Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
191
þeir næðu sér eftir sjóvolkið og
hrakningana.
Fimm daga héldu þeir kyrru fyr-
ir þarna á bænum, og þegar veðrið
tók að skána, komust þeir um borð
í togarann til þess að líta þar eftir.
Síðan var það afráðið, að átta
menn skyldu sendir heim til Eng-
lands, en skipstjóri og aðalvél-
stjóri skyldi verða eftir hjá skip-
inu.
Stórkostlegir erfiðleikar urðu á
leið hinna átta manna áður en þeir
kæmist heim til sín. Fyrst urðu
þeir að fara yfir vegleysur og fjöll
á íslandi og það verður ekki farið
öðru vísi en á hestum. Þetta var
um 160 km. vegarlengd, mennirn-
ir voru illa út búnir og veður hörð
þarna á norðurslóðum. Tveir bænd-
ur gerðust leiðsögumenn þeirra og
landið var allt snævi þakið og
gaddað. Þrjá daga voru þeir á leið-
inni til Reykjavíkur og máttu heita
uppgefnir er þeir komu þangað.
Þarna hittu þeir aftur fyrir góða
vini. í höfuðborg íslands var ágæt-
lega tekið á móti þeim, þar var
þeim komið fyrir í góðum stað og
dekrað við þá þangað til þeir fóru
heimleiðis.
Þeir komu til Leith hinn 14.
febrúar og sjö þeirra fóru heim
til Grimsby næsta dag. Sá áttundi
var danskur og hann kaus heldur
að halda áfram heim til ættlands
síns. Þegar Grimsby-menn komu
heim gátu þeir varla nógsamlega
dáðst að því og þakkað hve góðar
viðtökur þeir hefði fengið á fslandi,
bæði í sveitunum og í Reykjavík.
_O-------
Þetta er þá greinin úr enska
blaðinu og er hún undirskrifuð
T. H. S. og er það einhver sem
hefir haft fregnir af þeim félögum.
Þess má geta að strandmenn-
irnir af báðum ensku togurunum,
,,Banffshire“ og „King Edgar“,
voru samtímis hér í Reykjavík, og
voru allir sendir út með póstskip-
Finnbogi J. Arndal:
TIL ÍSLANDS
Fögur ertu, fóstra mín,
fjöllin þín og jökulbungur.
Þegar sumarsólin skín
saell ég dvel við brjóstin þín,
og þitt mjúka mjallar lín
mér var kært, er lék eg ungur.
Fögur ertu, fóstra mín,
fjöllin þín og jökulbungur.
Harpa þín í hverjum dal
hljómar alla daga og nætur.
Ljúft er þinna linda hjal
— lifsins mál í fjallasal —
þar, sem broshýrt blómaval
björtum daggartárum grætur.
Harpa þin i hverjum dal
hljómar alla daga og nætur.
Aldan liður upp að strönd
eins og hóglát mey í dansi,
strýkur sandinn hlýrri hönd,
hvít hún strengir löðurbönd
skuggaleg um skerjalönd,
skraut það likist brúðarkransi.
Aldan líður upp að strönd
eins og hóglát mey í dansi,
Fögur ertu, fóstra kær,
fanna er þú skrýðist klæðum.
Iliminbláminn hreinn og skær
helgiblæ á landið slær,
norðurljósin logaskær
loftið hjúpa gullnum slæðum.
Fögur ertu, fóstra kær,
fanna er þú skrýðist klæðum.
Vetur, sumar, vor og haust,
vegleg ertu, fjalladrottning.
Fegurð þín og tign er traust,
tígulegan búning hlauzt,
býr þú hljóð við brimsins raust,
barna þinna áttu lotning.
Vetur, sumar, vor og haust,
vegleg ertu, fjalladrottning.
Vagga mín þú varst — og gröf
veröur þú, er lýkur degi,
fögur er það friðargjöf
ferðlúnum um reynslu höf,
er ég legg frá ystu nöf
út á þoku hulda vegi.
Vagga mín þú varst — og gröf
verður þú, er lýkur degi,
f
J
f
I
I
S
f
1
f
}
=<<P<Q=^ð:=<Ci=<C7=<Q=<CP<Q==<(PCQ=<CP<Q=><CP<Q==<(?^Q=={CP<Q==í(P<^.CP*'Q=<<P<Q=<(r^Q=<(p<Q=»<(/
inu „Laura“, sem fór héðan 10.
febrúar. Þá var síminn ekki kom-
inn, og fréttist því ekkert til Eng-
lands um ströndin fyr en skipverj-
ar komu heim — tvær skipshafnir,
sem íslendingar höfðu bjargað.
Q_^í>®®®<j^>—5
„ANNAÐ KOMIÐ UPP ÚR
DÚRNUM“
PRESTUR er að spyrja börn og fræðir
þau meðal annars um það, að Skírdag-
ur dragi nafn sitt af því, að þá hafi
Kristur verið skírður. — Söfnuðinum
hafði nú annað verið kennt áður, af
fyrirrennara hins unga prests og öðr-
um góðum mönnum, og hugsaði fyrst
að þetta væri mismæli eða meinloka í
presti. En hann helt áfram þessari
kenningu við barnaspurningar, hvenær
sem svo bar undir. Þá tók sig til einn
nefndarmaður í sókninni og fekk færð-
an presti heim sanninn í einrúmi, að
kenning þessi mundi hæpin. Við næstu
barnafræðslu kemur prestur enn með
hina sömu spurningu. Barnið svarar
sem því hafði verið kennt áður.
„Ónei“, segir prestur þá, „það er nú
komið annað upp úr dúrnum“.
Þetta var síðan oft haft að viðkvæði
þar í sókn: „Það er nú komið annað
upp úr dúrnum“ (eða „túrnum“, sem
sumir segja að prestur hafi orðað það,
honum mun hafa verið það orðið ein-
hvern veginn tamara en hitt).
Hvar gerðist þessi saga og hvenær?
í biskupsdæminu íslandi ár 1887, ekki
margar þingmannaleiðir frá höfuð-
staðnum. (ísafold).