Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 593 IJr lífi alþýðtifinar Líf lagt í hættu (Sögn Stefáns Filippussonar). EINN veturinn, sem ég var í Brúnavík við Borgarfjörð eystra, voru óhemju harðindi, sífelldar stórhríðar og fannfergi með mesta móti. Var nú liðið að páskum og var ekki hátíðarlegt. Verst af öllu var það, að allir voru orðnir kaffi- lausir og þoldu menn það misjafnt. En tilhugsunin að hafa ekkert kaffi á sjálfri páskahátíðinni, var hér um bil óbærileg. Ekkert kaffi var fáanlegt í verslimum á Borgar- firði og var því ekki um annað að gera en brjótast til Seyðisfjarðar, en þangað mátti heita algjörlega ófært vegna fannkyngi og illviðra. Ég gat ekki hugsað mér að vera kaffilaus um páskana og vildi því fá einhvern duglegan og áræðinn mann með mér til Seyðisfjarðar. Varð til þess Þorgeir Sigurðsson, bróðir Lukku konu Sigurðar bróð- ur míns. — Þorgeir á nú heima í Reykjavík. Við lögðum á stað á skíðum og var þyngsla færð. Fórum við upp úr Brúnavík yfir Hvalvíkur-eggjar, fyrir botn Hvalsvíkur og Kjóls- víkur og þaðan yfir í Breiðavík. Var þreifandi þoka á og illt að rata, en sæmilega gekk okkur. Þó vor- um við orðnir þreyttir er við kom- um í Breiðavík og hlökkuðum til að hvíla okkur þar. Þá bjó að Hvannstóði í Breiða- vík maður er Hallgrímur hét og var kallaður hinn harði. Átti hann það nafn skilið, því að hann var hinn mesti þrekmaður og hörkutól. Skulu hér sagðar tvær sögur af honum til sönnunar. til að ná í kaffi Þegar hann var á bezta aldri varð hann fyrir því óhappi að hann kól mikið á fótum, svo að hann missti allar tærnar. Ekki vildi hann láta vitja læknis, heldur lofaði tán- um að grotna af sér. Einu sinni kom maður að honum þar sem hann sat og var að klípa af sér táaræksnin með naglbít. Síðan lét hann tík sleikja sárin og hvorki gróf í þeim né hljóp í þau blóð- eitrun, og greri smám saman fyrir stúfana. Öðru sinni var það, eftir að hann fluttist að Hvannstóði, að byssu- hlaup sprakk í höndum hans. Tætt- ist önnur höndin að miklu leyti í sundur, en einn fingurinn hekk við á taug. Var sagt að Hallgrímur hefði slitið hann af eða skorið. Þá var enginn læknir í Borgarfirði og leið alllangur tími þangað til hægt var að ná í lækni, líklega nokkrir dagar. Hallgrímur gat ekki sofið fyrir kvölum og meðan hann beið eftir lækninum gekk hann alltaf um gólf og kvað rímur. Sárið hafð- ist illa við og gróf í upp fyrir ulflið. Varð læknir að skera í þetta og grufla í sárunum með ýmsum verk- færum. Ekki var deyft, og heyrði ég sagt að læknir hefði undrazt hreysti Hallgríms, því að aldrei kveinkaði hann sér né hreyfði sig hið minnsta, og hefur þó aðgerðin verið sár. Hallgrímur hafði ráðskonu, sem var bæði stór og sterk og hinn mesti dugnaðarforkur. Einu sinni kom maður að Hvannstóði til að vitja um Hallgrím áður en hann var gróinn sára sinna. Þetta var um vetur og gekk að með blindbyl. Þegar maðurinn nálgaðist bæinn, sá hann eitthvað kvikt, en var lengi að átta sig á hvort þar væri maður eða einhver forynja. Þetta var þá ráðskona Hallgríms. Var hún að ná saman kindunum og hafði búið sig vel út í hríðina. Hún hafði farið í föt af Hallgrími, en vegna þess að hann var fremur grannur maður, náðu buxurnar alls ekki utan um konuna. Hafði hún sett langa færilykkju í buxna- strenginn, en til þess að buxurnar skyldi ekki gapa hastarlega, hafði hún hvolft stórum sjóhatti framan á magann. Börðin hafði hún girt undir buxurnar, en kollurinn á hattinum stóð fram úr klaufinni. Á höfði hafði hún stóra prjóna- hettu og sjóhatt þar ofan á, og þótti komumanni þetta fáránlegur bún- ingur. Nú er að segja frá því er við Þorgeir komum að Hvannstóði. Þá stóð svo á að þau Hallgrímur og ráðskonan voru að moka fjósið. Hafði það ekki verið mokað lengi, en nú hafði hlaupið vatn í það og varð að koma út í einu vatninu og mykjunni, en þegar þetta hrærðist saman, varð úr því þunnt lap, sem ekki tolldi á skóflu. Höfðu þau tekið það fangaráð að skola þessu fram öll göng og út á hlað. Göngin voru víst 6—7 faðma löng og dyr úr þeim til beggja handa inn í bað- stofu og eldhús. Leizt okkur ekki á, er við komum að bænum, því að fyrir dyrum úti breiddi mykju- eðjan úr sér eins og hraúnflóð, og göngin með öllu ófær. Þau Hallgrímur og ráðskona hans voru hvort öðru gestrisnara og var ekki við annað komandi en að við kæmum inn og þægjum góðgerðir. Voru nú dregnar að spýtur og með þeim brúuð fyrst eðjan á hlaðinu og síðan voru spýt- ur lagðar inn öll göng að baðstofu- dyrum. Þetta gekk nú allt vel og svo lögðum við út á þessa brú. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.