Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 603 Augu manns EG STÓÐ hérna um morguninn fram- an við spegil og var að raka mig. Og þá datt mér í hug, að mannsaugað væri einhver hin furðulegasta smíð, miðað við stærð sína. Ég spurði svo vin minn, vísindamaenninn Champ- man Pincher hvað auga væri þungt. — Sjö grömm, sagði hann og svo gaf hann mér eftirfylgjandi upplýsingar. —* Veiztu það, sagði hann, að blá augu eru ekki blá, þau eru rauð. Þau sýnast aðeins blá á sama hátt og æð- arnar á handarbakinu á þér sýnast bláar. Yfir sjáaldri augans er þunn himna, og undir henni blóðæðar, og það eru þær, sem þú sérð. Þær sýnast bláar vegna þess að þú horfir á þær í gegnum himnuna, alveg eins og þú sérð æðarnar á handarbakinu gegn um skinnið. En brún augu eru brún. Þau fá lit sinn úr kirtlum, sem eru innan á augnhimnunni, en þessir kirtlar eru ekki í bláeygu fólki. Það er að minnsta kosti ákaflega sjaldgæft, ef það kemur þá nokkurn tíma fyrir, að bláeygir for- eldrar eigi brúneyg börn. Á hinn bóg- inn kemur það oft fyrir að brúneygir foreldrar eignast bláeyg börn. Himnan, sem veldur því, að rauð augu sýnast brún, er einhver merki- legasti hluti mannslíkamans, því að í henni eru engar æðar og hún þrífst án þess að fá næringu úr blóðinu. Hún mundi ekki vera gagnsæ, ef æðar væri í henni, og þess vegna verður hún að komast af án þeirra. Læknar vita ekki hvernig hún fer að því, en þeir halda að hún muni fá næringu úr tárunum, því að í tárunum er uppleyst salt, syk- ur og önnur næringarefni. í tárunum er einnig sóttvarnarefni, sem drepur gerla. Það er kallað „lysozyme“. Sir Alexander Fleming, sem fann penicil- lin, fann einnig þetta efni. Hann reyndi að búa til meðal úr því, en það var gagnslaust alls staðar nema í augun- um. Táravökvinn hlifir augunum, en hann mundi ekki tolla þar, ef ekki væri séð fyrir því á annan hátt. Milli augna- lokanna eru kirtlar, sem gefa frá sér límkennt efni og í þvi tollir táravökv- inn, svo að augun verða aldrei þur. Tárakirtlarnir framleiða svo sem háifa fingurbjörg af tárvökva að meðaltali á dag, en ef menn tárast þá getur fram- Læríð að vinna MÖRGUM mönnum hættir til þess þegar þeir hafa mikið að gera, að þjóta úr einu í annað og svo lendir allt í fumi og handaskolum fyrir þeim. Og með þessu móti auka þeir margfalt áreynslu hugar og tauga, alveg að gagnslausu, en sjálfum sér til tjóns. Þegar mörg verk kalla að í einu, ætti menn að taka þau fyrir hvert af öðru og hugsa ekki um neitt annað en það verk, sem þeir eru að vinna í þann svip- inn. Með því móti vinna þeir betur og hraðar og þreyta sig ekki jafn mikið og ella, því að sífeld umhugsun um það, sem ógert er, úttaugar mann meira en vinnan. Það getur orðið erfitt í byrjun að temja sér þetta, en með föst- um ásetningi og vilja tekst það. Og þá vinna menn leikandi létt það sem áður hefði orðið þeim erfitt og lýandi. Það er vegna þess að þá er huganum einbeitt að einhverju einu í senn, og þá vinna hönd og hugur betur sam- an. Ef menn eru að brjóta heil- ann um margt í senn og hafa áhyggjur af því hve seint þeim vinnst og hvernig tíminn hleyp- ur áfram, þá leggja menn á sig auka erfiði. sem þreytir mann ótrúlega fljótt. Sumir eru hrædd- ir um að þeir muni gleyma ein- hverju, sem þeir þurfa að gera, ef þeir hafa það ekki alltaf í huga. Þetta er mesti misskilning- ur. Hugurinn er eins og höndin, hann vinnur miklu betur, ef hann hefur ekki í mörgu að vasast í senn. Og ef menn hugsa aðeins um eitt í senn, þá man hugurinn undir eins hvað næst liggur fyrir þegar einu verki er lokið, af þvi að hann starfar betur, sé honum ekki ofboðið. leiðslan aukizt um helming. Táravökv- inn dreifist um augað þegar því er deplað; eitt augnablik er hér um bil fertugasti hluti úr sekúndu. Ef mönn- um liggur við að gráta af hrifningu eða viðkvæmni á almanna færi, þá er stundum hægt að koma í veg fyrir að tárin falli með því að depla augunum í sífellu. Með því móti þrýstist tára- vökvinn eftir leynigöngum inn í nefið. Menn verða varir við þetta á þann hátt að þeir fá saltbragð í munninn, því að nefið stendur líka í sambandi við munninn. Dökkva blettinn í miðju auga köllum vér augastein. Svarti liturinn kemur ekki af augnhimnunni, því að hún er gagnsæ, heldur af sjóntauginni, sem er svört, svo að ljósið kastist í rétta átt, alveg eins og í myndavélunum, sem eru svartar að innan. Augasteinn í mönnum virðist vera kringlóttur, en í köttum er hann eins og mjótt stryk upp og ofan. í hestum, kúm, geitum og kengúrum er augasteinninn aflang- ur. Það kemur fyrir að augasteinn verpist og af því stafa missýningar. Taktu eftir litlu blöðkunni í augna- króknum við nefið. Það eru leifar af þriðja augnalokinu, sem kom þvert á hin. Fuglarnir h|ifa enn þetta þriðja augnalok, og einnig ýmis dýr. Nokkur munur er á því hve langt er milli augasteinsins og sjóntaugar- innar. Ef lengra er milli þeirra en al- mennt gerist, þá eru menn nærsýnir, en ef styttra er milli þeirra heldur en venjulegt er, þá eru menn fjarsýnir. Hreyfingar augnanna fylgjast að. — Mjög fáir menn geta rennt öðru aug- anu en látið hitt vera hreyfingarlaust. Nokkrir geta rennt augunum sitt á hvað, sínu í hvora áttina, eða báðum að nefinu. Allt þetta geturðu athugað með því að horfa í spegil. (Úr „Daily Express"). Nýgift hjón voru á brúðkaupsferð og fengu sér leigt herbergi í gistihúsi. Hann gaf þernunum nokkrar krónur — Enginn lifandi maður má vita að við séum á brúðkaupsferð, sagði hann. Þernan lofaði að sjá um það. Á gang- inum mætti hún kjaftakerlingu, sem þegar rauk á hana og spurði: — Eru það hjón á brúðkaupsferð, sem hafa fengið herbergið þarna? Og loforði sínu trú svaraði þernan: — Nei, þau eru bara góðir vinir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.