Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
195
Bókabúðirnar / Reykjavík
IÐ 1899 ferðaðist séra Friðrik
Bergmann hér um land, og
skrifaði ferðasögu er heim kom.
Einn kafli þar er um búðirnar í
Reykjavík og fer ekki illa á því
að hann sé rifjaður upp nú á 100
ára afmæli frjálsrar verslunar. —
Hann segir:
— Eitt er það sem gerir Reykja-
vík ólíka öðrum jafn fólksmörgum
bæum í öðrum löndum, og það er,
að maður verður þar lengi vel ekki
var við nokkura sölubúð. Ekki svo
að skilja, að ekki sé nóg til af þeim;
það er einmitt mesti urmull. En
að vita, hvar þær eru niðurkomn-
ar, það er vandinn meiri. Það er
enginn hluti bæarins, þar sem sölu-
búðir standi hlið við hlið og sú
hliðin, sem að götunni snýr, úr
gleri, þar sem öllu er nöfnum tjáir
að nefna er tildrað upp með svo
miklum hagleik, að þar er til að
líta eins og einhver töfrahöll, og
svo viturlega, að það sem mann
vanhagar um í hvert skifti, verður
óðara fyrir auganu. Slíkar sölubúð-
ir eru stórbæanna mesta prýði —
og ekki einungis stórbæanna, held-
ur og smábæanna, sem færri hafa
hundruð íbúa en Reykjavík þús-
und. En sölubúðirnar þar eru hing-
að og þangað, svo óhreinar, að
mann langar út aftur, þegar inn
er komið; í stað þess að þar sé
bjart er þar skuggsýnt. Ekki sér
maður eiginlega neitt, þó inn sé
komið, heldur verður að grafast
eftir því með mikilli fyrirhöfn. Ég
er viss um, að það er rétt athugað,
að það sem nú setur mestan kot-
ungssvipinn á Reýkjavík, cru sölu-
búðirnar, líkar því sem þær voru
á fyrri öldum, en alls ólíkar því,
sem þær gerast nú með siðuðum
þjóðum. Mér fell þetta illa, ekki
sjálfs mín vegna, heldur mest
vegna útlendinganna, sem voru að
skoða sig um og dæmt hafa fram-
takssemi og dugnað landsmanna
mjög mikið eftir þessu.
Hið sama er að segja um bók-
sölubúðirnar. Vér íslendingar erum
bókmenntaþjóð. í því liggur mesta
frægð vor fólgin. En ekki lítur út
fyrir, að vér séum mikið fyTir það
gefnir, að hampa því framan í
menn. Vér liggjum þar á auðlegð
vorri eins og ormar á gulli, og er
það mjög ólíkt því, er annars staðar
gerist í heiminum. Bóksölubúðirn-
ar eru vanalega ákaflega ginnandi
og glæsilegar. Þar standa höfund-
arnir klæddir pelli og purpura,
hver við hliðina á öðrum. Maður
á vissulega von á einhverju þess
konar í Reykjavík, — að sjá íslend-
ingasögurnar og Ijóðabækur helztu
skálda vorra í skrautbandi í glugg-
um bóksalanna, að minnsta kosti.
En það er öðru nær. Maður sér
þar helzt enga bók í neinum
glugga. Ég held að ég hafi séð ein-
ar tvær íslenzkar bækur, sína hjá
hvorum bóksala, tildrað fram í al-
menning á þennan hátt. Önnur
bókin var Þjóðsögusafnið nýa eftir
dr. Jón Þorkelsson yngra, en hitt
— Aldamót; svo það kann nú að
vera illa gert af mér að kvarta um
þetta. En mig langaði til þess að
sjá þar helzt alla vora auðlegð,
þannig til fara, að hún hlyti að
ganga í augun á hverium útlend-
ing, svo að hann hlyti að hugsa
með sjálfum sér: Hér eru þó vissu-
lega cngir skrælingjar!
DÚMRl hálfri öld síðar (1958)
1 kom hingað Archer Tongue,
ritari alheimssambands bindindis-
manna, sem hefur aðalaðsetur sitt
í Sviss. Hann var að koma úr ferða-
lagi um Bandaríkin og sat Norræna
bindindisþingið, sem haldið var hér
í Reykjavík þá um sumarið. — Á
setningarhátíð þingsins í Þjóðleik-
húsinu helt hann ræðu og mælti þá
meðal annars á þessa !eið:
— Ég kom hingað frá Ameríku
í gærdag og hef gengið um götur
borgarinnar. Og ef þér spyrjið mig
hvað mér finnst hér bera af því
sem ég sá í hinum nýa heimi, þá
mun ég hiklaust svara: Bókabúð-
irnar — bókabúðirnar í Reykjavík.
í stærri borgum hef ég árangurs-
laust leitað að bókabúðum, er
kæmist í samjöfnuð við búðirnar
hér. Að mínu áliti eru þessar bóka-
búðir tákn menningar, þær eru
tákn virðingar fyrir andlegum
verðmætum. Þess vegna hlýt ég að
segja, þegar ég er kominn til þessa
fagra lands, að engitin staður er
betur hæfur til þess að þar sé
haldnar alþjóðaráðstefnur til að
fjalla um framþróun og menning-
arlegar framfarir.
★
ÞESSAR tvær myndir segja sína
sögu. Séra Friðrik Bergmann mis-
sýndist ekki, er hann taldi að höf-
uðborgin væri dæmd eftir ytra út-
liti. Og mjög mundi hann hafa
glaðst af því hefði hann vitað að
eftir hálfa öld yrði höfuðborgin
orðin eins og hún er, með skraut-
legum sölubúðum hvar sem farið
er. Og útlendingurinn, sem farið
hefur víða um heim, segir, er hann
sér bókabúðimar í Reykjavík: Hér
eru þó vissulega engir skrælingjar!