Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 383 3. maí 1650. Þessi dómur var bor- inn undir prestastefnu á Þingvöll- um þá um sumarið og var þar staðfestur, en Gísla þó gefinn árs- frestur til þess að áfrýa honum. Gísli lét þetta allt sem vind um eyrun þjóta, enda varð ekkert úr því að þessi hótun yrði fram- kvæmd. Honum var aðeins birtur dómurinn og látið þar við sitja, nema hvað sóknarprestur og pró- fastur voru alltaf öðru hvoru að áminna hann næstu árin, og auk þess biðja fyrir honum á prédik- unarstóli. Jóni biskupi Vídalín leiddist þóf þetta, en vissi ekki hvernig hann ætti úr því að greiða. Kirkjan gat refsað mönnum með því að setja þá út af sakramenti, en þegar þeir höfðu sjálfir sett sig út af sakra- menti, vildu ekkí hlýða aga kirkj- unnar og hræddust ekki refsingar sýslumanna, þá var ekki hægt að ná sér niðri á þeim nema sam- kvæmt Norsku lögum (II., 9. kap. 11. gr.) en þar var svo ákveðið: „Þar sem öll soddan áminning og ströffun vill ennú ekkert hjálpa, en verður framvegis foragtað, þá skal sóknarpresturinn, eftir það hann hefir ráðfært sig við prófast og biskup, lýsa þrjá sunnudaga til banns, og þar fyrir utan títt og oft áður gera bæn af prédikunarstóln- um og áminningu fyrir sömu per- sónu. En ef engin þekkjanleg betr- un fram kemur ímidlertíð, þá skal presturinn síðan með nafni útilykja sömu persónu af guðs söfnuði og samkvæmi og brúka þann mata, sem í ritualnum finnst. — Sá, sem bannsettur er, má ei meðtakast til kvöldmáltíðarinnar sakramentis, ei heldur vera skírnarvitni, ei hetd- ur innbjóðast eða koma til nokk- urs heiðaxlegs samkvæmis, fyr en hann forlíkar sig við guð og hans heilaga sofr*uð aftur opinþerlega (12. gf.) ííoijum má leyfast #ð feeyra guðs orð í kirkiunni, bó skal hann hafa sérdeilis stað út af fyrir sig (14. gr.) — Ef hann innan árs og dags ekki innplantar sig aftur í guðs söfnuð með opinberri játn- ingu og fyrirgefningarbón, þá skal stefna honum fyrir amtmanninn og biskupinn, og afhenda hann með dómi sínu yfirvaldi, og síðan burt vísa úr kóngsins löndum og ríkjum (15. gr.) — Deyi nokkur bannsett- ur, sem ekki hefir verið afleystur opinberlega í kirkju eða á sinni sóttarsæng, þá má hann ekki jarð- ast í kirkju né kirkjugarði (19. gr.)“ Jóni biskupi Vídalín hefir þótt það hart aðgöngu að beita bann- færingu. Sést það á bréfi, sem hann skrifar stiftamtmanpi 1715. Segir hann þar fyrst frá því að Gísli hafi í tíu ár sniðgengið kirkjuna, ekki sinnt neinum aðvörunum né for- tölum og ekki heldur skipast við það þótt sýslumaður hafi hótað honum kæru. Það er Ijóst, sam- kvæmt Norsku lögum, segir hann, hvað gera ætti við Gísla. Þessi maður hefur fullar gáfur, en enda þótt hann sé efnaður og eigi nokk- uð í þeirri jörð, sem hann býr á, þá hefir hann engar tíundir gold- ið. En bannfæring hefir ekki skeð hér í 100 ár og ekki heldur í Dan- mörku né Noregi, og er ég því í miklum vafa um hvað gera skal. Hann gerði heldur ekkert í mál- inu næstu fimm árin. Á þessum tíma hafa prestarnir verið að á- minna Gísla öðru hvoru. Séra Einar Magnússon andaðist 1716, eins og fyr er sagt og tók þá við aðstoðarprestur hans séra Illugi Jónsson frá Fellsmúla og þjónaði Holtsþingum um þriggja ára skeið, en þegar hann fór það- an 1719, kom að prestakallinu séra Barður Jónsson bróðir hans. Hefir Gísli ekkert breytt háttum sínum þótt prestaskifti yrði, og umvand- anir þeirra þraeðranna höfðu ekki meiri áhrif á hann heldur en á- minningar séra Einars. Fór hann síu fram sem áður. Svo var það hinn 12. júní 1720 að Jón biskup Vídalín lætur sjö presta dóm fjalla um mál hans í Skálholti. Voru í þeim dómi séra Þorleifur Arason á Breiðabólstað í Fljótshlíð, er síðar varð pró- fastur í Rangárþingi, séra Ólafur Gíslason kirkjuprestur í Skálholti og síðar biskup, séra Eiríkur Odds- son frá Fitjum, prestur að Hrepp- hólum, séra Gísli Erlendsson á Ólafsvöllum, séra Illugi Jónsson, sem þá var orðinn prestur að Mos- íelli í Grímsnesi og sóknarprestur Gísla séra Bárður Jónsson. Þessi prestadómur tók fyrir mál hans frá upphafi og kom það þar fram að amtmaður hefði falið Há- koni Hannessyni sýslumanni að að- vara Gísla og setja honum úrslita- kosti: að annaðhvortauðmýktihann sig og beygði sig undir aga kirkj- unnar, eða hann yrði gerður land- rækur. Hafði Gísla orðið á munni er hann heyrði að amtmaður væri farinn að skifta sér af málinu: „Hver hefir nú logið að hon- um?“ Fannst það og á að honum þótti sem mál sitt ætti að koma undir biskup en ekki amtmann, því að hann sagði: „Hvers vegna kom biskupinn ekki heim til mín í haust, þegar hann reið hjá garði? Hann hefði verið velkominn“. En er honum var sagt að hann ætti einkis annars úrkosta en sækja kirkju sína, þá hafði haim sagt: „Ég skal koma þangað ef ei rign- ir eldinum“. Mætti af því ráða að honum hafi fundizt nóg um hvernig prestarnir ógnuðu mönnum með kvalastaðnum. Prestarnir gátu ekki séð að Gísli hefði neina afsökun á fram- feröi sínu, en samt varð dómsorð heirra 4 þeP.sa leið: „Með bví oss er ei allljóst að hon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.