Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Page 8
196
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Borgþór H. Jónsson veðurfrœðingur:
Feliibylurinn „Hazel^
rLAGD og fúría, morðtól og mein-
vættur var hún kölluð. Henni
fylgdu ógnir og spjöll, og hvar sem
hún fór missti fólk ástvini og
eignir.
Þannig og í svipuðum dúr hljóð-
uðu umsagnir blaða í Vesturheimi
um einn mesta fellibyl, sem hefur
herjað þar um land á þessari
öld.
Nú munu margir spyrja hvers-
vegna fellibylur sé kvenkenndur
og ástæðan er ofureinföld. í árs-
byrjun 1954 ákvað bandaríska veð-
urstofan að nafngreina alla felli-
bylji, sem vart yrði við á árinu og
var þá byrjað á stafrófinu og ein-
göngu notuð kvenmannsnöfn.
Nöfnin voru því: Alice, Bárbara,
Cárol, Dolly, Edna, Florence,
Gilda, Hazel o. s. frv.
í ár (1955) verða þau: Alice,
Brenda, Connie, Diane, Edith,
Flora, Gladys, Hilda o. s. frv. og
enda á Xenia, Yvonne og Zelda.
Árið 1954 varð vart við 8 felli-
bylji og þar af voru 6, sem ollu
fárviðri. Verstir þessara fellibylja
voru Carol, Edna og Hazel, sem
var sá langversti.
Vátryggingafélagið Lloyds í
London áætlaði, að tjónið af þess-
um 8 fellibyljum hafi numið 1,35
biljónum dollara í Vesturheimi
(ein biljón samsvarar 1000 miljón-
um í Vesturheimi). Þetta tjón af
völdum fellibylja er meira en orð-
ið hefur síðustu 15 árin.
Eins og áður var sagt hlaut síð-
asti og áttundi fellibylurinn 1954
hið enska nafn Hazel, og nú skul-
I
Myndin sýnir upptök og feril felli-
bylsins, sem var kallaður Hazel.
um við athuga nánar sögu þessa
fellibyls.
Engan grunaði hvílíkur skað-
ræðisgripur þessi fellibylur átti
eftir að verða, þegar hann lónaði
vestur austanvert Karíbahaf, cn
svo fór hann yfir suðvesture'ida
Haiti, þar sem eyjan er einna þétt-
býlust.
í Dame-Marie fórust 40 manns
af völdum flóðbylgja og fárviðris.
í borgunum Jérémie og Aux Cayes
fuku þökin af flestum húsum.
Alþjóða Rauði Krossinn áætlaði,
að 100 manns hafi farizt og 100
þús. voru heimilislausir eftir hina
snöggu yfirferð fellibylsins, einnig
var búizt við margra mánaða
hungursneyð vegna uppskeru-
brests.
Skömmu síðar eða 15. október
1954 hélt fellibylurinn innreið sína
í Bandaríki Norður-Ameríku. Fellí-
bylurinn skall á suðaustur strönd
Bandaríkjanna um sjö-leytið að
morgni dags, skammt austur af
borginni Charleston í Suður-Karó-
línaíylki. Um 80 stór herskip flýðu
frá herskipalaginu Norfolk út á
rúmsjó og herflugvélar leituðu
undan fárviðrinu inn í land allt til
Kansasfylkis í miðjum Banda-
ríkjunum. Almenningur var samt
ekki svo heppinn að hafa flugvélar
eða stórskip til þess að komast und-
an fárviðrinu.
Veðurstofan bandaríska fylgdist
nákvæmlega með för fellibylsins
og sendi út aðvaranir með stuttu
millibili en samt fórust 82 manns
í Bandaríkjunum og fellibylurinn
olli meira en 500 milljóna dollarA
tjóni á um það bil tólf klukku-
stundum, sem það tók hann að
fara frá suðausturströnd Banda-
ríkjanna inn yfir landamæri Kan-
ada. Allar fiskibátabryggjur á
tæplega 300 km strandlengju sóp-
uðust burt.
Eisenhower forseti lýsti yfir
neyðarástandi í Suður- og Norður-
Karolínufylkjum. Eftir óveðrið
fundust margir einkennilegir hlut-
ir á fjörum Karólínufylkjanna, svo
sem grænar kókóshnetur, bambus-
stengur og skál úr mahoniviði og á
henni stóð „Made in Haiti“ (gerð á
Haiti).
í Washington hafði gleymzt að
draga niður einn fána og hann
tættist í sundur í veðuroísanum.
Samfara veðurofsanum fór mikið