Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Qupperneq 4
376 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Fjósið og hlaðan á Hcllum. Gengið er inn i hellinn úr hlöðunni. Gólf hans er helúur ncðar en botninn á safnþrónni. var hafið kom fljótt í ljós að þetta vpru göng, sem sýnilega lágu milli tveggja hella. Hættu þau að grafa er þau voru komin um 7 metra inn í göngin, en þá voru enn'eftir um 2 metrar. Þar tekur svo við annar hellir, og er það án efa „aðalhell- irinn“, sem talað er um í þjóð- sögunni. Hann mun vera um 28 metra langur, en um stærð á hon- um vita menn ekki að öðru leyti, því að hann má heita fullur af mold. Þó hefir verið skriðið inn í hann og sáust þar 7 krossar í röð höggnir í bergið. Á árunum 1937—38 tóku synir Magnúsar bónda upp nýjan helli, sem er hjá Hestahelli og honum samhliða. Hjuggu þeir síðan göng í gegn um móbergsvegginn á milli þ>essara hella. Þessi nýi hellir er svipaður að stærð og líestahellir, er nú hafður fyrir hey og tekur um 100 hesta. Vestan í hólnum fram af íbúðar- húsinu á Hellum heita Kirkjur. Eru það tvær djúpar lautir, eða jarðföll, með stuttu millibili. Vera má að þetta hafi verið kvosir að hellis- dyrum, en vallgrónar eru þær íyrir löngu og engin veit nú hvernig á kirkju-nafninu stendur. Er þarna hellir, eða hellar frábrugðnir hin- um öðrum hellum þarna í túninu? En það er til marks um að þetta er talinn merkur staður, að frá ómuna tíð hefir börnum verið bannað að vera þar með ærsl eða hávaða. ---♦---- Stóri heyhellirinn á Hellum er einkennilegur ílaginuogmeð hæstu hellum, eða allt að 4 metrar undir hvelfingu og er bergið þar fynr ofan ekki nema um 50 sentimetra þykkt, en þar ofan á um tveggja metra þykkur jarðvegur. Fremst við dyrnar var útskot eða krókur, sem fylllur var með mold úr göng- unum og veggur síðan verið hlað- inn fyrir. Heitir þarna Dísukrókur og þótti þar ærið óhreint. Enginn veit nú hver sú Dísa var, sem krók- urinn er kenndur við. Tildrög nafn- giftarinnar eru horfin í gleymsk- unnar djúp. Innan við krókinn eru tvö stór berghöld í veggnum og þar eru holur í veggina, er sumir halda að hafi verið fyrir þverbita. Hefir þá annaðhvort verið þar skil- rúm, eða þá að loft hefir þar verið á bitum. Innar í hellinum, skammt fyrir framan göngin, er veggskot eða skápur. Einhver hefir giskað á að skot þetta hafi verið gert fyrir dýrlingsmynd og er sú ágiskan sennilega komin fram af löngun til að sýna að þessi hellir hafi upphaf- lega verið bænhús, eða mar.nabú- s«ður, því að í heyhelli hafi slíkt helgitákn varla verið. Sé tilgátan rétt að þarna hafi verið veggskot fyrir helgimynd, þá sannar það þó, engan veginn neitt um að hellirinn sé frá tíð Papa. Menn hafa geymt helgimyndir á ólíklegustu stöðum. Forskálar hellanna tveggja úti í túninu, heyhellirinn nær, en Hestahellir fjær (aðcins sperrur yfir innganginum).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.