Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 6
194
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ur þeim ekki gleymzt, að meistar-
inn sem allur heimurinn dáði um
þessar mundir, var af íslenzku
bergi brotinn. Og ekki er ómögu-
legt, að meðal þeirra stúdenta, sem
spenntu hestana frá vagni Thor-
valdsens og dróu vagninn sjálfir
frá skipsfjöl, hafi verið einhverjir
ungir íslendingar, sem síðar urðu
þekktir menn.
Þó er vitað, að hvorki Fjölnis-
menn né Jón Sigurðsson höfðu
nein persónuleg kynni af Thor-
valdsen þau sex ár sem hann átti
ólifað eftir heimkomu sína til
Hafnar. í sögu Hammerich er að-
eins getið um einn íslending sem
heimsótti hann. Var hann brúar-
vörður við Knippelsbrú og taldi til
frændsemi við Thorvaldsen. Þjónn
Thorvaldsens, sem var því vanur
að húsbóndi hans væri heimsóttur
af höfðingjum, vildi helzt ekki
hleypa þessum almúgamanni inn
til hans, en Thorvaldsen skipaði
svo fyrir, að hann ætti æfinlega að
veita honum inngöngu, þótt skyld-
leikinn væri að vísu óviss, því að
hann hafði gaman af að tala við
karlinn. Eitthvert íslendingseðli
leyndi sér sjálfsagt með Thorvald-
sen, þótt hann teldi sig danskan.
Það sýndi hann í verki með gjöf
hins fagra skírnarfonts, sem lenti
í dómkirkjunni í Reykjavík, enda
þótt hann upprunalega væri ætl-
aður kirkjunni á Miklabæ í Skaga-
firði, þar sem afi hans var prestur
og Gottskálk faðir hans fæddist.
Oft hefur Dönum verið ámælt fyr-
ir það, að þeir eignuðu sér Thor-
valdsen með húð og hári, en þeir
sem gengust fyrir því, að Kaup-
mannahafnarbær gaf íslandi í þús-
und ára afmælisgjöf hina meistara-
legu standmynd er hann gjörði af
sjálfum sér eftir heimkomuna frá
Róm, hafa þó afsannað þetta að
nokkru. Enda sáu þessir sömu
menn um, að endurprentun af
teikningum hans og hvítur lokkur
úr hári hans var gefið hingað um
leið. Lokkurinn var í þar til gjörðu
glerskríni. Á mínum æskuórum
voru þessir kjörgripir geymdir í
Landsbókasafninu, og er það var
komið í Alþingishúsið fletti ég
þessum dásamlega teikningum.
Ekki veit ég hvar þessir gripir eru
nú niður komnir.
★
Eins og fyrr segir var líkneski
Thorvaldsens valinn staður á miðj-
um Austurvelli. Timburgirðing var
sett um völlinn með hliði á öllum
fjórum hliðum. Vellinum var skipt
í fjóra reiti með sandstígum er
gengu í höfuðáttir frá miðju hans.
Þegar völlurinn var tyrfður var
og vandað til þess eftir mætti og
var grasið á honum því mjög fall-
egt. Annaðhvort af sparnaðar-
ástæðum eða til þess að tryggja
góða hirðingu á þessum bletti, sem
var uppáhald bæjarbúa, leigði bær-
inn út slægjuafnot af vellinum og
áttu þá leigjendurnir að hirða hann
sem bezt. Þeir faðir minn og ÓIi
póstmeistari Finsen munu hafa ver-
ið fyrstu leigutakarnir. í endur-
minningum sínum segir Knud Zim-
sen frá því, að Björn Jónsson, rit-
stjóri, hafi árið 1891 greitt kr. 75
fyrir 5 ára slægjuafnot af vellin-
um, og að dætrum hins tilvonandi
ráðherra hafi þótt mjög ánægju-
legt að rifja töðuna á Austurvelli.
★
Það var í sjálfu sér eðlilegt, að
fyrsta fegurðarfélag Reykjavíkur
var stofnað í sambandi við þenn-
an fallega grasreit, en ef til vill eru
þeir fáir, sem um þetta vita nú.
Tildrögin voru þessi: Þegar Skóla-
varðan var að falli komin var það
útlendingur einn sem lagöi fram fé
til þcss að gagngcr viðgerð á henni
færi fram. Maður þessi var enskur
fjárkaupmaður, Coghill, sem kom
hér mörg ár í röð og varð nafn-
togaður fyrir íslenzku sína og blót-
semi. Hann hafði grætt svo mikið
hér, að hann skar ekki við nögl sér
framlagið til viðgerðarinnar, og
var því töluverður afgangur er
henni var lokið. Þetta fé var lagt
í sjóð sem nota átti til þess að prýða
Austurvöll. Nefnd var kosin og i
henni voru þrír húseigendur, þeir
sem næst bjuggu vellinum — N.
Krueger, lyfsali, Steingrímur Thor-
steinsson, rektor og faðir minn.
Minnist ég þess, að þeir ræddu
þetta mál heima hjá okkur. Krueg-
er tókst á hendur formennsku en
Steingrímur var gjaldkeri og gætti
sjóðsins. Ákváðu þeir að gróður-
setja tré eða runna meðfram allri
girðingunni innanverðri. Krueger
sá um gróðursetningu trjánna. Ef
til vill hefur hann ekki átt völ á
kunáttumönnum sér til aðstoðar, en
svo mikið er víst, að trén döfnuðu
ekki og misheppnaðist þannig þessi
fyrsta tilraun til að gróðursetja
trjálund í miðri Reykjavík.
• \
Molar
Eftir því sem segir í „The Phila-
delphia Inquirer“ hafa farið fram í
Bandaríkjunum reglubundnar mæling-
ar á 180 börnum frá sex ára til 18 ára
aldurs. Mælingar þessar voru gerðar
til þess að ganga úr skugga um á hvaða
aldursskeiði börn tæki út mestan
þroska. Mestur vöxtur var í stúlku-
bömum á 12. ári, en drengjum á 14. ári.
Flestar stúlkurnar höfðu náð fullkom-
inni hæð er þær voru 15 ára, en dreng-
ir er þeir voru 17 ára.
— ★ —
Soldáninn varð svo hrifinn af dóttur
ferðalangsins, að hann vildi endilega
fá hana fyrir konu.
— Ef þér viljið gifta mér hana, þá
skal ég .borga yður þunga hennar i
demöntum.
— Gefið mér dálítinn frest.
— Umhugsunarfrest?
— Nei, frest til þess að fita hana.