Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1952, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1952, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLADSINS 387 Núverandi formaðilr félagsins er Jón K. Laxdal, einn af fremstu skólamönnum Winnipegborgar. — Auk hans má nefna fyrverandi for- mann félagsins W. Kristjánsson kaptein, W. J. Lindal dómara, pró- fessor Skúla Johnson, Pál Bardal, Axel Vopnfjörð, prestana Vald. Eylands, P. M. Pétursson og Runolf Marteinsson. Og síðast en ekki sizt má nefna þau hjónin Hjalm F. Danielsson og Hólmfríði Daniels- son, sem segja má um að hafi verið máttarstoðir tímaritsins. ★ Frú Hólmfríður hefur um 25 ára skeið unnið sleitulaust að þjóðern- ismálum íslendinga og hefur það starf hennar verið mjög margbrot- ið og komið víða við. Hún hefur haldið uppi leikstarfi og söng- kennslu og jafnan lagt kapp á að' gefa hvoru tveggja íslenzkan blæ og íslenzkan anda. Hún hefur flutt mörg erindi um íslenzk efni. Einu sinni efndi kanadiska útvarpið til erindaflokks, er það kallaði „Móðir mín“, og átti þar að segja frá frum- býlingskonunum í Kanada. Var . seilzt til þess að fyrirlesararnir væri sinn frá hverri þjóð, og kom það í hlut frú Hólmfríðar að tala fyrir hönd íslenzka þjóðarbrotsins — tala um móður sína. Það erindi f i þótti bera af öllum öðrum. i Árið 1944 varð frú Hólmfríður formaður Icelandic Canadian Club. Stofnaði hún þá kvöldskóla, sem nefnist Icelandic Canadian Evening School, og stjórnaði honum í fjögur ár. Þetta var fyrsta tilraunin í þessa átt, er gerð var meðal Vestur- Islendinga og varð árangur mjög merkilegur. Mafgir fróðleiksmenn voru fengnir til þess að flvtja fvrir- lestra í skólanum um sögu og bók- menntir íslendinga allt frá land^ námstíð og fram að lýðveldisstofn- uninni 1944. Þóttu þau erindi með slíkum ágætum að áskoranir komu frá fjölda manna um að fá þau öll út gefin í bókarformi, og varð þá til bókin „Iceland’s Thousand Years“, sem nú hefur komið út í tveimur útgáfum. Hafa háskólar um allan heim keypt bók þessa og íslenzka ríkisstjórnin keypti af henni 800 eintök til þess að senda íslenzkum ræðismönnum, konsúl- um o. fl. Seinna voru svo fluttir í skólan- um fyrirlestrar um ýmiss konar framfarir, sem orðið hafa á íslandi, um íslenzku landnámsmennina í Kanada og Bandaríkjunum. Enn- fremur fór fram kennsla í íslenzku, og einu sinni sóttu þá kennslutíma 65 nemendur, flestir fullorðnir og margir þeirra hámenntaðir menn af enskum ættum, sem langaði til að læra íslenzku. Kennslubækurn- ar samdi frú Hölmfríður sjálf, en maður hennar fjölritaði þær. Hefur upp af þessu sprottið nokkurs kon- ar bréfaskóli, því að þessar kennslu bækur (og ýmis konar upplýsingar um ísland) hafa nú um mörg ár verið sendar víðsvegar um Norður- Ameríku til fólks, sem hefur leitað aðstoðar tímaritsins Icelandic Can- adian til bess að geta kynnzt ís- landi og ísleftzkri tungu. Að tilhlutan Þjóðræknisfélagsins hefir frú Hólmfríður einnig ferðazt um Manitoba og víðar til þess að koma á fót íslenzkunámskeiðum, aðallega fyrir unglinga. Hún benti jafnan á, að íslenzk tunga og bók- menntir lægi hjarta næst öllum þeim, er af íslenzku bergi væri brotnir. Enginn telur það eftir sér að læra eitthvert annað tungumál en ensku. Og hvers vegna ættum vér þá ekki að læra íslenzku, sem er lvkillinn að einhveriu því bn^ta í heimsbókmenntunum? sagði hún. ★ Það yrði of langt mál að fara að rekja ýtarlega allt það, sem frú Hólmfríður hefur starfað að þjóð- ræknismálum. En eins og fyr getur er hún ritstjóri Icelandic Canadian, þessa einstæða tímarits, sem hefur það markmið að treysta sifjabönd- in íslenzku austan hafs og vestan. Að hún sé þeim vanda vaxin má bezt marka á bréfi til hennar frá Gunnari B. Björnssyni, fyrverandi ritstjóra „Minneota Mascöt“. Hann segir þar m. a.: — Þú ert ritsnillingur, hvort sem þú ritar á ensku eða íslenzku. .... Margir geta skrifað, en ekki er þar með sagt að allir geti ritað vel. Einhver hefur sagt að allir geti orkt illa.... En eg verð að kannast við það hispurslaust að eg dáist að stíl þínum og orðavali. Það er ljóst á öllu að þér er ritmennska í blóð borin, en ekki utanað lærð. —------ Það er enginn smávegis hróður að fá slíka viðurkenningu hjá öðr- um eins manni og Gunnari B. Björnssyni. Það er því áreiðanlegt að tímaritið Icelandic Canadian er í góðum höndum, og að þar er unn- ið markvisst og af skynsemi að því að byggja brúna, sem Lindal dóm- ari talaði um. En minnumst þess þá jafnframt, að brúna skal byggja samtímis frá tveimur löndum og mætast yfir miðjum álnum. Hvernig gengur þá með vorn hluta af brúarsmíðinni? Á. Ó. ★ ★ ★ ★ Einstein var á leið til Chicago og átti að sitja þar fund vísindamanna. Á leið- inni langaði hann í mat og fór því inn í matvagninn. Þjónn kom þegar með matseðil og rétti honum. Þ^gar Ein- stein ætlaði að setja upp gleraugun sín, svo að hann gæti lesið hvað á matseðl- inum stóð, varð hann þess var að hann hafði gleymt þeim h'eima. Rétt hjá hon- um sat stór Svertingi. Einstein sneri sér nú að honum og spurði hann hvort hann vildi vera svo vænn að lesa fyrir sig hvað stæði á matseðlinum. Surtur brosti og mælti: — Því miður get ég það ekki, ég, er líka ólæs. *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.