Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 4
192 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Thora Friðriksson: AU ST U RVÖ LLU R y^USTURVÖLLUR er sá blettur í Reykjavík sem mér þykir vænzt um, og áður en ég lýk ncs- um, vildi ég gjarnan túlka honum ást mína og minnast hans að nokkru. Þegar ég fyrst leit ljós þessa furðulega heims, 22. dag maímán- aðar, 1866, áttu foreldrar mínir heima í Kirkjustræti 12, sem þá var lítið, einlyft múrsteinshús, sem faðir minn byggði seinna aðra hæð á ofan. En við það missti hús- ið sinn upprunalega og stílhreina svip, enda var það upphaflega reist af útlendum (dönskum) kunnáttu- mönnum, eins og t. d. hin fallega latínuskólabygging, þar sem þess var vel gætt, að öll hlutföll væru rétt. Þá sem nú sneru stofuglugg- arnir út að Austurvelli og sem h't- ill telpuhnokki lá ég daglega á hnjánum á stól við gluggann og athugaði allt sem fyrir augu bar, og það voru nú ekki nein smá- ræði. Þarna sá ég öskuhauga og forarpolla, en smágrasgeirar inn á milli þar sem sjá mátti jafnvel einstöku sóleyjar eða fífla. Hvílík dýrð! Völlurinn var ekki mann- laus þá fremur en nú, því þar söfnuðust bændur í kaupstaðaferð- um með áburðarhesta sína og hunda, á leið út á Seltjarnarnes að sækja sér skreið. Tjölduðu þeir þarna og sváfu þar nóttina af. Á daginn var þarna fullt af krökk- um umhverfis tjöldin, á snöpum eftir einhverju matarkyns frá körl- unum sem snæddu með sjálfskeið- ingum og dreyptu á brennivíns- pytlum. Víst var þarna margt að siá og mikið að læra. Enn sé ég fyrir mér þessar breytilegu, lif- andi myndir, sem voru sannarlegn meira virði en þær sem nú eru framleiddar í Hollywood, því þær orkuðu með skapandi krafti á hug- arflug og ímyndunarafl, og ýmsar af þeim myndum, sem mér í bernsku bar fyrir augu á Austur- velli, hafa haft mikil áhrif á líf mitt. ★ Norðan við völlinn stóðu tvö tiörguð timburhús, hin svonefndu frönsku hús. Annað þeirra var birgðaskemma en hitt var hæli fyr- ir frakkneska skipbrotsmenn, sem íslenzkir bændur biörguðu frá drukknun austur á söndunum og fluttu til Reykjavíkur. Var þeim síðan komið um borð í hinar stóru, frönsku freigátur, sem eftirlithöfðu með franska fiskiflotanum hér við land, ásamt franska ræðismann- inum hér. Þeirri stöðu gegndi um mörg ár Randrup lvfsali — eða öllu heldur kona og hámenntuð. Fyrri maður hennar var Jóhann Möller, lyfsali, sem dó ungur árið 1847, ,,frá mörgum börnum og miklum skuldum", eins og einhvers staðar stendur skrifað. Frúin varð fyrir hvern mun að halda apótekinu (orðið „lyfjabúð" var þá ekki kom- ið í notkun) og giftist því apótek- arasveini sínum, Randrup, kenndi honum frönsku og dubbaði hann upp í að verða konsúll Frakka hér á landi. Gamla apótekið, sem stend- ur enn (nú skrifstofa Rauða kross- ins) var beint á móti húsi okkar, hinum megin við götuna Er frú Randrup hafði komið mál- um sínum í þetta horf, leið ekki á löngu áður en apótekið var orðið miðstöð útlendinga í bænum. Þang- að áttu leið bæði fátækir skipbrots- menn frá Bretagne og glæsibúnir sjóhðsforingjar með borðalögðum húfum. Mér lærðist fljótt að þessi þjóð var um flest frábrugðin okk- ar fólki og talaði annarlega tungu. En einkum þótti mér skemmtilegt að horfa á skipbrotsmennina „stikka“ eða „klínka“ á Austur- velli. Ég held að í fyrstu hafi það verið hinar snöru hrevfingar þeirra og handapat, sem vöktu mest at- hygli mína, en svo var klæðnaður þeirra og óvenjulegur. Jafnvel í vorkuldunum voru þeir í mislit- um léreftsfötum, stagbættum. Bæt urnar voru oftast nær með öðrum lit en flíkin sjálf, og fannst mér mikil prýði í því. Það var eitthvað annað en dökku vaðmálsfötin bú- andkarlanna íslenzku! Um hálsinn höfðu þeir allavega lita lérefts- klúta í stað ullartreflanna, sem sveitamennirnir dúðuðu sig með. í kringum þessa gesti á Austurvelli hópaðist einnig ungviði bæjarins, hrópandi og kallandi „biskví, biskví!“ Þetta fallega, hvíta brauð létu „fransararnir" börnunum í té af mikilli rausn. Fannst mér þeir vera kátir, aðlaðandi og góðir menn og spurði mikið um þá. Ég var ekki nema lítil hnáta, er ég tók þá á- kvörðun að læra frönsku þegar ég væri orðin stór. Þessi snemmborni ásetningur minn varð æ sterkari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.