Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1952, Page 15
LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS 595 AMERÍSKAR KÍMNISÖGUR starfa, eða svo mun sumum finn- ast er þcir lesa þessa frásögn hennar: „Ég fer á fætur klukkan að ganga sex á hverjum morgni, mjólka 3—5 kýr, skil mjólkina, fóðra kálfana, þvæ klápana, tek til í húsinu og geri hreint í fimm her- bergjum, elda miðdegismat handa fimm manns eða fleirum, og hjálpa manninum mínum eftir því sem ég get á ökrunum. Auk þess kenni ég hljómlist og við dóttir mín höfum 15 nemendur samtals. Við höfum ekki rafmagn og vatnið verður að sækja langa leið og bera það upp brekku. Eldsneyt- ið cr brenni. Það cr því lítill tími afgangs hjá mér til þess að skriía, enda þótt börnin og maðurinn hjálpi mér eins og þau geta. Ég get aldrei sezt við að skrifa fyrr en á síðkvöldum og þá er ég stund- um svo þreytt að ég missi efnið úr höndunum á mér út í veður og vind. Mig langar til þess að semja lög við kvæðin mín og heíi gert tilraun um það“. Nýlega eru komin út lög við þrjú kvæði hennar, tvö eru sam- in af A1 Terry í Hollywood, en eitt hefir hún samið sjálf. Þau hjónin eiga þrjú börn, Fay 17 ára, Bryan 15 ára og Ronald 13 ára. Eru þau öll í skóla. En fjöl- skyldan verður að vinna baki brotnu, ekki sízt vegna þess, að þau liafa orðið fyrir óhöppum með uppskeruna. í hitti i'yrra eyðilagð- ist uppskeran af frosti og í fyrra að miklu leyli af snjó. Er mörg búmannsraumn þar eins og hér. Heimili þeirra er skammt frá Sex- smith í Peach River County í Al- bertafylki. Sexsmith er lítið þorp (íbúar um 300) og er enn nokkur írumbýlingsbragur á þvi og bænda býiunum þar í grennd. ★ 4r 5W ★ * FAÐIR minn var um langt skeið afgreiðslumaður skipa, og í skrif- stofu hans söfnuðust oft saman hafnsögumenn, skipstjórar, stýri- menn og vélstjórar, og þá voru sagðar margar sögur. Ég var þá lítill, en ég man enn eftir því eins og það hafi skeð í gær, að eitt kvöld sátu þar margir menn .og talið barst að ösnum. Einhver hélt því fram að asninn væri heimskur. En þá greip annar fram í: — Leggið engan trúnað á þeíta, sagði hann. Asninn er vitrari en hestar yfirleitt. Og eitt liefur asn- inn algjörlega fram yfir hestinn, hann hefur ímyndunarafl. Og nú skal ég segja ykkur sögu af því. Það var fyrir fjörutíu árum og ég átti þá heima hjá frænda mín- um, sem var bóndi hjá Tennessee ánni. Hann átti gamlan asna og asninn var látinn ganga í girðingu. En innan þessarar girðingar var bjálkakofi fullur af maís. Nú var það um miðjan júlí, að ógurleg hitabylgja fór yfir landið. Hitinn komst upp í 60 stig í skugganum og svona hélzt hann dag eftir dag og viku eftir viku. í þriðju vikunni kom heitasti dagurinn og þá kveikti sólin blátt áfram í spónþakinu á bjálkakofanum og allt kornið fuðr- aði upp, en hvít askan af því dreifð- ist þriggja feta þykk yfir allt hið afgirta svæði. Þá hélt asninn að þetta væri snjór og hann lagðist í snjóinn til þess að kæia sig og þar kól hann til bana. __ |M _ MILLJÓNAMÆRINGUR nokkur, sem hafði verið ákaflega aðsjáll um dagana og ekki hugsað um neitt nema peninga, var nýlátinn. Hann kom að dyrum himnaríkis og barði á gullna hhðið. Sankti Pétur opn- dð; millj ónamænngurinn bað hann að hleypa sér inn. Sankti Pétur kallaði á erkiengilinn Gabrí- el til skrafs og ráðagerða. — Við höfum heyrt þín getið, sögðu þeir. Við höfum heyrt að þú hafir verið óskaplega ríkur. En hef- urðu gert nokkur góðverk? Leit- aðu nú vel í hugskoti þínu, hvort þú hefur ekki gert eitthvað í lif- anda lífi, svo að þú hafir rétt til þess að koma inn í himnaríki. Það er nóg að þú bendir á eitt góðverk, því að nú eru það lög að eitt ein- asta góðverk nægir til þess að menn íái að koma hér inn. Auðkýfingurinn hugsaði sig lengi um. Seinast sagði hann: — Það er eitt atvik, sem ég hef jafnan verið mjög stoltur af. Ég var einu sinni á gangi á götu seint uin kvöld í brunafrosti og rakst þá á lítinn blaðsöludreng, sem var há- grátandi. Ég spurði hvað að honum gengi, og hann sagðist ekki geta selt blöðin sín. Þá keypti ég eitt blað af honum, það kostaði ekki nema eitt cent, en ég borgaði lion- um þrjú cent. — Bíddu snöggvast við, sagði Sankti Pétur, við þuri'um að að- gæta hvort þetta stendur í höfuð- bókinni. Gabriel fletti upp í bókinni. Jú, þetta stóð. þar. Svo fóru þeir Pétur að tala saman í hálfum hljóðum og það var eins og þeim kæmi ekki saman. Að lokum skellti Gabríel stóru bókinni aftur og mælti ön- ugur: — Endurgreiddu honum þessi þrjú cent og segðu honum svo að fara norður og niður. __ III _ FRÓFESSOR nokkur kom í fyrsta smni til Yellowstone Park, þar sem er griðland allra dýra. Hann lang- aði mjög til að kynnast skaplyndi J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.