Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Blaðsíða 12
200 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Valt er ve/ð/ oð stunda AÐ er munur á ævi arabisku fiskimannanna og fiskimanna á Vesturlöndum. Ég kynntist því nokkuð meðan ég dvaldist á aust- anverðum Adenskaga. Þar róa þeir á veikum smákænum langt út á Indlandshaf og treysta aðeins á Allah, að hann haldi verndarhendi yfir sér og gefi sér svo mikinn afla að nægi handa sér og fjölskyld- unni. Og Allah bænheyrir þá oft, en stundum.... Ég átti heima í kofa skammt frá hinum mikla Marshag-vita, er leið- beinir skipum utan af hinu ólgandi Indlandshafi inn í Bab el Mandeb sundið og kyrrsævi Rauðahafsins. Rétt hjá vitanum er hinn svonefndi Fiskimannavogur. Fyrir botni hans eru hrikalegir rauðir klettar, þar sem ekki sést stingandi strá. En þar er silfurlit sandströnd og hafið dimmblátt fram undan. í stórri sprungu í klettunum stendur svo- lítil kapella, og þangað fara fiski- mennirnir til þess að biðjast fyrir og þangað færa þeir guði sínum fórnir, svo að hann leyfi þeim að neyta síns brauðs í sveita síns and- lits. Þegar horft er ofan í voginn er hann svo fagur að hann verður manni minnisstæður. Mann langar til þess að fara þar niður og fá sér svalt og hressandi sjóbað og losna þannig um stund við hið óþolandi endurkast sólargeislanna af berum klöppunum. En þetta er hættulegur staður, því að gráðugir hákarlar vaða þar uppi og þar er einnig fullt af stórum kolkröbbum. Arabiski fiskimaðurinn er í engu frábrugðinn forfeðrum sínum, sem uppi voru fyrir þúsundum ára. Þarfir hans eru sáralitlar og heim- ilin eru ekki á marga fiska. Hann reftir máske með ryðguðu báru- járni yfir einhverja klettasprungu og gerir gafla úr gömlum benzín- dunkum — og svo er heimilið til- búið. Þarna býr hann ásamt fjöl- skyldu sinni. Eina skemmtun hans er að fara í búðina og spjalla við kunningjana. Það var eitt sinn um kvöld að ég var að horfa á bát, sem var svo sem 2 km undan landi. Einn maður var á bátnum og hann sat aftur í skut og reri með einni ár. Sjógang- ur var mikill, svo að stundum hvarf báturinn alveg í öldudölunum, en skaut svo allt í einu upp á næsta öldufaldi. En allt í einu sá ég að það kom heldur en ekki skriður á bátinn. Hann snerist við í einu vet- fangi og brunaði svo til hafs og var engu líkara en að hann væri knú- inn af vél. Ég þóttist þegar vita að fiskimaður hefði fest í stórfiski, líklega hákarli og þessi stórfiskur dró hann með flughraða í gegnum brim og boða. Ég undraðist að fiski- maður skyldi ekki höggva línuna. En það hefur honum ekki komið til hugar. Með sinni óbifanlegu forlagatrú lét hann skeika að sköp- uðu. Seinast hvarf báturinn úr aug- sýn. Ég stóð lengi og horfði í átt- ina í þeirri von, að hann mundi koma í ljós. En svo varð ekki. Hvað hafði orðið um manninn? Um miðnætti vaknaði ég við óg- urlegan glumrugang í fjarska. — Þetta var alveg nýtt, því að um nætur hafði ég aldrei heyrt neinn hávaða nema brimgnýinn við ströndina. Ég fór á fætur og gekk út. Nú var heiðríkt loft og glaða tunglsljós og stjörnurnar virtust miklu nær manni en vanalega. — Birtunni sló yfir voginn og þar sá ég eitthvað þrjátíu báta. Á hverj- um báti var skriðbytta. Mennirnir kveinuðu hástöfum og börðu ákaft saman blikkdunkum. Þetta var tákn þess, að fiskimaðurinn, sem ég var að horfa á um kvöldið, haf ði farizt. Og félagar hans kvöddu hann á þennan hátt. Þetta var út- fararminning hans og mennirnir hrópuðu á hefnd yfir hinum illu vættum hafsins, sem höfðu hremmt hann. Þessi athöfn stóð í eitthvað tvær klukkustundir. Síðan var báta -flotanum róið á brott og hann hvarf. Nóttin var aftur hljóð, nema hvað bárur gnauðuðu við sandinn. (Þýtt). c_^Ю®®crNO — Hvers vegna lokar hún alltaf aug- unum á meðan hún syngur? — Það er sjálfsagt vegna þess að hún þolir ekki að horfa upp á þjáningar meðbræðra sinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.