Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 609 er lægstur. Fróðlegt að sjá hvað birtist. Tófa! Ég sé á hvítan hrygginn í sjónaukanum. Hún hverfur og birt- ist aftur. Nú sé ég hana alla. Stærð- ar hrotti, alhvítur, nema andlitið, það er að byrja að grána. Nú sé ég á hliðina, bæði langur og sver, reglulegur risi. Þetta er sennilega bíturinn? Hann fer mjög rólega á hægu valhoppi, smá stanzar, en heldur svo strikið og nálgast .Nú er betra að fara varlega og hugsa sig vel um. Fyrst ætla ég að vita hvert ferðinni er heitið. Sennilega legst hann í kvöld og þá er tæki- færið, því enginn vandi er að fylgja honum eftir. Á stórum sléttum mel, skammt norðaustan við mig nemur hann staðar og fer að snúast. Jú! Þama reyndar leggst hann, ekki þó eins og tófur gera venjulegast, heldur rétt og slétt á hliðina, teygir frá sér lappimar og .lætur sólina skína á kviðinn og höfuðið. Sennilega er hann sælkeri. Þarna er því miður alveg útilokað að komast í færi við hann, nema þá í berhögg, en slíkt er ofmikil áhætta. Á næsta augna- bliki fljúga ýms ráð í hug minn. Eitt er þó álitlegast. Það er að liggja fyrir honum í börðunum sunnan og vestan við. Sennilega hefur hann svipaða stefnu þegar hann fer af stað aftur, og þá tæk- ist mér máske að fá færi á honum. Hver andskotinn! — Sigurður nærri kominn og ríður greitt eins og herforingi. Ef rebbi sæi hann? í hvarfi frá refnum, hendist ég á móti Sigurði og bendi og bendi í vestur og slæ með hendinni niður annað slagið. Það hrífur. Sigurður fer af baki, beygir vestur og teym- ir hestinn. Ég hendist til baka og sé að refurinn liggur kyr. Nú er auðséð, að Sigurður er með á nót- unum. Ég hleyp á móti honum. „Hvaða helvítis handapat var í þér áðan, ég hélt þú værir að verða •*»*• l'IHWIIP I 1» II ■ I vitlaus, en grunaði nú samt að eitt- hvað væri á seiði.“ „Hafðu ekki svona hátt. Kölski er ekki langt frá okkur og hann heyr- ir vel.“ Við þessi orð gjörbreyttist samtalið. Nú fór það fram í hálfum hljóðum eins og við værum komn- ir í kirkju. • Hesturinn var bundinn, taskan þrifin af honum, hnakknum hent á jörðina og snarast að vörðunni. Ég bendi Sigurði á hvíta blettinn á melnum. Hvað hann tautaði heyrði ég óglöggt. Hugurinn var við annað. Útundan mér heyrði ég þó eitthvað um þjóf, sem væri að nálgast kvöldverðinn, hann yrði heldur ekki skorinn við nögl sér. Upp úr tösku Sigurðar flæddi matur og drykkur, en nú var ekki tími til að njóta þess. Ég greip tvær samanvafðar pönnukökur með sultu og sykri. Lagði þær saman í boga eins og sperðil, beit í alla enda, en hélt um stubbana til að ekki tapaðist það allra helgasta. Þannig hljóp ég frá Sigurði eftir að hafa sagt honum helztu merki, sem hann ætti að gefa mér, ef refurinn færi af stað. Á hæla mér tautaði Sigurður: „Það er þó andskoti hart að hálfsprengja hestinn til að kaff- ið ekki kólnaði um of, en svo virð- ir þú það ekki einu sinni viðlits. Jæja, jæja, farðu þá — farðu — en — blessaður góði Dóri minn, ég veit að þú gerir það, sem þú getur.“ Nokkrir skarpir sprettir, stóran sveig með augnablikstöfum til að gá að refnum, og að lokum kemst ég í börðin sunnan og vestan við hann. Slæm afstaða, óslétt um- hverfi. Ég gægist við gígröðina, sem mér virtist álitlegust að leynast við og sé, að Sigurður er kyr, en refurinn? Hann situr og horfir í suðvestur í áttina til mín. Hvað veldur nú þessu? Hann fer að snúast, lallar svo af stað og stefnir beint á mig og hverfur bak við börðin og gígana 70—80 faðma frá mér. Litlu munaði þarna. Ég færi mig mjög hljóðlega að öðrum gíg skammt frá. Þar sé ég betur framundan til hægri og til vinstri. Sennilega fylgir hann melnum og fer með börðunum að vestan en ef hann birtist allt í einu rétt austan við mig eða með fram gígnum? Þetta er spennandi augnablik, en ég bíð rólegur, því nú má ekki gera glappaskot. Verst að þurfa að fylgj- ast með hvert augnablik á báðar hliðar. Ég kreisti skotið í vinstri hendi. Bara að hann fái að heyra það líka, þá færi hann tæplega jafngóður. Skyldi hann hafa lagst aftur? Blessuð kyrran. Henna>' vegna er allt auðveldara. Nú þarf ég ekki að óttast að hann lendi í vindlínu af mér. Þama brá honum fyrir milli gíga vestan við mig í bezta færi. Ég sný byssunni eldsnöggt. Um leið kemur hann undan gígnum. Veikt hljóð, er líkist gaggi berst að eyrum hans. Hann stingur við fót- um og horfir í áttina til mín. Skot- ið ríður af á vinstri hlið. Hann fellur á þá hægri hreyfingarlaus. Þar kveður einn illvígasti bítur á Hólsfjöllum. Ég rétti mig upp með skot í byss- unni og geng að honum. Um leið heyri ég húrra hróp og halló, bergmála við ásinn og sé hvar Sigurður slær út höndum og fótum og jafnvel Skotta gamla virðist mér vera komin í rælinn með hon- um.------- „Fallega lá hann! Eh þetta þræll- inn? Ég hélt þú ætlaðir að hleypa honum fram hjá. Nú veitir þér sannarlega ekki af sopanum. En þyngslin. Hvaða djöfuls dólpung- ur er þetta! Ja, ljótur ertu, greyið. Jú, brotin vígtönn. Hefur ein- hvemtíma lent í bein. Hvaða and- skoti er hann feitur. Ekki lifáð á undanrennu.“---------- Þá loksins ég komst að, taldi ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.