Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 13
" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
393
bIlferjur í noregi
glLFERJUR — eða „flptbrýrnaU*
eins og þær oft eru nefndar —
eru orðnar mikilvægir tengiliðir
vegakerfisins vestanfjalls í Noregi.
Þar skera langir firðir og hyldjúp-
ir með snarbröttum hlíðum sund-
ur hálendið alveg inn í hæstu
hryggr . og heiðar Löngufjalla-
Harðangursfjörður 150 km., Sogn-
sær 180 km., Norðfjörður fyrir
sunnan Stað, Stórfjðrður á Sunn-
mæri, Raumsdalsfjörður o. m. fl.
Til þess að tengja saman aðalvegi
þá, er liggja að fjörðum þessum
báðum megin, hafa bílferjur í áætl-
unarferðum verið felldar inn í
vegakerfið. Fyrst fremur litlar á
stuttum leiðum, en síðan sístækk-
andi og víðförulli.
Ein stærsta og nýjasta bílferja
Noregs var smíðuð í fyrra fyrir
„Harðangur-Sunnhörðlenzka eim-
skipafélagið“, sem nú á 14 vélskip
og 3 eimskip og annast ferðir og
samgöngur um Hörðaland allt, og
til borganna beggja megin Björg-
vinjar að norðan, en Haugasunds
og Stafangurs að sunnan.
Ferja þessi, „Hardangerfjord“
var smíðuð í fyrra á mettíma, „með
amerískum hraða“, á 5% mánuði
4 * & &
frá undirskrift samninga, í Vél-
smiðju Björgvinjar í Laxavogi
(Bergens Mekaniske Verksted:
BMV). Er ferjan smíðuð sam-
Jkvænjt . „1A1 í. Norske. Veritas.“
Ferjan er 41,60 m löng, flytur 300
farþega og 30 bíla. Vélarúm er
miðskips, og aðalvél 8 str. 2-gengis
BMV-dieselvél 400 hestafla, stýri-
vél rafknúin vökvaþrýstivél frá
Porsgrunns vélaverkstæði, með
einkaleyfi. í framhluta ferjunnar
eru tvennir geymar fyrir olíu og
ferskvatn auk kjölfestugeymis,
vatnsfylltum.
Undir afturþiljum eru klefar
skipverja og yfirmanna, en undir
framþiljum rúmgóður salur með
70 sætum o. fl. — Yfirbygging-
in er björt og rúmgóð, og með-
fram henni stjórnborðsmegin er
6,5 m breitt bíla-þilfar, er rúmar
30 bíla, 3 m. breið bílahlið til
keyrslu inn á þilfar eru bæði að
aftan og framan og eipnig á bæði
borð frammi á ferjunni. Auk þess
tvenn hlið fyrir farþega. Bátaþil-
farið er 22 m. langt og yfirbyggt
að hálfu. Hraði með fulla bíla-
hleðslu 10,5—11 sjómílur.
Ferja þessi á að tengja saman
alla vegi báðum megin fjarðar um
innri hluta Harðangursfjarðar. En
þar er gevsimikill straumur ferða-
manna á siunrum.--------
Mér hefir oft orðið hugsað til
þess, að slíkar bílferjur hlytu einn-
ig að geta orðið þarfir tengiliðir
í slitróttu vegakerfi voru á ýmsum
stöðum, t. d. um ísafjarðardjúp, og
eins milli Reykjavíkur, Akraness
og Borgarness, og ef til vill enn
víðar. Með það í huga hefi ég beð-
ið „Lesbók“ að birta greinarstúf
þennan.
Helgi Valtýsson.
C^'S®®®G\J>
Dýrtíð í Kanadð
£0 LÖNDUM [$]
g] HRÓSAÐ g]
SÉRA ROBERT JACK. fvrverandi
prestur í Grímsey, en þjónar nú
Árborg-Riverton söfnuðum í Kan-
ada, hefir ritað grein í seinasta
hefti „The Icelandic Canadian“ um
fyrstu kynni sín af Kanada, og seg-
ir meðal annars svo í þeirri grein:
— Vegna þess að ég er Skoti,
gef ég gaum að verðlagi hvar sem
ég fer. í Kanada virðist mér verð-
lag hærra en í öðrum löndum, þar
sem ég hef verið. Ef vinnulaun
væri í samræmi við dýrtíðina, þá
væri ekkert um þetta að segia.
Þvert á móti eru vinnulaun hér
lægri en á íslandi og Skotlandi, en
vörur yfirleitt dýrari.
Hér í grendinni eru okkrir Skot-
ar en aðallega búa hér Vestur-ís-
lendingar, sem nú eruþegnar
þessa mikla lands. Um þá get ég
sagt þetta: Þeir eru höfðingjar, i
orðsins beztu merkingu, þvi ,að
þeir kappkosta að auðga lífið meira
heldur en þeir auðgast á því' sjálf-