Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Qupperneq 2
190
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
vestur með honum þangað til þeir
komu að Fjallsá. Hún var þá í
hroðavexti og með öllu ófær, og
engin leið var að komast þar upp
á jökul og krækja fyrir upptök
hennar. Voru þeir nú komnir í al-
gjöra sjálfheldu þarna á þeim stað,
sem kallaður var Krókur. Sáu þeir
að ekki var um annað að gera en
setjast þarna að og vera þar um
nóttina. Var það þó ekki tilhlökk-
unarefni, því að þeir voru bæði
mæddir af langri göngu og votir
upp undir hendur, en nú var skift
um veður og komið 6 stiga frost.
Er varla nokkur vafi á að þeir
hefði allir króknað þarna um nótt-
ina, ef þeim hefði ekki borizt óvænt
hjáip.
Segir nú næst frá því, að þennan
sama morgun tók Björn bóndi Páls-
son á Kvískerjum hest sinn og reið
til sjávar til þess að vita hvort ekk-
ert hefði rekið þar á fjörur í brim-
inu. Og sem hann nú er kominn
austur undir Breiðárós, sér hann
hið strandaða skip. Ekki gat hann
komizt að því styztu leið vegna
þess að ósinn var ófær. Krækti
hann því upp fyrir og komst ein-
hvers staðar yfir lónið á ísi.
Þegar hann kom niður í fjöruua
þar sem hið strandaða skip var
framundan, var komið flóð og
langt út í það frá landi. Ekki gat
hann séð þess nein merki að menn
væri um borð, en í sandinum sá
hann slóðir eftir marga menn og
þóttist þá vita að þeir mundu hafa
komizt af og farið að leita manna-
byggða. En hvert höfðu þeir farið?
Það sást ekki, því ekki var hægt
að rekja slóðirnar lengra en upp
úr fjörusandinum. Birni kom fyrst
til hugar að þeir mundu hafa snúið
austur á bóginn, svo að hann reið
austur að Jökulsá. Þá var hún í
slíkum hroðavexti, að óhugsandi
var að mennirnir hefði lagt í hana.
Reið Björn svo upp með ánni, allt
til jökuls og svo vestur m«ð jökl-
inum þangað til hann rakst á
mennina, skjálfandi af kulda og
úrræðalausa. Má nærri geta að
hýrnað hafi yfir þeim er maður-
inn kom, því að ömurlegt hefir
ástandið verið að vera þarna inni-
króaðir á eyðisöndum, milli belj-
andi vatna og jökuls, og hafa enga
hugmynd um hvort þeir gæti feng-
ið nokkra hjálp, öllu ókunnugir og
holdvotir í grimmdarfrosti.
Björn dreif þá nú á stað og af
því að hann var með hest, tókst
honum að selflytja þá yfir Fjallsá
og Hrútá, báðar lítt færar. En þetta
gekk þó allt slysalaust og kom
hann þeim heim að Kvískerjum um
kvöldið. Þar var þeim hjúkrað eins
og föng voru á, og hresstust þeir
bráðlegæ En á Kvískerjum dvöld
ust þeir fram til hins 24., eða heila
viku.
Nú var lagt á stað með þá til
Reykjavíkur og fóru. sex Öræfing-
ar með þeim. Voru þar fararstjór-
ar þeir Ari hreppstjóri Hálfdanar-
son á Fagurhólsmýri og Páll Jóns-
son bóndi í Svínafelli. Hrepptu
þeir verstu veður og voru hálfan
mánuð á leiðinni til Reykjavíkur,
komu ekki þangað fyrr en 6. febrú-
ar. Voru strandmenn þá ærið das-
aðir, sem von var, en mikið létu
þeir af gestrisnu Skaftfellinga og
annara á leiðinni hingað.
STRAND HJÁ ÞJÓRSÁRÓSI
Grimsby-togarinn „King Edgar“
lagði á stað úr heimahöfn hinn 23.
desember 1904, og bjóst við að
verða kominn heim aftur eftir
mánuð. En svo leið allur janúar, að
ekkert fréttist til hans, og þegar
komið var fram í miðjan febrúar.
töldu menn hann af. En þá, þegar
kvíðinn var mestur, kemur skeyti
til konu stýrimannsins, dagsett í
Leith 15. febrúar og var það á
þessa leið: „Förum frá Leith til
Grimsby í kvöld eða á morgun.“
Og morguninn eftir koma svo
sjö af áhöfn „King Edgar“ með
járnbrautarlest til Grimsby, og
það fréttist brátt, að þeir sem
vantaði, væri heilir á húfi. Það
varð heldur en ekki fögnuður með-
al ættingja hinna heimkomnu sjó-
manna, og allir borgarbúar sam-
glöddust þeim, enda er það kunn-
ugt að frá ómunatíð hafa allir borg-
arbúar glaðst innilega þegar sjó-
menn þeirra voru heimtir úr helju,
og allir hafa líka syrgt, þegar sjó-
menn hafa farizt.
Það var merkileg og spennandi
saga, sem hinir heimkomnu menn
höfðu að segja.
Fyrst í stað eftir að „King Edg-
ar“ lét úr höfn, hafði veður verið
bærilegt, eftir því sem um er að
gera á þessum tíma árs, og hann
hafði veitt vel. En er hann hafði
verið þrjár vikur að heiman, tók
veður að versna og gerði storma
og hríðar. Eftir mánuð hafði hann
aflað 600 kassa af fiski, og þótti
skipstjóra þá ráðlegast að leita
hafnar. Veður var þá mjög illt og
um nóttina (aðfaranótt 26. janúar)
gerði aftakaveður og strandaði
skipið þá á eyðisandi á suðurströnd
íslands.*)
Til allrar hamingju var af-
skekktur bóndabær ekki fjarri
strandstaðnum, svo að menn þar
heyrðu er skipið þeytti neyðar-
flautu sína. Drifu þeir sig þá þeg-
ar á stað og komu á strandstaðinn
til þess að reyna að hjálpa. Skipið
virtist þá að því komið að brotna
í tvennt. Var þá línu komið í land
til íslendinga og svo voru skip-
verjar dregnir í gegn um brim
og boða, hver á eítir öðrum, þang-
að til allir voru komnir á land og
úr allri hættu. Um leið og menn-
irnir komu á land, voru þeir drifn-
ir heim á bæinn, og þar var þeim
gefið eitthvað heitt að drekka og
hlynnt að þeim á allan hátt, svo að
*) Það var rétt vestan við Þjórsárós.