Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Síða 5
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
385
Bannfæringin
— Þar sem Kristur heíir falið
kirkju sinni hér á jörð hina réttu
himnaríkislykla og gefið henni það
vald, að allt sem hún bindur hér á
jörð skal á himnum bundið vera,
og allt sem hún leysir hér á jörð,
skal á himnum leyst verða, og eftir
upprísu sína lýst yfir því að þeim,
sem kirkjan fyrirgefur syndirnar
skuli þeim verða fyrirgefnar, en
þeir, sem dærndir eru til syndar-
innar skuli og í syndinni vera, þá
hefir og einnig hinn heilagi guðs
maður, Páll postuli, hvattur þar til
af sama guðs anda, strengilega og
alvarlega fyrirskipað, að þeir sem
syngda opinberlega skuli og opin-
berlega straffaðir verða, svo að
menn gæti sín og hið illa verði út
rekið úr söfnuðunum. Það er • því
nauðsynlegt að vér í þessum söfn-
uði höldum dyggilega uppi þessum
myndugleika kirkjunnar, guði til
dýrðar, syndurunum til afturhvarfs
og söfnuðinum til góðrar uppbygg-
ingar.
Og þar sem hér í þessum söfnuði
er nú sá mikli og hneikslanlegi
syndari, Gísh Ólafsson, sem hefir
vanvirt boð kirkjunnar, þá ber oss
sem kristnum möimum aö utrýma
þessu súrdeigi og hrekja frá oss
þennan hneikslanlega syndara, svo
að hann skuli eigi lengur með synd
sinni hneiksla eða gjörspilia öllum
söínuðinum og koma yfir oss guðs
réttlátri reiði, sjálfum sér til enn
stærri reísingar og fordæmingar.
Og þar sem ég efast ekki um að
þér öll, sem eruð sannkristnar
manneskjur, séuð mér sammála
um þetta, eftir því sem segir í guðs
orði um slíkan djöfullegan verkn-
að og fúlustu andstygð, þá vil ég
nú í nSfni herrans Jesú Krists og
með hans fulltingi, og í nafni
embættis míns og kristilegrar
kirkju, kunngera og tilkynna op-
inberlega, að Gísli Ólafsson er fyr-
ir syndir sínar hérmeð bannfærð-
ur og útilokaður frá kristilegum
söfnuði og kristilegu sakramenti
sem heiðingi, og undir reiði guðs
sem hann hefir fellt á sig sjálfur
með harðlyndi sínu og betrunar-
leysi. Og hér með afhendi ég hann
í Satans hendur til líkamlegrar
tortímingar, í von um að sál hans
megi eftir sanna umvendun verða
frjáls og sæl á hinum efsta degi.
ESSI bannfærsla var eins dæmi
hór í lúterskum sið og hafði
því vopni ekki verið beitt hér síð-
an í kaþólskum sið. Jón biskup
Vídalín vildi ekki beita því. Séra
Jón Halldórsson lætur að vísu lýsa
til banns yfir Gísla, en það virðist
frekar gert til þess að vita hvort
hann glúpni ekki, heldur en að
því hafi fylgt alvara, því að séra
Jón vill að því loknu skjóta mál-
inu til veraldlegra yfirvalda. En
nú sat á biskupsstóli sá maður, sem
ekki hikaði við að beita bannfær-
ingunni.
Ekki er svo að sjá að Gísla hafi
brugðið meira við bannfæringuna
heldur en hótanirnar áður. Hann
vill ekki beygja sig fvrir kirkju-
valdinu. Hafði það enga þýðingu
þótt séra Bárður kæmi til hans'
hvað eftir annað og reyndi að tala
um fyrir honum og hvetja hann
til að taka aflausn. Eigi virtist það
heldur bera neinn árangur þótt oft
væri beðið fyrir honum í Árbæar-
kirkju og nágrannakirkjunum.
Leið svo og beið fram til 7. maí
1724. Þá kemur Gísli til Árbæar-
kirkju og stóð úti fyrir kirkjudyr-
um meðan guðsþjónustan fór fram.
Ætlaði hann síðan að halda heim-
leiðis án þess að tala við nokkurn
r#ann, en prestur elti hann og náði
tali af honum. Þá sagði Gísli:
„Ég þakka þér, prestur minn, fyr-
ir prédikunina, en ekki þurftir þú
að tala allt, sem þú talaðir, og ekki
þakka ég þér fyrir það að þú sagðir
mig viltan“.
Má af slíku marka að prestur
hefir talað til hans af stólnum. En
ekki fór þeim fleira milli að því
sinni.
Það var auðvitað ófært að láta
bannfærðan manninn ganga af-
skiftalausan, og því var gefin út
réttarsteina í Skálholti hinn 6. júní
og Gísla steint fyrir allsherjar
prestastefnu á Þingvöllum þá um
sumarið. Viku seinna reið Þorleif-
ur prófastur Arason að Rauðalæk
til þess að birta stefnuna og voru
í fyigd með honum lögréttumenn-
irnir Kort Magnússon í Árbæ og
Grímur Jónsson á Brekku. Þeir
munu hafa verið svokallaðir
„kirkj uverj arar“, því að í Norsku
lögum var svo íyrir mælt a,ð velja
skyldi „tvo af þeim guðhræddustu,
beztu og bezt megandi sóknar-
mönnum til kirkjuverjara, sem og
skulu vera prestsins meðhjálparar“
og veita aðstoð til þess að halda
uppi kirkjuaganum.
Þegar þeir komu að Syðra Rauða-
læk fannst Gísli hvergi, hvernig
sem leitað var. Lásu þeir því stefn-
una íyrir bæardyrum. Margrét
systir Gísla var heima og sat við
vef. Ætluðu þeir að afhenda henni
afrit af stefnunni, en hún vildi
eigi við taka. Varð það því seinast
fangaráð prófasts að leggja afritið á
veíinn fyrir í'raman hana, og að því
búnu fóru þeir heimleiðis.
Málið var tekið fyrir á presta-
stefnunni um sumarið (1724) hinn
21. júlí. Gísh kom þar ekki, en eftir
ósk amtmanns var Hákon Hannes-
son'sýslumaður kallaður fyrir rétt-
inn og beðinn að gefa upplýsingar
um Gísla. Kvaðst hann fús til þess,
þótt ekki væri hann talsmaður
Gísla, og benti á að upptakanna að
máh þessu væri lengra að leita en
í kærunni stæði. Þegar Oddur Ey-
ólfsson hafði verið prófastur í
Rangárþingi (1692—1702) þá hefði