Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Síða 10
5fl0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS miljón Sikha og Hindúa flýðu úr Pakistan, en 6% miljón Múha- medsmanna flýðu frá Indlandi inn i P-’kistan. Þetta var í s.iálfu sér nógu er-itt. vandamál, en burtför Hindúanna setti hár allt á annan endann. Svo að segja hver einasti starfsmaður við rafmagnsstöðina í Lahore, var Hindúi. Og hið sama gilti um aðrar stofnanir, svo sem vatnsveitur, járnbrautir, verk- smiðjur og fjármálastofnanir. Allir hinir reyndu og faglærðu menn við þessar stofnanir fóru úr landi samtímis, og það var ekki annað sýnna en allt lenti í ólestri og öng- þveiti. En þá skeði kraftaverkið, kraftaverk gert af mönnum. Þessar stofnanir urðu að starfa. annars gat Pakistan ekki staðizt. Og þær störfuðu áfram. Við þeim tóku ólærðir en dyggir menn, sem áð- ur höfðu gegnt þar lítilsháttar störfum. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Og svo fór hér. Verkamaður hjá rafmagnsstöðinni kom til yfirvaldanna, þegar allir hinir faglærðu menn voru flúnir þaðan. — Ég held að ég geti séð um að rafstöðin stöð\nst ekki, sagði h,»on oCT ■'rfi'n7Ö1din sögðu honum að re-»ma. Hann revndi og rafstöð- in stöðvaðist ekki einn dag. Hið sama skeði í öðrum fvrirtækium um landið þvert og endlangt. Þetta var kraftaverk — og það gerðu menn, sem áður höfðu verið lítils virtir. Þeir björguðu þjóðinni.- ■^C Konumar voru með Karlmennirnir voru ekki einir um að bjarga landinu. Konurnar voru með. Um margar aldir höfðu þær lifað einangraðar og máttu alls ekki skifta sér af opinberum málum. En á þessum reynslu- tíma, þegar engir voru til þess að hjálpa flóttamönnum og hjúkra særðum og sjúkum, þá köstuðu konurnar í Pakistan andlitsskýlum sínum og gengu fram til að hjálpa þjóðinni. — Við báðum þær að koma og þær komu þúsundum saman, sagði ekkja Liaquat Ali Khan við okk- ur. Konurnar í Pakistan skildu á þessari örlagastund að þær höfðu hlutverki að gegna fyrir land sitt og þjóð. Og þær hafa ekki gleymt •því síðan. Frú Liaquat stofnaði allsherjar- samband kvenna í Pakistan og nú er það einhver merkasti félags- skapur í landinu. Það er stofnað til þess að auka menntun kvenna, koma á félagslegum umbótum og heimta jafnrétti fyrir konur og sæti á þingum. — Þegar konan er menntuð, þá menntast öll fjölskyldan, sagði frú Liaquat. Seinustu þrjú árin hafa konur tekið sæti í héraðsstjórnum og á lögþingum. Og kona hefir verið forseti þjóðþingsins. En vegna gamalla fordóma reyn- ist erfitt að losa kvenþjóðina við slæðuna og úr einangrun. Það er forn venja að konur megi ekki láta sjá sig og margir halda fast við þá kröfu. Þess vegna er það að tvær konur, sem kosnar hafa verið á eitt fylkisþingið, hafa ekki þorað að kasta slæðunni, en sitja með hana á þinginu, svo að allt andlit þeirra er hulið, nema að- eins augun. 'fc Frá Karachi til eyðimarka Karachi, höfuðborgin, er nokk- urs konar spegilmynd af Pakistan. Hún er í uppgangi, breytist dags daglega og þar eru saman komnir menn af öllum þeim þjóðflokkum, sem landið byggja. Á þessum fimm árum, sem liðin eru síðan landið fekk fullveldi, hefir borgarbúum fjölgað úr 300.000 í 1.200.000. Hundruð nýrra bygginga þjóta þar upp. En húsnæðisskorturinn er svo mikill að stundum búa tvær eða þrjár fjölskyldur saman. Og um- hverfis borgina er allt þakið af kofum, sem gerðir eru úr hálmi og leir. Þar hafast flóttamenn við og eiga ekki sjö dagana sæla. Frá Karachi fórum við með járnbrautarlest norður til Balu- chistan. Það er eyðimerkurland. Það er sjöttungur alls ríkisins að stærð, en þó býr þar tæplega ein milljón manna. Úr lestinni að sjá var því líkast að við værum kom- in til tunglsins. Þar voru sandar og klettar, nakin fjöll og melar. En höfuðborgin Quetta er lit- auðg og iðandi af lífi. Hún er í 5500 feta hæð yfir sjávarmál og um- kringd hrikalegum fjöllum. Árið 1935 kom þar ógurlegur jarð- skjálfti, sem lagði borgina í rústir og 24.000 manna fórust þar. Nú hefir borgin verið byggð upp og eru húsin úr steini og einlyft. Seint í febrúar fórum við svo þaðan til Sibi, vetrarhöfuðborgar Baluchistan, en þangað er hundrað mílna leið. Alls staðar var ferða- fólk á leiðinni, með allan farang- ur sinn og búslóð á úlföldum. Beit- arlönd þeirra eru hjá Sibi á vet- urna, en á vorin flytjast þeir svo norður til sumarhaganna, og verða þá sumir að ferðast 200 mílur með fjölskyldur sínar og fénað. Á einhverjum stað hittum við fjölskyldu, sem hafði valið sér næturstað og slegið tjöldum. Við höfðum svefnpoka með okkur og spurðum hvort við mættum gista hjá þeim gegn því að sjá okkur sjálf fyrir mat. — Ykkur er velkomið að vera hér hjá okkur í nótt, sagði bónd- inn. En það kemur ekki til mála að þið fæðið ykkur sjálf. Hér í eyðimörkinni er ferðamaður ætíð velkominn gestur. Þeir voru af Braui þjóðflokkn- um. Allir voru þeir vopnaðir fram- hlöðnum byssum og höfðu íbjúg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.