. Yfir borginni sveimuðu ■flugvélar stjórnarinnar og vörpuðu niður dreifibréfum, áskorunum til manna að fylgja stjórninni að málum. Seinna komu svo flugvélar frá uppreisnarmönnum og vörpuðu niður öðrum dreifibréfum þar sem skorað var á borgarbúa að vcita uppreisnarmönnum í'ylgi. Þannig var barizt í borginni fram undir kvöld á föstudaginn langa, en þá höfðu uppreisnarmenn unn- io sigur. í borginni Oruro urðu einnig hörð vopnaviðskifti. Þar áttu verkamenn og námamenn í höggi við herlið stjórnarinnar og báru að lokum hærra hlut. * Það var því langt frá því að ekki yrði blóðsúthellingar í sam- bandi við þessa uppreisn. Sumir telja að þetta sé sú blóðugasta bylt- ing, sem átt hefir sér stað í land- inu. Enginn viðbúnaður var til þess að taka á móti særðum mönnum. Sjúkrahús fyltust undir eins og al- gjör skortur var á hjúkrunargögn- um. Létust því margir úr sárum, þótt hægt hefði verið að bjarga þeim að öðrum kosti. Það vbru dapurlegir páskar, sem runnu upp yfir Bolivia að þessu sirlni. Um alla höfuðborgina var grátur og gnístran tanna. Fjöldi húsa hafði hrunið í rústir, konur og börn voru á reiki um göturnar, áttu hvergi höfði sínu að að halla og menn þeirra og feður voru dauð- ir. Myrkur grúíði yfir öllu um nóttina, því að rafleiðsla borgar- innár var eyðilögð. Talið var að um 5000 mar.na hefði fallið og særst í bardögunum þar. Þannig héldu þeir upprisuhátíðina í Bolivia. Forsaga uppreisnarinnar. Árið 1946 hafði MNR-flokkurinn setið að völdum í Bolivíu og hafði stjórnað með slíkri grimd, að hann var mjög illa þokkgðpr, eigi ein- ungis af andstæðingum sínum, heldur einnig af mörgum sinna manna. Og svo brapzt gremjan út í Ijósum loga. Uppreisn var hafin. Forsetinn, Gualberto Villaroel og helztu embættismenn hans voru drepnir og lík þeirra hengd upp á götuljósker af æðisgengnum múgnum. En ástandið batnaði lítið í land- inu þótt nýir menn tæki við. Fjár- hag landsins hrakaði stöðugt, gjald- miðillinn hríðféll og skortur varð á helztu lífsnauðsynjum. MNR not- aði sér þetta ástand til þess að rétta við og varð honum mikið ágengt vegna óánægju alþýðunnar. í maímánuði 1951 fóru fram for- setakosningar og fengu þé Victor Paz Estenssoro forsetaefm og Her- man Siles Suazo varaforsetaefni flokksins meira fylgi en forseta- efni annara flokka. Það kom seinna í ljós að flokkurinn hafði gert bandalag við kommúnista. Þáver- andi forseti, Mamerto Urriola- goitia, sagði þá af sér, en MNR- flokkurinn tók ekki við stjórnar- taumum, heldur var skipuð her- foringjastjórn undir forustu Balli- vians hershöfðingja. Þetta átti að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.