Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 Vetnissprengjan „MEGATON“ ETNISSPRENGJUTÍMABILIÐ er ekki orðið langt. í febrúar 1950 gaf Truman forseti skipun um að fram- leiða vetnissprengju, í nóvember 1952 var fyrsta sprengjutilraunin gerð, í ágúst 1953 tilkynnti Malenkov að Rússar hefði framleitt vetnissprengju, og í marz 1954 gerðu Bandaríkjamenn tvær tilraunasprengingar og eina stór- sprengingu, sem talin var miklu öflugri heldur en menn höfðu búizt við. Kraftur vetnissprengjunnar er mæld- ur í ,,megatonnum“, en eitt megaton er sá kraftur, sem leysist úr læðingi ef sprengd eru í einu milljón tonn af TNT þrúðtundri, er áður var hið öflug- asta sprengiefni, sem menn þekktu. Talið var að fyrsta vetnissprengjan hefði verið fimm sinnum öflugri, eða fimm megaton, og þess vegna hin ógurlegasta sprenging, sem orðið hefði af mannavöldum. En svo kom stóra sprengjan í marz s. 1. og sögðu vísindamenn að kraftur hennar hefði verið 12—14 megaton, eða 600—700 sinnum meiri en sprengju- máttur fyrstu kjarnasprengjunnar, sem varpað var á Hiroshima og nægði þó til þess að drepa 60 þúsundir manna! Þessi nýa sprengja gæti gjör- eytt öllu á 50 fermílna svæði, lagt flest í rústir á 200 fermílna svæði og valdið skemmdum á allt að 800 fer- mílna svæði. En þó gæti brennimátt- ur hennar náð yfir allt að 2000 ferm. svæði, en engin takmörk fyrir því hvað geislamögnuð aska getur borizt langt, „STRONIIUM 90“ Japan var fyrsta landið, sem féhk að súpa seyðið af kjarnorkuspreng- ingum. Nú hefir það aftur orðið fyrir barðinu á þeim, því að yfir landið hefir rignt geislavirkri ösku frá tilrauna- sprengingum Bandaríkjanna í Kyrra- hafi og tilraunasprengingum Rússa í Sjberíu. Er nú mikill uggur í Japönum, einkum vegna þess, að geisl§virkt efni, sem vísmdamenn kalla ,,Stront;yra 90“ var í osku þeirri er dreifðist víðs- vegar um Kyrrahafið. í.fni þetta felur í sér hina banvænu geisla svo lengi, að talið er að eftir 25 ár hyf; það að- eins misst helminginn af geislamagni sínu. Nú er efni þetta kalkkent og þess vegna hefir læknir nokkur látið svo um mælt, að geislaverkaný- þess muni hafa sezt að í beinum þeirra japönsku fiskimanna, sem frétzt hefir um að sýkzt hafi af geislavirkum efn- um frá kjarnorkusprengingunum, og sé því líklegt að þeir muni verða að ganga með geislana árurn saman. Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna hefir viðurkennt, að ef „Strontium 90“ kom- ist inn i mannlegan líkama muni það setjast að í beinunum. C__*'r>®®®G^J> Færeysk aðferd við kariöfSuræktusi á Heylæk AÐ mun vera nálægt tug ára, síðan ungur Færeyingur dvaldist svo ár- um skifti í Fljótshlíðinni, á nokkrum bæum. Hann mun hafa verið um árs- skeið hjá Bjarna Sigurðssyni á Hev- læk. En eins og „verkin sýna merkin'* var Bjarni áhugasamur um jarðrækt. Hann leitaði því frétta hjá þessum starfsmanni sínum um ræktunar- og búnaðarháttu Færeyinga. En litla hag- nýta fræðslu kvaðst hann þar hafa fengið. En þó vildi hann gera tilraun með kartöfluræktun að hætti Færey- inga. Og aðferöin var á þessa leió: í aprílmánuði var skorið cfan af gras- bletti, þokurnar lagðar til hliðar; svo var pælt og húsdýraáburður borinn í; settar voru niður 100 kartöflur, spír- aðar, og á venjulegan hátt. Síðan voru þökurnar lagðar yfir. Og þar með voru kartöflurnar verndaðar fyrir vorkulda, sem koma kynni. — Og kartöflurnar komu seint og illa upp. En loks gægð- ust þó kartóflugrös upp úr grásrótinni. Þegar kom fram í júlímánuð voru gros- in enn mjóg smavaxin og Bjarna leizt illa á uppskeruhorfur. En nú vildi hann sjá hvað vextinum liði. Lyfti hann þá upp einni þökunni. En þá varð nann undrun lostinn, því þarna voru full- vaxnar kartöflur og það í stærra lagi. Þessi ræktuar aðferð leiðir það í ljós, að sami grasbletturinn getur verið tvennt í senn: kartöfluakur og töðu- völlur, ef vel er að unnið. Það getur verið að Bjarni á Heylæk hafi sagt fleirum en mér frá þessari ræktunartilraun sinni, en heðan af veit- ir hann ekki frekari upplýsingar hér að lútandi, því hann er ekki lengur „ofar moldu“. E. R. (iimiíerðarslys og ráð við þeim EF VÉR fréttum að í einhverri borg sé minna um umferðarslys heldur en annars staðar tiltölulega, þá er sjálfsagt 9ð gefa því gaum hvernig á þessu stendur og hvort það sé vegna ráðstafana yfirvaldanna á staðnum. Vér verðum að læra af reynslu ann- ara til þess að reyna að fækka um- ferðarslysum hjá oss. í borginni Caracas í Venezuela er ákaflega mikið um bíla, en götur eru þar þröngvar og víða brattar. En þó er þar mjpg lítið um bifreiðaslys og það er þakkað ströngum umferðar- reglum og ströngu eftirliti um að þeim sé hlýtt. Hverjar eru þá þessar um- fsrðareglur? Þarna er hægri handar akstur og bíll, sem er á hægri hönd hefir alltaf for- ökuréttinn á gatnamótum. Með þessu móti er komið í veg fyrir árekstur þar. En verði þó árekstur þrátt fyrir þetta, þá er ekki um að villast hver er hinn seki. Það er sá, sem var á vinstri hönd og hann verður sjálfur að borga tjónið, þar kemyr engin vá- trygging til greina. Þá eru það og ákvæði þar, að sá sem ekur aftan á annan bíl, er sá seki. Hann hefir enga afsökun, þótt bíllinn á undan hafi ekki gefið merki, en staðnæmst skyndilega. Er.ginn má aka nær oðrum bíl en svo áó tíu metrar sé i milli. Það er talmn nægilegur spölur fyrir seinni bílinn að hemla nógu snemjna. Takist honum það ekjti, veró'ur bílstjórinn sjálfur að greiða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.