Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 601 SIG. A. MAGNÚSSON SEINNI GREIN Gamalt og nýtt í nútíma Ijóðagerð TÍFSÞRÓTTUR allra lista veltur á endurnýun — síendur- teknum tilraunum til nýsköpunar. Sú er orsök allra þeirra sundur- leitu strauma, sem fara um list- heim með lengra eða skemmra millibili. Það er segin saga, að í upphafi hvers skeiðs eða hverrar stefnu eru ávextirnir beztir og var- anlegastir. Þegar frá líður, hverfur svo ferskleikinn og frjómagnið, og í stað þeirra kemur að jafnaði eftir- öpun að meira eða minna leyti. En þeir einstaklingar, sem áræða að brjóta í bág við tízku og tíðaranda, eiga sér oftast trygga aðdáun eftir- komendanna. Hvers vegna er grísk list forn- aldarinnar betur munuð og meira metin en rómversk? Vegna þess að Grikkir voru upprunalegri og frumlegri. Rómverjar lifðu á hin- um gríska arfi, stældu eða endur- skópu, en nýskópu ekki. Rómversk list var í sumum tilfellum fágaðri Hin gráa loppa konungsvaldsins hafði hér sem oftar seilst til ís- lenzkra fjármuna. En það gat hún ekki gert nema því aðeins að gert væri líklegt að Grímur hefði vit- andi vits ráðið sér bana, en ekki í sturlun eða hugarvíli. Það er og at- hyglisvert með hvílíkri umhyggju dómendur sjá um að konungur fái sem ríflegastan hlut af dánarbú- inu. Þeir ákveða að hann skuli fá endurgreiddan helming af útfarar- kostnaðinum, en sé laus við að greiða málskostnaðinn, sem varð 8 hndr., eða 32 rdl. Sá kostnaður skyldi tekinn af hluta erfingjanna. en grísk list, en hana skorti fjað- urmagnið og ferskleikann, sem grísk list átti framan af. Ef litið er á þá snillinga, sem dýpst spor hafa markað í sögu ljóðsköpunar, verð- ur hið sama uppi á teningnum: Dante, Shakespeare, Donne, Baude- laire, Mallarmé, Rimbaud, Whit- man, Hopkins, Rilke, Yeats, Valéry, Pound og Eliot, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Þessir menn áttu það sammerkt, að þeir höfðu eitt- hvað nýtt fram að færa. Þeir sögðu hlutina á nýan og raskandi hátt. Menn vöknuðu af móki vanabund- inna forma og sáu skyndilega, að bæði gömul sannindi og ný var hægt að segja þannig, að lesand- inn varð hrifinn með, var hristur til umhugsunar — og aðdáunar. Hér var ekki aðeins um að ræða nýa innsýn, heldur og nýa tjáning, ferska og ljóslifandi. Einn af frumeiginleikum ljóðlist- ar er að segja meira eða minna augljósa hluti á óvæntan hátt, eink- um með líkingum eða táknmynd- um. Gott skáld sér samsvörun eða hliðstæður þar, sem venjulegir menn sjá aðeins einstaka, afmark- aða hluti eða atburði. Að sama skapi sem innsæi skáldsins dýpkar, verður samsvörun allra hlutaíhuga þess ríkari. Óverulegt atvik getur þá orðið ímynd eilífra sanninda. Fornar íslenzkar kenningar eru gott dæmi um þennan grundvall- areiginleika allrar ljóðlistar. En það er með skáldskap eins og annan gróður, hann eldist og hrörn- ar, táknmyndir og líkingar verða hversdagslegar og útslitnar, fersk- leikinn hverfur og nýnæmið, og krafturinn til að vekja og koma á óvart þverr. Þessi úrkynjun tekur mislangan tíma, oft marga áratugi, en niðurstaðan er jafnan hin sama: slen og formbundin vanaþrælkun. Það var þetta, sem hafði gerzt í enskri ljóðagerð í byrjun þessarar aldar, þegar fram á sjónarsviðið komu nokkrir ungir menn með áræði og eldlegan áhuga á að ráða bót á ástandinu. Eins og bent var á í fyrri grein, voru það Hopkins og Eliot, sem drýgstir urðu til var* anlegra áhrifa. — Fyrstu bækur þeirra komu út 1917 (Eliot).og 19i8. En endurvakningin hafði hafizt nokkru fyrr, og margir „minni spá- menn“ höfðu tekið til við að ryðja þá braut, sem Ijóðlist 20. aldarinar skyldi halda. Stóð þar fremstur í flokki ungur Ameríkumaður, Ezra Pound, sem hafði svo magnaðan persónuleika, að allir, sem kynnt- ust honum, urðu snortnir af eídi hans. Þeirra á meðal vpru bæði .jit i'fíjn Yeats og Eliot, og hinn síðarnefndi ° ° nu" .jT~>J tileinkaði Pound mesta kvæði pjtt, „The Waste Land“. Umhverfis ‘ f iP - -• þennan mann stoðu mörg ung og efnileg skáld, bæði brezk og ame- rísk. . ■'Utjid V Arið 1914 myndaði þessi hopur með sér samtök, sem nefnd voru „Imagists“ (image: táknmynd, lík- ing). Dregin var upp stefnuskrá, sem kvað á um meginþætti hinnar nýu hreyfingar. Þeir voru helztir: Hversdagsmál skyldi upp tekið, og í stað skrúðyrða skyldi leitazt við að finna ætíð hið rétta orð (berg- mál frá Flaubert). Form var mönn- um í sjálfsvald sett, en leitazt skyldi við að skapa nýa hrynjandi, sem kallað gæti fram nýar kenndír. Boðað var óskorað frelsi í efnis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.