Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Blaðsíða 12
608 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hún þá fram hjá mér í færi. Þetta var geld læða, ársgömul. Þar með hrimdi von mín um að þetta væri bíturinn. Vestan í Bæjarásnum hjá Fagra- dal, rétt norðan við gilið, sem sker hann sundur, þar, sem ég sá ofan á timburhúsið1), lagðist ég í læð- ing og sofnaði. Ef ég opnaði augun sá ég þegar færi að rjúka upp úr skorsteininum, en þá ætlaði ég að heimsækja vini mína þau Jóhann- es Eyólfsson, Kristínu konu hans og börn. | „Þú bíður mín svo, þar sem við töluðum um, Sveinbjörn minn!“ Ég hrökk upp. Þessa hljóm- rniklu rödd, er barst að eyrum mínum, heiman frá bænum í Fagradal, þekkti ég vel. Það var Jóhamnes, sem kallaði. Klukkan var sex. Snemma fara fjallabúar á fætur. Ég spratt á fætur, því í Hólssel þurfti ég að koma orðum um að mæta Sigurði bónda við Fálkaklett kl. 9 um kvöldið. Þarna gafst tækifærið, því þeir feðgarn- ir voru að fara í ærsmölun með viðkomu í Hólsseli. Úr hádegi fór ég af stað aftur. Um sumarmálin hafði kind farið í blá norðan við Blönduvatnið, eða vestan við Veiturnar syðst. Tófan, sem ég náði, vissi hvað hún var að fara. Ég hafði skotið hana skammt norðan við ræfilinn af þessari kind, sem ég fann strax. Hafði þar önn- ur tófa fengið sér ósvikinn bita um morguninn. Ekki var ég á- nægður með slóðina, því hún var fremur smá, en það taldi ég víst, að bíturinn væri stórfættur, og svo hefði hann ekki lagt sig að svona ómat. Slóðina rakti ég á meðan ég gat í sandinum, en tapaði svo alveg af henni suðvestur af Krókavötn- um. Þá var að reyna gaggið. Jú, l) Það var rifið 1951 og flutt til Vopna- fjarðar. hún tók undir langt norður á mó- unum. Sá ég hana fljótt, því hún var hvít eins og hin. Lengi lá ég skammt frá henni við melnef og veitti henni nákvæma eftirtekt. Ég kallaði á hana með því elskuleg- asta rebbaávarpi, sem ég kunni, en ekkert dugði. Svona er það stund- um. Hún leit aðeins fyrst í áttina og svaraði reiðilega eins og hún vildi segja: „Farðu bara burtu, ég vil ekk- ert með þig hafa.‘“ En ég var nú á annarri skoðun. Á sandbörðunum, sem hún snerist á, virtist hún vera að fitla við stráin neðst, en ekkert þeirra var í maga hennar. Gramd- ist mér það bölvað dund, en gat ekki við það ráðið. Allt í einu fór hún svo af stað og stefndi austur að Krókavötnunum. Gerði ég ráð fyrir að hún færi austur með þeim að sunnan og kostaði það mig lífs- sprett að verða á undan henni að vötnunum svo að hún sæi mig ekki. Lagðist ég þar á mel í fari við vatn- ið flötum beinum og var allur orð- inn dofinn, þá loksins hún rak sig næstum á ttiig. Þá fékk hún fyrir ferðina. Þetta var algeld læða mjög svipuð hinni, sennilega systir. Dimmur þokubakki var í norðri. Skálmaði hann hratt suður og huldi nú Reiður. Klukkan var að verða 9 og nú beið Sigurður. Tófurnar hafa allt aðra áætlun en við mennirnir. Þokan skall á mig, en ég hélt stefnunni á Fálkaklett. Þaðan bárust til mín sannanir um lifandi veru, áður en ég sá hana, og gleði mín fór á handahlaupum að tösku Sigurðar, sem breiddi út faðminn á móti mér. Þokan hélst og sá ekki út úr aug- unum eins og kallað er. Um nótt- ina ákváðum við Sigurður að ríða heim í Hólssel og bíða þar til birti. Fengu hestarnir að kenna á því að hér voru kappsfullir menn á ferð. • Með morgninum varð þokan að víkja fyrir geislaflóði sólarinnar. Næsta kvöld ákváðum við Sigurð- ur að hittast kl. 9 við Skottu (stór varða) vestan í Skottásum. Það yrði síðasta tilraunin í þessari ferð. Ég fór beina leið um morguninn að ærræflinum við Blönduvatn, en nú var engin ný slóð sjáanleg frá því deginum áður. Veðrið var eins, stafalogn, heiðskírt og brennandi hiti. Ég fór sama sveiginn norður og vestur, án þess að fá svar eða sjá tófu. Að Skottu var ég kominn kl. 6 um kvöldið. Frá henni (þ. e. vörðunni) sá ég heim í Hólssel og víða vegu suður, vestur og norður. Á þessu svæði þorði ég ekki að gagga að fyrra bragði, fyrr en þá helzt ég sæi þrjótinn, en sjónauk- inn var notaður svikalaust og sá ég margt í honum, en því miður enga tófuna. Um klukkan átta sé ég mann ríða norður frá bænum í Hólsseli og fer hann greitt .Grunaði mig fljótt, að þar mundi Sigurður vera á ferð. Þráði ég það mest af öllu, að ræn- inginn, sjálfur höfuðpaurinn, legði leið sína hér um nágrennið í nótt. Þar hafði hann þó margs að minn- ast og ýmislegt fémætt var þar ennþá. Þarna var skrítið! Rennir sér ekki spói niður á bak við háásinn í norð- austri og kemur upp aftur í löng- um fallegum boga. Skyldi þarna sitja fálki eða hrafn eða kjói? Eitt- hvað var það. Og þarna hverfur hann aftur. Ef djöfsi væri nú að koma og mætti Sigurði, þá yrði eitthvað sagt fallegt. Og ekki liði mér þá vel að vera áhorfandi. — Sennilega var þetta hrafn. Þeir voru að sveima yfir mér rétt áðan en komu þó ekki í færi, annars hefði ég víst sent þeim kveðjuna. Ég sé nú að þetta muni vera á ferð, því sveiflur spóans grynnast. Nú rétt hverfur hann, þar sem boginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.