Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
607
THeodór Gunnlaugsson:
Á REFAVEIÐUM
'l/'ETURINN 1931—1932 voru
bitnar til dauðs ellefu ær og
tveir sauðir fyrir Sigurði Þor-
steinssyni bónda í Hólsseli á
Fjöllum. Þær voru flestar bitnar á
takmörkuðu svæði norðan við
sauðhúsin í Hólsseli, eða nánar til-
tekið í melstykkjunum sunnan og
suðvestan við svokallaðan Skottás.
Allar voru kindurnar bitnar aftan
frá, um endaþarm og hann dreg-
inn út, þar næst étið úr lærum,
júgurstæði eða við koðra, en þar
telja víst sumir refir Ijúffengasta
bitann á sauðnum. Á sauðahúsin
gekk þá Tryggvi Helgason, nokk-
uð við aldur, en afburða skarpur,
og úthaldið með fádæmum, miðað
við hans líkamlegu áföll. Aldrei sá
Tryggvi tófuna, þótt hann rækist á
tvær ær nýbitnar að morgni, en
sinna og fornum dáðum með hinu
sameiginlega merkjamáli sléttu-
búa. Eftir að friðarpípan hafði
gengið á milli þeirra var gerður
friðarsamningur við hvítu meni-
ina, samningur sá er aldrei hefur
verið rofinn. Höfðingjarnir „undir-
skrifa“ samninginn með fingrafari
þumalfingurs, en fulltrúar hvítu
mannanna með undirskrift sinni.
Hvítu mennirnir afhenda Indí-
ánunum bandaríska fánann, og þeir
hefja hann á stöng, Indíánarnir
hefja fjaðrastafi sína á loft og þjóð-
söngurinn er leikinn.
•
DEYANDI KYNSTOFN?
Erfitt er að spá um framtíð Indí-
ána í Bandaríkjunum, hvort þeir
muni hverfa í hinar mörgu mill-
þannig fór það oft, ef úti lágu kind-
ur seinni hluta vetrarins. Aðeins
einu sinni virtist honum þó bregða
fyrir stórri, hvítri tófu skammt frá
nýdrepinni á, og virtist fjárhund-
ur hans einnig skynja hana.
Hvorki Sigurði eða Tryggva
þótti fýsilegt að sleppa fénu í
þennan tófukjaft, þótt svo yrði að
vera, því eitur snerti hann ekki.
Fór ég tvær ferðir upp á Fjöll fyrir
sumarmál og náði tófu samdæg-
urs bæði skiftin. Voru það tvær
hvítar læður, algeldar. Bíturinn
hélt þó uppteknum hætti og lagði
Sigurður til höfuðs honum. Fór ég
því að heiman eftir beiðni hans að
kvöldi 17. maí. Stefndi ég í Fagra-
dal, en leitaði jafnframt að grenj-
um í Vestur-Vegg, Draugadal og
um Krókavötn. Þessi leið með öll-
jónir hvítra manna eða hvort þeim
muni takast að varðveita kynstofn
sinn. En eitt er víst, að af hinum
mikla fjölda sem upprunalega
byggði Ameríku eru nú aðeins tald-
ir vera um 350 þúsund eftir og eru
þeir orðnir mikið blandaðir við
hvíta menn. — Lítið er orðið um
hreinræktaða Indíána, en þó hefur
nokkrum flokkum tekizt að forðast
blöndun við „menninguna“ og
halda sínum gömlu siðum og ein-
kennum þrátt fyrir áratuga sam-
búð við hvítu mennina.
En hvort sem þeim tekst að forð-
ast blöndunina eða ekki, þá munu
Indíánasögurnar halda áfram að
lifa, og verða til skemmtunar ung-
um og gömlum um komandi ár.
Þorgrímur Halldórsson.
um lykkjum er ekki innan við 35—
40 km.
•
Veður var yndislegt, stafalogn
og heiðskírt. Ég gekk hratt upp
eftir og bar talsverðan bagga,
byssu og sjónauka. Segir ekki af
ferðum mínum fyrr en ég kom
um lágnættið á grenið í þúfunni í
tanganum, er gengur suður í
Krókavötnin að norðan. Hafði ég
leitað vandlega í fyrmefndum
stöðum, en einskis orðið var. Þama
ákyað ég að hvíla mig um stund,
fá mér bita og blund á eftir. Hall-
aði ég mér sunnan í þúfuna og
hugðist dotta, eftir að hafa inn-
byrt nestið. Áður en ég lokaði
augunum gaggaði ég tvisvar með
stuttu millibili, og í kyrrðinni
heyrði ég enduróminn berast frá
ásnum austan við Krókavötnin.
Rétt á eftir hrekk ég upp við óm
af gaggi. Var það draumur eða
veruleiki? Ég tek undir og mér er
strax svarað. Tófan er á móti mér
sunnan við vatnið og færist aust-
ur. Nokkur tími líður, en mér er
ómögulegt að koma auga á hana.
Ef til vill mórauð og þá er það
varla von.
Ég snarast á fætur, tek sprettinn
norður og austur fyrir Krókavötn-
in og fram ásinn austan við þau,
án þess að sjá nokkuð. Klukkan 2
—3 sé ég loks tófuna snjóhvíta í
sólskininu. Hefur hún stefnu suð-
ur með Veitunum vestan við
Fagradalsásinn. Hún fer mjög
hægt, snýst og snuðrar og tekur
undir við mig en breytir ekkert
stefnu. Kl. 4 er ég kominn í veg
fyrir hana sunnan í melhól og hljóp