Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
611
heilt bókmenntasafn, ritgerðir,
sögur, þjóðsögur, sálmar, kvæði og
spakmæli. Þarna var einnig skrá
um 87 handrit og þeim lýst. En
aðeins 28 af þeim fundust við upp-
gröftinn. Skráin er svo ýtarleg, að
hún er á mörgum töflum. Neðst
á hverri töflu er skráð fyrsta orðið
á næstu töflu, svo að hægt er að
rekja sig eftir þeim í réttri röð.
Ég kom oft í forngripasafnið í
Istanbul. Seinasta daginn sem ég
kom þar, var mér sýnt merkilegt
handrit. Á þá töflu er skráð elzta
ástarljóð, sem nú þekkist. Sumeri
anar höfðu þann sið að halda goða-
brullaup og kom konungur í stað
brúðgumans en hofgyðja í stað
brúðurinnar. Hér er upphaf að
ávarpi brúðurinnar:
Unnusti minn, eg elska þig af öllu
hjarta.
Fegurð þín er mikil og sæt sem hunang.
Þú ljón, eg elska þig af öllu hjarta.
Fegurð þín er mikil og sæt sem hunang.
Á annari töflu er lofsöngur til
Enlils, sem var æðsta goð þeirra.
Þetta er kafli úr honum:
Ef Enlil, hið mikla fjall, væri ekki
þá væri engin borg til
ekkert þorp, ekkert fjárhús.
Fjárkvíar mundu engar byggðar,
enginn kóngur mundi verða krýndur,
enginn prestur fæðast,
enginn æðstiprestur vígður með
fórnum.
Verkamenn mundu hvorki eiga hús-
bónda né verkstjóra.
Vötnin mundu eigi vaxa
og fiskarnir í sjónum mundu eigi
hrygna.
Fuglar himinsins mundu eigi gera sér
hreiður á jörðinni.
Skýin á festingunni mundu ekki veita
regn,
og gróður jarðar mundi eigi ná að
þroskast.
Rúmlega 75.000 töflur eru enn
óþýddar. Þær fundust um alda-
mótin, aðallega í Mesopotamiu
(Iraq) og Anatoliu (Tyrklandi). Á
hverri töflu er fróðleikur um þá
Hvernig fara mun
EINN af starfsmönnum efnafræðis-
deildar háskólans í Ulinois í Banda-
ríkjunum hefur spáð því að efna-
fræðin muni gjörbreyta högum
manna á öllum sviðum á komandi
árum. Bjargráð efnafræðinnar eru
mörg, en sum þeirra er hann nefnir
virðast vera örþrifaráð, og gæti þá
svo farið að efnafræðin yrði mann-
kyninu álíka hættuleg og eðlisfræð-
in, sem lagði mönnum kjarnorku-
vopnin í hendur. Hér er útdráttur
úr þessum spádómum.
VEGNA sívaxandi fólksfjölgunar á
jörðinni, mun að því reka, að hver
blettur verður ræktaður. Og ekki nóg
með það, heldur verður uppskeran
margfölduð með bættum ræktunarað-
ferðum, gróðuraukandi efnum, efnum
sem verja illgresi að festa rætur og
efnum sem eyða hættulegum skorkvik-
indum og sýklum í jarðvegi. Þó verð-
ur þetta ekki nóg til þess að fæða
mannkynið.
Þá verður horfið að því að afla
meiri matvæla úr sjónum, heldur en
verið hefur. Ég býst við því að menn
stofni þá fiskabú og reki þau alveg
eins og þeir reka kúabúin núna. Þá
girða menn stór sjávarsvæði og ala þar
upp fisk til slátrunar, alveg eins og
annað kvikfé. Þá fær nafnið sjávar-
bóndi alveg nýa merkingu.
Þá munu menn einnig rækta alls
konar sjávargróður til manneldis, elds-
neytis og fyrir verksmiðjur, og upp-
skeran fer fram líkt og uppskera á
landi nú, í stað þess að nú safna menn
aðeins þeim sjávarjurtum, sem rekur
á land.
En þegar þetta dugir nú ekki til
þess að fæða mannkynið, þá mun koma
til kasta efnafræðinganna að finna upp
sérstakt efni, sem blandað er í mat og
hefur þau áhrif að draga úr viðkomu
mannkynsins.
mennirxgu sem blómgvaðist á þess-
um slóðum fyrir 4—5000 árum.
Tyrknesku fornfræðingarnir gera
ráð fyrir að allar töflurnar verði
eigi þýddar fyr en árið 2700.
Menn hafa komizt að því á seinni
árum, að ýmis konar veikindi stafa af
því, að nauðsynleg efni vantar í fæðu
manna. Úr þessu hefur verið bætt með
gerfiefnum, sem menn fá til uppbótar.
Það er einnig hægt að framleiða gerfi-
fæðu, sem fullnægi líkama mannsins,
en hætt er við að þeim, sem hafa mag-
ann fyrir sinn guð og vita ekki annan
unað meiri en sitja við veizluborð að
kræsingum, þyki sá matur lítilfjör-
legur.
Búast má við því að bráðlega komi
betri meðul en áður gegn ýmsum smit-
andi sjúkdómum. En mörg þau veik-
indi, er hrjá mannkynið, stafa af vír-
usum, svo sem kvefið, barnaveiki,
mænuveiki, inflúensa, lungnabólga og
mislingar. Innan fárra ára mun hafa
tekizt að þekkja alla þessa vírusa og
finna upp varnir gegn þeim.
Mönnum er nú kunnugt um ýmsa
hormóna, sem hafa gagnger áhrif á lík-
amann og einnig á hið innra líf og
hátterni manna. Og bráðlega munu
finnast meðul af þessari tegund, er
geta algjörlega mótað menn, bæði and-
lega og líkamlega. En þegar svo er
komið, verður að hafa strangt eftirlit
með slíku, því að slík meðul gætu orðið
stórhættuleg í höndum einvaldsherra.
Þá er öll heill mannkynsins í veði.
Kvikmyndaflokkur var kominn til
afskekkts héraðs í Arizona. Fyrsta dag-
inn kemur Indiáni nokkur til kvik-
myndastjórans og sagði: „Hann rignir
á morgun.“
Jú, daginn eftir var rigning. En und-
ir kvöld kemur Indíáninn aftur og seg-
ir: „Sólskin á morgun.“
Það reyndist líka rétt. Kvikmynda-
stjórinn sá að hann mundi geta haft
mikið gagn af svona snjöllum veður-
spámanni, því að það gat haft mikla
þýðingu fyrir hann að vita fyrirfram
um veður næsta dag, hvort þá væri
hægt að kvikmynda.
En þriðja daginn kom Indíáninn
ekki. Kvikmyndastjórinn sendi þá eftir
honum og bað hann að segja sér hvern-
ig veðrið yrði næsta dag.
„Get það ekki,“ sagði Indíáninn. „Út-
varpið mitt er bilað.“