Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1954, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5" 612 Ragnar Jóhannesson: )Ltr tií íiLnzli unhar EKKERT skart né viðhöfn var í varpanum hjá Bólu, en víst er að föla fjólan þar fagnaði því sem alls staðar að breiða barm mót sólu. Engin sunna auðnu hló yfir Rifgirðingum — fæddist þar sá fegurst sló fiðlu — af rímsnillingum, er úr sulti og drykkju dó við dyr hjá Reykvíkingum. Ekki var hátt að horfa þá heim að Bessatungu. Bærinn lítill, burstin lág, bömin mörg og klæðafá, en lindir Ijóðsins sungu föðursins sjúka fiðlu á; fann hann leiðina tónninn sá, til hjartnanna öru og ungu. Stirt var um gripin, Stephan G., strengirnir tárum þvalir. Dró sig sólardýrð í hlé — dalirnir tregasvalir, þegar þú horfðir eftir einn öðrum í skólann ríða. Angursins strengur undurhreinn ómaði því svo víða. f Saurbæ hafði syrt i ál, sjúkleikinn — dauðinn hrjúfur, fylltu þar klerksins kvalaskál, en kaleikur þinn, ó, fagra mál, var teygaður, tær og ljúfur. Fífa í sundi, fjóla í vegg, fögnuðu sól eftir élið, þannig var oft þinna ljóða líf leikur geislans við helið. £ 1 l 1 I £ J £ í Svalaðu nýu angri enn, orðsins kliðandi strengur. Mín þungstiga harpa er þögnuð senn, og þá er ég ekki lengur. f hönd þína enn ég lófann legg sem lítiil hlustandi drengur. BLÆÖSPIN f EGILSSTAÐASKÓGI. — Einn af víðlendustu skógum hér á landi er Egilsstaðaskógur á Héraði. Á seinni árum hefir hann verið friðaður og farið stórkostlega fram. Inni í þessum skógi, mitt á meðal bjarkanna, fann Ingi- mar Sveinsson á Egilsstöðum nokkrar blæaspir í fyrra, há og fögur tré, sem menn höfðu ekki vitað um áður að væri þar til. Að vísu hafði blæösp fundizt áður á öðrum stað á Austurlandi, og þótti það þá viðburður, því að menn höfðu ekki vitað fyr að þessi trjátegund væri til hér á landi. Hæsta öspin i Egilsstaða- skógi er um 8 metra á hæð og hefir borið fræ og er asparnýgræða umhverfis hana. — Það er líklegt að marga langi til að fá slík tré í garða sína, því að bæði eru þau fögur og svo þýtur undarlega í laufi þeirra þegar gola er. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). ÞORSTEINN STERKI GUÐBRANDSSON bjó á Skarði á Skarðsströnd eftir miðja 18. öld. Það er mælt að hann hafi heitið að vinna þrjú verk á Skarði, sem ekki höfðu verið áður gerð, að reisa bæ í Ólafseyum, að ná steinin- um úr Tónavör, sem kölski átti að hafa látið þar til meins við Ólaf yngra tóna Geirmundsson frá Hvoli í Saurbæ, er seinast bjó á Rauðamel, og að nákistum Geirmundar heljarskinns úr Anda- keldu. Hann kom fyrst upp bænum í Ólafseyum. Síðan náði'hann steininum úr vörinni með þeim hætti, að hann batt við hann margar tunnur um fjöru, sem hann fekk flestum við komið, reri svo allt um stórflóð fram á Stöðvar- sund og hleypti þar niður steininum. En Magnús sýslumaður Ketilsson í Búðardal taldi hann fastlega af því að reyna að ná upp kistum Geirmundar, kvað honum mundi verða það að mestu slysi, því allröm væri forneskjan. — Áræddi Þorsteinn þá eigi að reyna það. LÓUNNI FAGNAÐ Sumarliði Grímsson frá Torfastaða- koti í Biskupstungum, reisti nýbýlið Litla Hvamm spölkorn frá Reykjavík, ásamt Ingimundi Hallgrímssyni. Sonur Sumarliða hét Sveinbjörn. Hann and- aðist um tvítugt. Þegar hann var 12 ára, var það snemma vors, að hann gekk út árla morguns. Heyrði hann þá til lóunnar í fyrsta sinn á því vori. Orkti hann þá vísu þessa: Vorið blakar blítt við kinn, blómin taka að gróa. Hérna bak við bæinn minn blessuð kvakar lóa. (Inn til fjalla).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.