Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Síða 14
394 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SJÁLF FYRSTU sjálfsalar voru mjög ein- faldir. Menn stungu pening í rifu og sneru sveif. Við það setti fjaðra- kraftur nokkur hjól í gang og svo skilaði sjálfsalinn vörunni. Nú er þetta orðið margbrotnara. Nú er rafmagn komið í staðinn fyrir fjaðrakraft og vélarnar í sjálfsöl- unum eru orðnar hreinasta galdra- verk. Nú er sjálfsölunum líka trúað fyrir því að selja fleiri vörur en áður var. Þar er t. d. hægt að fá heitt kaffi, heitan mat, alls kon^r sælgæti, sígarettur, vindla, öl og gosdrykki og ótal margt annað. Þá eru og til sjálfsalar, sem ljá mönn- um rafmagns-rakvél, aðrir bursta skó, eða þvo þvott fyrir menn. Enn aðrir taka myndir, eða úða fólk með ilmvatni. Sumir sjálfsalar eru þannig út búnir, að þar er hægt að fá fjölda margt, allt upp að 200 tegundum af varningi. Þessar vélar eru þannig út búnar, að þær rann- saka fyrst myntina, sem í þær er látin, og sé hún svikin, skilar vélin henni aftur. Þær geta líka skift peningum og „gefið til baka“, en ir. Kanada og Manitoba eru betri lönd vegna þess að eiga þá. Vér getum tekið undir með Dufferin lávarði og Tweedemuir lávarði um að íslendingar hafi tekið drjúgan þátt í landnáminu hér og að mann- kosta þeirra gæti svo að segja á ölium sviðum í þjóðlífinu. Hér í Nýa íslandi er þrautseigju og dugnaði íslenzku landnámsmann- anna við brugðið enn í dag. Og í öilu framfarabrutlinu hafa þeir varðveitt einstakhngssjálfstæði sitt, og það er hinn eini sanni grundvöllur menningar. SALAR þá verða pepingarnir að vera úr málmi; engiim sjálfsali getur skift seðli. í Bandaríkjunum hefur notkun sjálfsala farið mjög í vöxt á seinni árum. Þeir eru nú alls staðar þar sem fólk fer um eða kemur saman, á vinnustöðvum og í verksmiðjum. Það sem mest selst er sælgæti, gos- drykkir og svaladrykkir, sígarettur og kaffi. Þar næst kemur ís og smurt brauð. Talið er að fimmti hlutinn af öllum sígarettum, sem seldar eru í Bandaríkjunum, fari nú í gegn um sjálfsala. Reynt hefur verið áð selja hanzka, sokka og álnavöru í sjálfsölum, en það hefur ekki blessazt. Fólk vill fá að sjá og þreifa á vörunum áður en það kaupir þær. Margir álíta að sjálfsalar hljóti að vera stórgróða fyrirtæki, vegna þess að þeir spara vinnulaun. En reynslan er sú, að sjálfsalar borga sig ekki, nema því aðeins að 350 til 500 manns skifti við þá daglega. Stofnkostnaður er mikill. Sjálfsali, sem aðeins selur sígarettur, kostar um 200 dollara, og svipað verð er á þeim, sem selja sælgæti. En hagn- aður af hverjum sjálfsala verður ekki nema svo sem 4—5 dollarar á mánuði, og þarf því að hafa 20 sjálf- sala í gangi til þess að þaö borgi sig. Aðrir sjálfsalar eru miklu dýr- ari. Sjálfsali, sem selur sex tegund- ir af svaladrykkjum, kostar t. d. 1500 dollara. Sjálfsalar eru býsna dýrir í rekstri. Það þarf að fá húsnæði fyrir þa, svo að ekki sparast húsa- leigan. Einnig þarf alltaf að vera að gera við þá, og viöhaldið er dýrt. Og svo þarf alltaf að líta eftir þeim og bæta í þá vörum. Segir „Wall Street Journal“ að eftirlitsmenn- irnir hafi ekki ákveðinn vinnutíma, því að líta þurfi eftir sjálfsölunum frá því snemma á morgnana og fram á nótt. Blaðið ráðleggur og þeim, sem byrja vilja með sjálfsala, að hafa ekki í þeim aðrar vörur en þær, sem reynsla er fengin fyrir að seljast bezt. — Menn skuli einnig velja sér góðan stað, þar sem um- ferð sé mikil, en lítið um sam- keppni. Ef þessa sé gætt, þá geti verið að sjálfsalaverslunin blessist. Loddarask<i|Hir MÁLAFERLIN gegn Mossadek fyrver- andi forsætisráðherra í Iran, sem ætlaði að gerast einvaldur þar, vöktu mikla eftirtekt og þá ekki síður framkoma •hans við réttarhöldin, og sá loddara- skapur, sem hann hafði þar í frammi. Stundum hágrét hann. Stundum var hann óður af hræðslu við að verða myrtur. Stundum svaf hann. Stundum skemiftti hann áheyrendum með fyndni. Stundum ásakaði hann saksóknarann fyr-ir að hann kynni illa málfræði og leiðrétti hann. Hann skellihló þegar þvngstu ákærurnar voru bornar á hann. Einu sinni öskraði hann frarnan i sak- sóknarann: ,,Ég er hraustur bæði á sál og líkama, þótt gamall sé, og ég er til- búinn að glíma við þig hér í réttar- salnum, ef þú þorir, og ég skal leggja þig á bakið.“ Þá var mönnum skemmt og sjálfur yfirdómarinn gat ekki setið á sér, en hló. Þrátt fyrir allt þetta leit rétturinn svo a, að Mossadek væri ekki bilaður á gcösmunum, heldur væri þetta leik- araokapur, er ekki gæti mildaó dóm hans. En þar sem Mossadek er orðinn gamall, 72 ára, mæltist keisarinn til þess að hann fengi vægan dóm, og svo varð. Hann var dæmdur til þriggja ára „einangrunar". Unga konan: Elskan min, ge**u hvað þú færð að borða í dag. Hann: Lofaðu mér að sjá ma+inn og þá skal ég reyna að geta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.