Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
kvæntist hann Þórdísi dóttur Þór-
hadds í Hítardal og fekk með henni
Hólmslönd og fór þá byggðum
þangað, „en átti annað bú í Langa-
vatnsdal langa ævi.“ — í Hítardal
bjuggu niðjar Þórhadds mann fram
af manni og urðu auðsælir. Nafn-
kunnastur þeirra er Þorleifur
beiskaldi, höíðingi mikill á Sturl-
ungaöld.
Haustið 1148 kom Magnús biskup
Einarsson úr yfirreið um Vest-
fjörðu með fjölmenni til Hítardals
og tók þar gistingu. Þorleifur tók
þeim með hinni mestu rausn. Var
þar skáli stór og í honum var öll-
um búin veízla og var drukkið fast.
En er allir voru ölvaðir orðnir kom
upp eldur í skálanum. Þetta var um
náttmál. Varð eigi komizt út um
dyrnar vegna eldsins. Þá var tekið
það ráð að brjóta gat á skálann að
baki biskupi, og voru nokkrir
menn dregnir þar út með snar-
leik. „Vildu menn að biskup hefði
þar út farið, en hann sagði að sér
hæfði eigi að rýma sitt sæti, því
þetta væri guðs vilji.“ Brann hann
svo inni og með honum 70—80
manns. (Konungsannáll segir að
þeir hafi verið 72, Lögmannsannáll
74, en Hungurvaka segir að þeir
hafi verið 82). Er þetta hið stór-
kostlegasta slys, sem orðið hefur af
eldi hér á landi. Þarna brann inni
Tjörvi prestur Böðvarsson, er alltaf
hafði þjónað biskupi, og 7 prestar
aðrir og allir göfugir. En Þorleifur
bjargaðist út úr eldinum og lifði
lengi eftir þetta (d. 1200).
Fram á þessa öld var vallgróin
og forn tópt austan við bæinn í
Hítardal og fylgdu henni þau
munnmæli, að þar hefði staðið
skálinn mikli, sem brann, og hefði
aldrei verið byggður upp. Nú eru
öll ummerki þessa hoi^in, hefur
verið sléttað yfir tóptina.
— "5W----
Lítið vinfengi var með þeim Þor-
leifi beiskalda og Hvamm-Sturlu,
% 425
Kynjamyndir í efstu egrgjum Bæarfells
því að Þorleifur veitti Einari Þor-
gilssyni að málum. Um óvild þeirra
eru tvær skemmtilegar smásögur í
Sturlungu.
Eitt sinn komu þeir Þorleifur og
Einar stefnuför í Hvamm. „Sturla
kvað Þorleif hafa jafnan stórræði
fyrir henc(j, þótt ekki mætti við það
jafnast, er hann brenndi inni
Magnús biskup í Hítardal, en var
sjálfur dreginn grátandi út úr eld-
inum. Þorleifur svarar: Engum
munu þau tíðindi verri þykja en
mér, en eigi erum við enn þaðan
komnir, að það sé víst, að sá hafi
betur, er einkis þykir um þau tíð-
indi vert.... En þess vilnumst eg,
að færri gangi höfuðlausir fyrir
mig á dómsdegi, en fyrir þig, er þú
hlærð nú að glæpurp þínum.“
Nokkuru síðar gekk landfarsótt.
Næturgestur kom í Hvamm og
spurði Sturla hann margs og meðal
annars hvort hann hefði komið í
Iiítardal. Jú, hann hafði þar komið.
„Hversu mátti Þorleiíur?“ segir
Sturla. „Því var betur að hann
mátti vel,“ segir ferðamaður. „Já,“
segir Sturla, „svo má vera, því að
allar kvalir munu honum sparaðar
til annars heims.“
Gestur þessi fór síðan vestur á
fjörðu og kom ekki aftur fyr en um
haustið og gisti þá í Hítardal. Þor-
leifur spurði hvort hann hefði
komið í Hvamm og hvernig Sturlu
liði. „Vel mátti hann,“ segir ferða-
maður, „er eg fór vestur, en nú lá
hann er eg fór vestan og var mjög
tekinn.“ „Svo mun vera,“ segir
Þorleifur, „hann mun nú hafa illt,
en hálfu verra síðar.“
■ Þess er getið, að ferðamaður
þessi hafi verið sumrungur (kaupa-
maður) og má af því ráða að hann
hafi verið talinn heldur lítilmót-
legur. En hann hefur þó haft þá
greind og kímnigáfu, er löngum
hefur einkennt þá íslendinga er
bezt kunna að segja frá smáatvik-
um. Og að þessi saga hans hafi þá
þegar þótt skemmtileg, sést bezt á
því að höfundur Sturlusögu skuli
hafa haldið henni til haga. —
Þorleifur beiskaldi var. höfðingi
mikill, sem áður er sagt. Má meðal
annars marka það á því, að hann
var einn af þeim höfðingjum, er
Páll biskup kvaddi í Skálholt til
þess að vera við er bein Þorláks
biskups helga voru tekin upp 20.
júlí 1198. Þá hefur Þorleifur verið
gamall maður og andaðist tveimur
árum seinna.
Til er þjóðsaga um það hvernig
ævi Þorleifs hafi lokið. Segir þar
frá því að hann hafi átt svo margar
kýr, að enginn ketill fekkst nógu
stór til þess að taka alla nýmjólkina
úr þeim. Einu sinni kom svo ó-
kenndúr maður til Þorleifs með
nógu stóran ketil og setti ekki ann-