Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 1
FSfÆPA G I S L 1 átti í þrjátíu ára striði við kirkju- stjórnina og var tvívegis bannfærður ÞAR SEM VÉR höfum fengið vitneskju um, að á Voru landi, íslandi, sé margir forhertir og harðsvíraðir menn, sem láta sér sæma að skeyta lítt eða ekki um áminningar prestanná og kirkjusiðina, en slíku virðingarleysi verður að refsa harðlega, þá biðjum Vér yður að brýna það alvarlega fyrir sýslumönnum í Voru nafni, að þeir j'efsi á við- eigandi hátt þeim óguðlegu mönnum, er gera sig. seka um slíkt, öðr- um til viðvörunar. Þar með skeður Vor vilji. (Konungsbréf Friðriks III., til Henrik Bjelke, dags. 3. maí 1650). ¥ ÞJÓÐSÖGUM Jóns Árnasonar segir, að þegar séra Snorri Björnsson (síðar á Húsafelli) var prestur í Aðalvík um miðja 18. öld, voru „sumir bændur (á Ströndum) svo fornir í skapi að þeir sóttu hvorki kirkju né helgar tíðir; komu þeir saman að Hombjargi og af- leysti þar hver annan einu sinni á ári. Voru það þá skriftamál þeirra: „Ég er eins og ég var í fyrra, og engu betri.“ Miklar sögur ganga og um að séra Snorri hafi átt í brösum við þá, og sé nokkuð hæft í þeim sögum, þá hafa Hornstrend- ingar verið sjálfstæðari í hugsun en aðrir, því að mikinn kjark þurfti þá til þess að rísa upp gegn boðum kirkjunnar. Um það segir dr. Páll E. Ólason svo í ritgerð um Jón Guðmundsson , lærða (Safn V.): „Þeir menn allir, er nokkuð hvörfluðu frá kenningum kirkj- unnar eða fór sinna ferða um skoð- anir, urðu fyrir ofsóknum ef þeir létu skoðanir sínar uppi. Telja má að þetta ástand heldist hér á ís- landi lengi fram eftir 18. öld, svo vart dirfðist nokkur maður að gera nokkuð uppskátt um hugsanir sín- ar, þær, er ætla mætti, að riði í bág við kirkjuna; vera má og, að fáir hafi fundið innri hvöt til þess. Yfirleitt ber ekki á trúarskoðunum manna hér á landi á 17. öld og fram' eftir 18. öld. í þeim efnum varast menn að láta uppi aðrar skoðanir en þær, sem lög kirkjunnar mæltu fyrir um, enda voru mönnum of- sóknir vísar ella. Ekki mátti við því búast, að óbreyttir alþýðumenn hefðu hug eða hugsun til þess að birta skoðanir sínar, ef í bág riðu við kirkjuna. Það mun mega telj- ast einsdæmi á þessum öldum, að bóndi nokkur, er Gísli hét og bjó á Rauðalæk í Holtum, þverneitaði með öllu að fara til altaris, svo sem lög kirkjunnar sögðu fyrir um“. Frá þessum manni skal nú sagt hér nokkuru nánar og stríði hans við kirkjuvöldin í 30 ár. /"''ÍSLI var Ólafsson og mun hafa ^ verið fæddur um 1660. Hann var kallaður Fræða-Gísli og bendir það til þess að hann hafi ástundað að afla sér þekkingar og hefir ef til vill komist yfir einhverjar er- lendar bækur um heimspekileg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.