Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1952, Page 4
424
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Sæluhús i túninu á Hólmi, bústað Bjarnar Hítdælakappa. Hólmurinn til hægri.
E*
berginu eru þó ekki hornóttir
steinmolar, heldur mest lábarið
hnullungagrjót. Að svo stöddu er
ekki gott að skera úr hvernig á
þessum móbergsfellum stendur.“
Þá ráðgátu leysti dr. Helgi Péturss
seinna með uppgötvunum sínum á
myndun móbergsins.
Mikil hraun eru í dalnum og
hafa aðallega komið úr fjöllunum
austan megin dalsins. Eru gamlar
gosstöðvar í Grafheiði, neðst í Þór-
arinsdal, í Rauðukúlu og sennilega
er svonefnd Fjártapsgjá í Svörtu-
tindum gömul gossprunga. Allt er
þetta apalhraun, ógurlega úfið og
illt yfirferðar og með gínandi
sprungum og djúpum gjótum. Hef
eg hvergi séð önnur eins kynstur
af kynjamyndum, eins og fram
koma í þessu hrauni og fjöllunum
þar um kring. Þar má líta ægileg
nátttröll kagandi í hlíðum, skrið-
dýr og skoffín, hafstramba og hlé-
barða, rostunga og refkeilur, fugla
og finngalkn, margygi og mam-
múta, eðlur og umskiftinga, dreka
og dverga, hrímþursa og mennska
menn.
Stór landspjöll hafa orðið að
uppblæstri í miðjum dalnum fyrir
neðan og norðan Hróbjörg. Er það
léttur og dökkleitur vikur sem fýk-
ur og sverfur landið og breytir
grónum grundum í svartan sand.
En nú er byrjað á að hefta þessi
landspjöll með sandgræðslu. Var
sandfaxi sáð þar í stóra skák í vor
og mátti nú frá veginum sjá þar
íðgrænan blett og fagran í svartri
auðninni.
Vegurinn frá Staðarhrauni að
Hítardal er fremur mjór, en sæmi-
legúr yíirferðar. Þar eru tveir bæir
á milli, Múlasel og Helgastaðir. Hjá
Helgastöðum var fyrrum ölkelda,
en hún var eyðilögð fyrir löngu af
handvömm. Hjá Rauðukúlu á einn-
ig að vera ölkelda og er mælt að
fyr á öldum hafi verið bragðmikið
vatn úr henni. í Konungsskuggsjá
er talað um Hítardalsölkeldu og
sagt að hún sé bezta ölkeldan á
Islandi, vatn hennar sé jafn kraft-
mikið og munngát og verði menn
ölvaðir af því, ef þeir drekki mikið.
Einhver dularmáttur átti að fylgja
þessari keldu, því að ekki mátti
byggja yfir hana, en væri það gert,
þá ílutti hún sig og kom upp aftur
utan við húsið. Talið er að lýsing
þessi geti ekki átt við ölkeldurnar
í Hítardal, heldur muni átt við
Rauðamelsölkelduna, sem jafnan
hefur verið talin bezta ölkelda á
íslandi, en höfundir.um hefur þó
verið kunnugt um að til var ölkelda
í Hítardal.
Við steínum beint á Húsafell,
sem nú er alltaf kallað Bæaríell.
Tilsýndar hafði það virzt marglitt,
en dökknar alltaf er nær kemur og
þá ber við loft stróka og strýtur
upp úr því, er setja á það afar ein-
kennilegan svip. — Undir fellinu
stendur bærinn Hítardalur, hvítt
steinhús á grænu og sléttu víð-
feðma túni. Svörtu og rauðbrúnu
litirnir í fellinu, snjóhvítt húsið,
sem sólin glampar á og breið græn
spildar neðst, fer vel saman undir
heiðbláum himni.
---
Þórhaddur sonur Steins mjög-
siglanda, er nam Skógarströnd,
nam allan Hítardal og telja menn
að hann hafi byggt þarna undir
fellinu. Bersi goðlaus, afi Bjarnar
Hítdælakappa, hafði numið Langa-
vatnsdal og reist þar bú, en svo
Veðurbarðir strókar í Bæarfelli. Hæð-
ina má sjá af samanburði við stúlkuna
er stendur í skriðunni.