Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Qupperneq 1
28. tbl. Sunnudagur 19. júlí 1953 XXVIII. árg. Eggert Magnússon; Endunniniiingtir frá Afríku Höfundur þessarar greinar, Eggert Magnússon að Engjabæ við Reykjavík, er lesendum að góðu kunnur áður fyrir greinar, um ævintýraleg ferðalög sín. í Jóla-Lesbók 1950 sagði hann frá veru sinni í Gambíu í Mið-Afríku og lýsti þar landi og háttum. Hér kemur nú grein til viðbótar þeirri frásögn og segir frá nokkrum ævintýrum, sem hann lenti í þar. DÚDÚSEN var ættaður frá Bissa- gos-eyum, sem teljast til portu- gölsku Afríku. Sagt er að Kartagó- maðurinn Hanno hafi fundið eyar þessar fyrstur manna árið 480. Hann gekk þar á land með mönn- um sínum og hittu þeir þar fyrir kafloðna menn, sem voru algjör- lega viltir og bitu frá sér eins og óargadýr þegar þeir Hanno reyndu að hanasama þá. Það var nú reynd- ar ekki undarlegt, því að þetta voru Gorilla-apar. Dúdúsen var mjög svipaður Gorilla, ákaflega herðabreiður og hálsstuttur, og kom þetta bezt i Ijós þegar hann sat og horft var á baksvipinn á honum. Hann var ramur að afli og kunni lítt að hræð -ast. Báru því allir óttablandna virðingu fyrir honum, því að það var einkis eins manns færi að fást við hann. Hann var alltaf kallaður vaktari, vegna þess að hann helt vörð um veiðarfæri og útgerðarvörur, sem geymt var, bæði í tjaldi hjá Gunjur og í flugskála hjá Yundum. Auk þess átti hann að saga niður sterk- ar bambusstengur og laga þær þannig til að hægt væri að nota þær við túnfisk-veiðarnar. Þessar stengur voru bundnar þrjár og þrjár á borðstokka bátsins og voru endarnir, er inn í bátinn sneru, festir við sterka gorma, sem gáfu eftir þegar túnfiskarnir byrjuðu átökin. Á ytri endunum er 18 faðma langur taumur og sérstakur túnfisköngull á endanum. Þessi veiðiaðferð var tekin upp þegar herpinótarveiði hafði mistekist, 3' » 5 S r/ to to ii, ^ q £,* < o* > a, ' Xr fc O- & 2 t) n: S S:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.