Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 1
SÝSLUMAÐUR STEYPIST í BRUNN KONUNGSVALDIÐ KRÆKTI í EIGUR HANS J]INN af sýslumönnum Árnes- inga hét Grímur og bjó að Langholti í Flóa. Hann var sonur Magnúsar lögréttumanns á Vatns- leysu í Biskupstungum Gíslason- ar forðum bryta í Skálholti, og konu hans Borghildar Jónsdóttur bryta á Hömrum í Grímsnesi. — Grímur mun hafa verið fæddur um 1691, því að 1703 kemur hann í Skálholtsskóla og er þá talinn 12 ára. Útskrifaðist hann þaðan 1710. * Árið 1716 fékk hann veitingu Páls Beyers fyrir hluta Árnessýslu, en sú veiting helzt eigi og fékk Brynjolfur Þórðarson Thorlacius á Hlíðarenda sýsluna. Varð Grímur þá lögsagnari hjá honum. Árið eft- ir strandaði herskipið „Giötheborg“ á Hraunskeiði og kom þá í hlut hans aðalumstangið, sem af því leiddi að sjá um skipbrotsmenn og koma þeim fyrir. Var það ærið vandaverk og vanþakklátt, því að þeir voru hátt á annað hundrað. En ekki er annað að sjá en að Grími hafi tekist þetta liðmannlega. Árið 1721 fékk hann svo veitingu fyrir Ámessýslu og vorið eftir fór hann að búa í Langholti í Flóa og bjó þar til dauðadags ókvæntur og barnlaus. Hafði hann þar allrausn- arlegt bú eins og sjá má á því, að hann hafði ráðsmann og þrjá vinnumenn, ráðskonu og fjórar vinnukonur. Skrifari hans var fyrst Jón Gíslason lögréttumanns Ólafs- sonar í Ytri-Njarðvík, bróðir Ólafs Gíslasonar er síðar varð Skálholts- biskup, en seinast var skrifari hans sá maður er Jón Ólafsson hét. Fátt er vitað um embættisrekstur Gríms. Virðist hann hafa verið friðsamur maður og haft allt í góðu lagi. - -T'*-Tn ; ÞAÐ MUN hafa verið veturinn eða vorið 1723 að Grímur veiktist með undarlegum hætti og gat ekki á heilum sér tekið. Fékk hann að- svif öðru hvoru og skjálfta mik- inn og var oft sárþjáður af hita- sótt. Lagðist þetta og þungt á hann andlega, svo að hann var ekki heill á geðsmunum. Leið svo fram und- ir Alþingi, en það skyldi sett á Seljumannamessu, eða hinn 8. júlí. Var sýslumaður þá þungt haldinn og var með áhyggjur út af því að hann kæmist ekki til þings. Tók hann því það ráð að skrifa séra Ólafi Gíslasyni, sem þá var kirkjuprestur í Skálholti, og biðja hann að finna sig. Var séra Ólafur talinn læknir góður og ætlaði sýslumaður að vita hvort hann gæti ekki hjálpað sér. Séra Ólafur átti ferð út á Eyrar- bakka um þessar mundir og kom svo við í Langholti á heimleiðinni. Var það í sólarupprás mánudag- inn 5. júlí. Gekk séra Ólafur inn í svefnhús sýslumanns. Lá hann þá stynjandi í rúminu og kvaðst hafa mikinn höfuðverk og bein- verki og þunga í öllum líkamanum, og þannig hefði hann verið nokk- urn tíma undanfarandi. Hann við- urkenndi og fyrir presti að á sig sækti þunglyndi og örvilnan, en prestur bað hann að gæta að guði og sáluhjálp sinni. Má af því marka að sýslumaður hefur sagt að sér væri lífið óbærilegt og því hvarfl- aði að sér að stytta sér aldur. En hann tók vel undir fortölur prests og sagðist vita að guð væri svo miskunnsamur, að hann ræki eng- an frá sér, sem til hans kæmi. Þegar leið að dagmálum tók prestur honum blóð á vinstra hand- legg og lá honum þá við yfirliði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.