Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
193
með árunum og hefur haft mikii
áhrif á allt líf mitt.
í æsku minni var ekki auðhlaup -
ið að því að fá tilsögn í frönsku,
þótt hún að nafninu til væri kennd
í latínuskólanum. En það er nú
önnur saga.
★
Það þurfti hvorki meira né
minna til en sjálfa þjóðhátíðina
að gjörbreyta Austurvelli. Var ég
þá orðin stór stúlka, 8 ára gömul,
svo um hana gæti ég skrifað heila
bók með mörgum skringisögum,
því að þar stóð ég vel að vígi til
að fylgjast með og sjá margt og
heyra. Faðir minn, Halldór Kr.
Friðriksson, var mikið við þá hátíð
riðinn, og auk þess var ég tíður
gestur í landshöfðingjahúsinu, þar
sem þeir gistu Kristján konungur
9. og Valdemar prins.. En hér tala
ég einungis um Austurvöll, í sam-
bandi við árin 1874 og ’75.
Sýslumaðurinn í Gullbringu-
og Kjósarsýslu, Láritz Sveinbjörns-
son, var jafnframt bæjarfógeti í
Reykjavík, en bæjarsjóður átti þá
ekkert til, og varð því að treysta
því, að bæjarbúar gerðu á eigin
kostnað það sem hægt væri til að
gjöra bæinn eins þrifalegan og
auðið var eftir ástæðum öllum.
Samt voru eitthvað lagfærðar götu-
rennurnar (rennusteinarnir, sem
þá voru kallaðir) í miðbænum, með
því að hátíðahöldin áttu að hefjast
um nónbil með skrúðgöngu frá
Austurvelli upp á Öskjuhlíð. Þá
var vellinum sá sómi sýndur að
hann var hreinsaður og sléttaður,
og frönsku húsin voru tjörguð og
settir á þau hvítmálaðír gervi-
gluggar, ósköp ljótir.
Svo illa vildi til, að aðalhátíðis-
daginn, 2. ágúst, var mikið norðan-
rok, svo rykið þyrlaðist himinhátt,
en fólk lét það ekki á sig fá og
þyrptist að hvaðanæva. Sat ég við
stofugluggann og skemmti mér
prýðilega, þótt ekki fengi ég að
fara út.
í tilefni af þúsund ára afmælinu
gáfu Kaupmannahafnarbúar hið
undurfagra eirlíkneski af Bertel
Thorvaldsen. Minnist ég þess, að
prófessor Martin Hammerich, sem
hafði verið lærisveinn föður míns
í íslenzku á Hafnarárum hans,
skrifaði föður mínum nokkur bréf
af þessu tilefni og sendi honum
bók þá, sem hann hafði skrifað um
Thorvaldsen nokkrum árum áður
(Thorvaldsen og hans Kunst —
Kjöbenhavn 1870).
Þáverandi bæjarstjórn var ekki
í nokkrum vafa um, hvar ætti að
staðsetja þessa merkilegu afmælis-
gjöf. í Ingólfsbæ var ein óbyggð
lóð, þótt illa hefði verið með har.a
farið — leifar af túni, sem í upp-
hafi var ræktað af fyrsta landnáms-
manni íslands. Þar átti myndin af
fyrsta og mesta listamanni ís-
lenzkrar ættar að standa, að
minnsta kosti r.æstu þúsund árin.
Það var því ekki aðeins óhugnan-
legt ræktarleysi, heldur og hinn
mesti „vandalismi“ að setja þetta
klassiska listaverk í skammarkrók
í hljómskálagarðinum við hliðina á
afskræmdri mynd af listaskáldinu
okkar góða.
★
Ef til vill er ég einasti núlií-
andi Reykvíkingur, sem hef haft
persónuleg kynni af Jóni Sigurðs-
syni, forseta, því eins og alkunna
er, var faðir minn einn af hans
nánustu vinum. Um þingtímann á
sumrin kom hann á hverjum degi
heim til okkar, og stundum oftar.
Ég man ofurvel eftir honum. Per-
sónuleikur hans hlaut að hafa var-
anleg áhrif á mann, jafnvel á ungl-
inga eins og mig, og ég er þess full-
viss, að hefði Jón Sigurðsson verið
uppi þegar myndin af Thorvaldsen
var rifin burt af Austurvelli, hefði
hann fyrstur manna andmælt
þeirri smekkleysu. En í sambandi
við Jón Sigurðsson og Thorvaldsen,
langar mig til að rifja upp, að Jón
Sigurðsson kom til Kaupmanna-
hafnar sem ungur stúdent áiið
1833, og það er því fullvíst, að hann
og allir íslenzkir stúdentar, sem
þá voru við Hafnarháskóla og flest-
ir hverjir hafa skráð nöfn sín í
sögu íslands, hafa eflaust verið við-
staddir er Bertel Thorvaldsen
var fagnað við heimkomu hans
frá Rómaborg, því að sjálfsagt hef-