Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 605 V Höfðingi Cheyenne-þjóðflokksins og höfundur greinarinnar. inn höndum og síðan myrtur af blóðbræðrum sínum. Hér skammt frá liggur Texas slóðin þar sem stórar nautgripa- hjarðir voru reknar til markaðs- staðanna, og síðasti bardagi Indí- ána í Oklahoma var háður, bardag- inn við Washita, þar sem hermenn stjórnarinnar börðust við lið Chey- enne Indíána undir stjórn Svarta Ketils höfðingja þeirra ásamt sveít- um úr þjóðflokkum Kiowa, Com- maces og Arapahoes. Var það mik- ið blóðbað og í mörg ár lágu bein Indíána, hermanna og hesta í hrúg- um á vígvellinum og ekki þykir það til tíðinda að finna bein þar enn í dag. Hér bjó líka einhver mesti menntamaður Indíána Sequoyah, sá sem fann upp stafróf sem var svo auðvelt að hver maður gat lært að lesa og skrifa á þrem dög- um. Er hann fór að útbreiða staf- róf sitt var hann tekinn hönduin og sakaður um að vera haldinn ill- um anda og tóku höfðingjarnir sér viku frest til að dæma í máli hans, en að þeim tíma hðnum var hann ekki aðeins látinn laus heldur og heiðraður á margan hátt. Er það \ nefnt sem dæmi um ágæti stafrofs hans að þann vikutíma er hann var fangi kenndi hann öllum gæzlu- mönnum sínum að lesa og skrifa. Margt fór miður í sambúð Indí- ánanna og hvítra manna, en eitt af sorglegustu atvikunum var það er friðsamir Vichitas Indíánar höfðu talið annan þjóðflokk á að semja frið við hvítu mennina. Tók flokk- urinn sig upp og hélt til næsta virkis. En hermennirnir vissu ekid að Indíánarnir væru komnir í friðsamlegum erindum, réðust á flokkinn og gjöreyddu honum. Er Indíánarnir sáu fram á að barátta þeirra var vonlaus komu þeir saman á þing og eftir að frið- arpípan hafði gengið á milli höfð- ingjanna og gjöfum skipt ákváðu þeir að semja frið og sameiningu þjóðflokkanna. — Viðurkenna þeir vanmátt sinn með þessum orðum: „Vort gróðurríka fagra land og auðugu veiðisvæði, gefin oss af hinum Mikla Anda, og þekkja eng- in takmörk nema strendur hinna miklu vatna og sjóndeildarhring himinsins, er nú vegna vanmáttar vors orðið smátt og fátækt land, sem vér getum varla nefnt vort." ÞINGIÐ HEFST Ég var vakinn upp af hugleið- ingum mínum við að bumbuslátt- ur hljómar um vellina og hrynj- andin stígur hraðar og hraðar unz það virðist vera samfelldur hljóm- ur, og er'það merki þess að nú eigi þing að hefjast. Sönglist Indíánanna er að sumu leyti lík rímnalögum okkar íslend- inga; þeir segja frá hetjudáðum forfeðra sinna í söng og dansi og hófst þingið með að sungnir voru gamlir söngvar og dansar stignir og eru allir dansarnir tákndansar og er oft erfitt fyrir hvíta menn að greina milli þess sem fram fer. — Söngvar þessir og dansar hafa varðveitzt gegnum aldirnar og hafa öldungarnir kennt þeim yngri og lagt mikla áherzlu á að ekkert gleymist eða glatist. Trúarlíf Indíánans er mjög skemmtilegt athugunar. Hann tyll- ir sér í krónur trjánna eða á ein- hvern afskekktan veðurbarinn klett, slær „tom-tom“ og kveður hvern sönginn eftir annan. Hann Indíána dansarar og töframenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.