Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Blaðsíða 2
374
LESBÓK MORCUNBT/AÐSINS
Jón Árnason hreppstjóri á Skarði
flutti bæinn og kirkjuna 1878 og
byggði hvort tveggja upp jafn
reisulegt og áður var. Stóð kirkjan
þar fram til 1931 að söfnuðurinn lét
reisa þá kirkju, sem nú er þar. Ein-
kennileg saga er sögð í sambandi
við það þegar verið var að gera
nýa kirkjugarðinn á Skarði. Álf-
heiði þórðardóttur í Hvammi
dreymdi þá, að hún var stödd í nýa
kirkjugarðinum og þótti þar heldur
óhrjálegt Hafði hún sófl í hendi og
varð það fyrst fyrir að sópa allan
garðinn, en síðan hreiðraði hún þar
um sig á einhverjum stað. Álfheið-
ur fór í fyrstu gröfina, sem tekin
var í þessum kirkjugarði.
Sá góði siður hefir orðið þarna
landlægur, að gróðursetja einn
birkikvist á hverju leiði. Er nú svo
komið að kirkjugarðurinn er orð-
inn að fögrum skógarlundi. Hefi ég
hvergi séð þetta annars staðar, en
mér er sagt að í einum kirkjugarði
norðanlands hafi þessari sömu
reglu verið fylgt.
Þar sem Fellsmúli stóð áður vott-
ar hvorki fyrir túni né húsarúst-
um. Sandurinn hefir gjörsamlega
gleypt það býli. Norðaustan storm-
urinn þyrlaði upp sandi uppi hjá
Merkurhrauni og svarf með honum
djúpan geira í graslendið suðvestur
að Skarðsfjalli og meðfram því og
staðnæmdist ekki fyrr en hjá Lækj-
arbotnum. Annan og víðari geira
svarf sandurinn sunnar, en milli
þeirra er mjó gróðurspilda og á
henni standa nú bæirnir Skarð og
Fellsmúli og Króktún.
Mannshöndin hefir unnið það
kraftaverk að hefta uppblástur-
inn á þessum slóðum og nú eru
sandgeirarnir sem óðast að gróa
upp aftur. Þar sem kolsvartur sand-
ur blasti við auga fyrir nokkru ár-
um, eru nú komnir allþéttir vall-
gresis toppar, og áður en varir
renna þeir saman í gróðurdýnu
milli allra hraunnibba og kletta-
borga, og aftur koma þarna grónir
vellir.
Landsveitin hefir löngum átt við
að búa þungar búsifjar af náttúr-
unnar völdum. Hekla er nágranni
hennar. Hvergi hafa jarðskjálítar
orðið harðari en hér. Hér hafa víð-
ir og fagrir vellir farið í flag og
sand, og fjöldi bæa lagst í auðn.
Hér hefir verið fagurt meðan
grænir vellir og skógarlendur voru
á öllu svæðinu milli Rangár og
Þjórsár. Þetta var í landnámi Ketils
hængs og bygðist snemma, því að
talið er að Ketill hafi numið hér
land 877, og „þar námusíðan margir
göfugir menn að ráði hans“. Segxt
frá þeim í Landnámu og bústöðum
þeirra, en ekki er þar getið bæanna
undir Skarðsfjalli.
Hella er fyrst getið í jarðakaupa-
bréfi 22. febr. 1375, og þar nefnd
Hellnajörð. Þá er sagt um Skarðs-
kirkju í Vilkinsmáldaga 1397 að
hún eigi tíund frá Hellum. Af þess-
um upplýsingum má ráða tvent:
Að bærinn hefir verið bygður fyrir
þennan tíma, og að hann er kendur
við hellana, sem þarna eru, og að
þeir eru því eldri en^bærinn. Það
væri í sjálfu sér ekki neitt merki-
legt ef hellarnir væri gerðir af
náttúrunnar völdum. En svo er
ekki. Hellarnir eru gerðir af manna
höndum.
Margt hefir verið ritað um hina
tilbúnu hella hér á Suðurlandi og
ýmsar getgátur komið fram í sam-
bandi við þá, t. d. um það hverjir
hafi fyrstir byrjað á hellagerð,
hvenær það hafi verið, hvort hell-
arnir hafi upphaflega verið manna-
bústaðir o. s. frv.
Brynjólfur á Minnanúpi og Einar
Benediktsson heldu að hellarnir
væri frá tíð Papa og hefði verið
bústaðir þeirra áður en hinir
norsku landnámsmenn settust hér
að. Og skozki fornfræðingurinn T.
C. Lethbridge kemst svo að orði í
bók sinni „Herdsmen and Hermits'*
að nauðsyn beri til þess að rann-
saka hellana á Suðurlandi. Kveðst
hann hafa skoðað hella hjá Ægi-
síðu og tveir þeirra séu þannig að
mann hljóti að gruna að munkar
hafi hvöggvið þá, og gert það vegna
þess að þetta sé hin beztu húsa-
kynni í jafn köldu loftslagi og hér
er. Sami maður hafði einnig skoð-
að hin býkúpulöguðu fjárbyrgi og
fullyrt að það byggingarlag væri
komið frá Vestmönnum. Þessi byrgi
hefði verið algeng þar og kölluð
clochán, eða klukkubyrgi. Sumir
hellarnir hefðu þetta klukkulag.
Sá er gallinn á, að heimildir
skortir enn til að ákveða hvað elztu
hellarnir sé gamlir, og hverjir sé
elztu hellarnir, því að mörgum
þeirra hefir veri^ breytt þannig að
þeir eru nú óþekkjanlegir frá því
er áður var. Með vissu er þó vitað,
að á 12. öld hafa hellar verið í notk-
un hér á landi. í jarteinabók Þor-
láks biskups helga, sem lesin var á
Alþingi 1199, er þess getið að nauta-
hellir hafi hrunið í Odda og 12
naut orðið þar undir.
Á öðrum stað er getið um hella-
gerð á 10. öld. Er það í þættinum af
Gunnari Keldugnúpsfífli. Þar segir
svo: „Geir hét bóndi. Hann bjó á
Geirlandi. Kvongaður var hann og
hét Geirdís kona hans, en Ingibjörg
dóttir. Geir hafði 10 þræla til vinnu.
Kolur hét sá maður, er fyrir þeim
var. Það var hans iðn að geyma fjár
vetur og sumar; kom hann aldrei
inn undir sótugan raft. En aðrir
þrælar hans höfðu það verk að
höggva stóra hella á bæ Geirs að
geyma þar í fénað og fóður“.
Talið er að saga þessi sé skráð á
14. öld og hefir hún ekki þótt
merkileg. En þessi stutta frásögn
er þó allmerkileg, enda þótt aldrei
finnist nein merki þess að hellar
hafi verið gerðir á Geirlandi í forn-
öld. Hún sýnir í fyrsta lagi að höf-
undi hennar hefir verið kunnugt