Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1954, Side 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS (T 396 EINKENNILEGT HÚS — Milli Vatnsstígs og Frakkastígs er lítið hús, sem stingur stafni nokknð fram í Lindargötuna. Hver sem götuna gengur hlýtur því að reka augu í það og verða starsýnt á það, vegna þess hve einkenni- legt það er um byggingarlag, eins og sjá má hér á myndinni. — Húsið er ekki ýkja gamalt, en hefir þó átt mörg nöfn. Fyrst hét það Litlagerði, síðan Ólafsbær (eftir eiganda þess Ólafi Gunniaugssyni), þá Tobíasarbær (eftir þáverandi eiganda þess Tobíasi Tobíassyni). Fyrir 1911 hefir það hlotið nafnið Lindargata 20, en þegar gatan var lengd, breyltist það í Lindargötu 44. Sennilega hverfur þetta hús bráðlega og er þá einni frumstæðri byggingu færra í bænum. (Ljósm. Gunnar Rúnar). tjóniS á hinum bílnum, en fær ekk- ert fyrir skemmdir á sínum bíl. Enginn má setjast við bílstýri, hafi hann bragðað áfengi. Á sunnudögum, þegar hættast er við að út af þessu sé brugðið, stöðvar umferðarlögreglan hvern bíl og reynir bílstjórann. Lög- regluþjónninn hefir með sér ofurlítið áhald úr gleri og iætur bílstjórann anda á það. Ef nokkur áfengiseimur er í andanum, þá kemur það fram þannig, að lítill visir á áhaldinu verð- ur rauður. Þá er bílstjórinn rekinn úr bílnum og fær hann ekki afhent- an aftur fyr en næsta dag, ef hann er þá algáður. Mörgum þykir þetta hart, en eitt er látið ganga yfir alla. STANGARVEIDl 1 FORNÖLD í ritgerð eftir séra Þorkel Biarnason um búnaðarhætti í fornöid segir svo um veiðiskap í ám og vötnum: Aðferð fornmanna við lax og silungsveiði var þrenns konar. eftir því sem sögur vorar skýra frá, nfl. ádráttarveiði, lagnetja- veiði og færa eða dorgarveiði. Ádráttar- veiðin virðist einkum hafa tíðkazt í ám, lagnetjaveiðin í vötnum. Færaveiðin er getið um að hafi verið tíðkuð í vötn- um við lækjarósa, og hefur þá ef til vill verið veitt á stöng. Að minnsta kosti er fiskistöng nefnd í sögum, og lýsir það því, að það veiðiáhald hafi verið fornmönnum kunnugt. TÍZKA KVENNA Konur í fornöld hafa verið ekki síð- ur tildurgjarnar heldur en konur eru nú á dögum. Á 12. öld hefur tízkan verið hin sama og nú að stuttklippa sig, eða ganga með „drengjakoll“ eins og það er kallað. — Rögnvaldur jarl kali kvað svo um það: Sextán hefik sénar senn og topp í enni jarðir elli firðar ormvagns saman ganga. Þat bárum vér vitni, vestr at hér sé flestar — sjá liggur út við élum ey — kollóttar meyar. Aldr hefk frétt, þats feldu ..„.-íránstalls konur allar — verðrat menja myrðir mjúkorðr — höfuðdúkum. Nú tér Hlökk of hnakka haukstrindar sér binda — skrýðisk brúðr við bræði bengagls — merartagli. Hann segist hafa séð sextán ungar stúlkur í hóp snoðklipptar og með topp í enni. Og ósvinna þykir honum það, að konur skuli hættar að falda sig höf- uðdúki, en setji á sig hrosshárstopp í hnakka. BRAGARLAUN Á Kolbeinsá bjó Ólafur Gíslason, er lengi var hafnsögumaður á Húnaflóa. Hann var af öllum taiinn merkismaður. Guðrún Þórðardóttir skáldkona orkti einu sinni um hann hálfgerðar níðvísur, fyrir litlar sakir. Nokkru seinna ber svo til, að Guðrún kemur að Kolbeinsá, á ferðalagi, illa til reika. Ólafur tekur í hönd henni og leiðir hana til konu sinn- ar og segir: „Taktu vel á móti þessari konu, Ingibjörg; hún hefur orkt lof um mig.“ Guðrún sagði sjálf frá þessu og gat þess um leið, að hún hefði heldur kosið að Ólafur hefði gefið sér utan- undir, þetta hefði verið verra en nokk- ur kinnhestur. (Gamlar glæður). LEYFILEGUR ÞJÓFNAÐUR Árið 1890 kom út í Englandi fyrsta útgáfa af bók, sem nefnist „A Girls Ride in Iceland", og er ferðasaga frá íslandi, eins og nafnið bendir til. í þeirri bók stendur þessi klausa: „Gömul hjátrú gerir sérstakan þjófnað leyfileg- an, og því er þannig farið: Ef kýr veikist og hættir að eta, þá er það talið stafa frá illum anda, er hafi spillt hey- inu. Þá laumast bóndinn um miðjs^nótt í heygarð nágranna síns og stelur þar eins miklu heyi og hann getur borið. Hann fer með það heim og gefur kúnni, en hún etur og batnar skjótt, svo að nú þrífst hún af því heyi, er hún vildi ekki líta við áður. Stuldurinn hefur bjargað henni.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.