Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1955, Síða 14
fc 202 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f og aS standa í sporum hins dauða- r dæmda. Á öðru augnabliki sleppti Sig- | fús taumbandinu á bola (hann hafði { aldrei misst af því í sviftingunum) og { tók á rás út Lambhúslaut, rann sem { ákafast, fór eins hratt og orkan leyfði. { Um leið missti Tryggvi af fótbandinu, { því boli þeyttist af stað bölvandi og ( öskrandi á eftir Sigfúsi. Hljóp Tryggvi f þá sem fætur toguðu upp að lambhúsi, f er stóð austan undir Húshólnum, opn- r aði hurðina í skyndingu, fór inn og r lét hana aftur, stökk upp í garðann og I hraðaði sér inn í heytóftina og lagðist þar niður í geil eina, móður, æstur og i hræddur. Svell var yfir Lambhúslaut alla, og f sumsstaðar flughált. Þrátt fyrir það ( tókst Sigfúsi að hlaupa hana á enda 1 án þess að detta. Á eftir honum stökk f vomurinn með nasablæstri og bölv hans og klaufnaspark dunaði fyrir eyr- I um flóttamannsins, var sem þar færi ! skaflajárnaður hestur á harðaspretti. Bola skrikaði ekki fótur. Á þessum ár- um stóð hesthús við norðurenda Hús- hólsins, var það ekki notað vetur þann er saga þessi gerðist. Voru dyr opnar og hafði snjóað inn í þær allmjög. Var I kominn þar skafl mikill og hann orð- inn að hjarni, aðeins dálítið op var I upp við dyratréð. Að húsi þessu stefndi ) Sigfús. Það var eina lífsvon hans, ef f hann kæmist þar inn, væri honum I borgið. Eftir svo sem hálfa mínútu, er I Sigfúsi fannst þó vera sem heil eilífð, hljóp hann að dyrum hússins. Um leið blasti opið við sjónum hans. Hann fleygði sér upp í það og skreið inn. í sömu andrá kom boli másandi og froðufellandi að dyrunum og rak haus- inn í iljar mannsins en komst ekki lengra. Sigfús andaði léttara. Það var I eins og létt væri af hjarta hans helj- f arþungu fargi, honum var borgið, en f þar hafði hurð skollið nærri hælum, I aðeins verið hársbreidd á milli lífs og i dauða. Hann þakkaði sínum sæla fyr- I ir þetta blessaða húsaskjól. Eigi allstutta stund æddi boli bölv- andi um hlaðið, krafsaði í freðna jörð- ina, barði halanum, hrissti hausinn og þefaði inn í dyraopið en svo hvarf ( hann á brott og Sigfús heyrði öskur { hans, dimm og draugsleg, utan úr { myrkrinu smá dvína, unz þau dóu út f með öllu. ? Ú VIKUR sögunni aftur til Tryggva, þar sem hann liggur í geilinni í ^ lambhústóftinni, hræddur og kvíðinn. Hann óttaðist um Sigfús. Ef til vill hafði boli náð honum og drepið hann. Slíkt hafði komið fyrir áður, að vísu ekki hér í sveit, svo vitað væri, en í öðrum héruðum höfðu naut, bæði fyrr og síðar, orðið fólki að bana, að því er hann hafði heyrt skilgóða menn segja. Þegar nú Tryggvi er að hugleiða þetta, heyrir hann allt í einu undir- gómg mikinn og ferlegan úti fyrir tóft- inni. Var það boli? Já, það var áreið- anlega hann, annað gat það naumast verið. Hestur? Fremur ósennilegt, að minnsta kosti voru það ekki Jórunn- arstaðahrossin, því að þeir Sigurður og Magnús höfðu farið með sum þeirra til Akureyrar, en önnur voru í húsi. Og því síður var þetta draugagang- ur eða tröll á ferð. — Nei. Tryggvi hélt niðri í sér andanum og hlustaði. Líður nú stutt stund, þar til hann heyr- ir, að komið er upp á þekjuna og er stigið þungt niður. Tryggvi spratt á fætur. Um leið kvað við skruðningur mikill yfir höfði hans, samfara mási miklu og blástrum stórum og eitthvað þungt féll ofan í geil skammt frá hon- um og kaldan gust lagði um alla tóft- ina. Þarna var boli kominn. Tryggvi sá glitta í hann rétt hjá sér. Tryggvi beið þá ekki boðanna, hann þaut sem elding fram í garðann og út, og hljóp allt hvað af tók yfir í Hóla. Á leiðinm út og ofan Jórunnarstaðatún heyrðist honum allt af boli vera að koma á eftir sér á harðastökki, en auðvitað var það ímyndun ein eða misheyrn, er stafaði af æstum huga og hræðslu. Tryggvi fór yfir ána í Jórunnarstaða- hvamminum, rann yfir ísinn án þess að hika. Á miðri ánni sá hann, eitt augnablik, eins og svarta, aflanga rák, og heyrði óhugnanlegt skvamp í vatni. í meðvitund Tryggva mun þá skyndi- lega hafa vaknað sú hugsun að hér væri hætta á ferðum (og þó ekki eins hræðileg og blótneytið að baki hans), því hann hóf sig á loft og stökk. Seinna kom í ljós, að hin dökka rák, sem Tryggvi hljóp yfir, var vök ein all- breið og hyldjúp. Litlu síðar skreið Tryggvi upp á glugga í Hólum, kom- inn að niðurfalli af mæði og kallaði: „Hér sé guð.“ „Hver er þar?“ var þegar svarað i karlmannsróm. Tryggvi sagði til sín, og svo kallaði hann enn þá hærra: „Piltar, í guðsbænum komið þið út, boli er búinn að drepa Sigfús.“ Maðurinn innti þá Tryggva eftir því, hvaða naut þetta væri og hvaða Sig- fús, og fékk hann greið svör við þeim spurningum. Síðan skýrði Tryggvi manninum í stuttu máli frá hinni miklu hrakför þeirra félaga. Að þvi búnu gekk hann fram á hlaðið. Um þessar mundir var þríbýli í Hólum, og var því margt karlmanna á þeim stóra stað. Stuttu síðar opnuðust dyrn- ar og Hólamenn gengu út fjórir sam- an. Tóku þeir sér lurka og önnur bar- efli í hendur og lögðu svo af stað ásamt Tryggva til Jórunnarstaða, all- vígalegir ásýndum. Á ER þeir komu á Lambhústóftar- vegginn stóð boli enn í sömu spor- um þar niðri, grafkyrr, var hann skorð- aður í milli tveggja stabba og gat sig hvergi hreyft. Lögðu mennirnir lurk- ana ofan á hrygginn á honum all- óþyrmilega, síðan fóru þeir ofan í geil- ina til hans, losuðu hey og torf frá honum og teymdu hann í gegnum tóft- ardyrnar, fram garðann og út. Var boli þá eins og lamb, hann blakaði ekki við nokkurum manni, mun hann ef til vill hafa dasast við höggin, sem voru víst allvel útilátin. Svo teymdu þeir bola heim í fjós á Jórunnarstöðum og bundu hann rammbyggilega. Var þá komið fram á nótt. Síðan leitaði Tryggvi ásamt Hóla- mönnum að Sigfúsi og fundu þeir hann brátt í hesthúsinu. Varð Tryggvi harla glaður er hann sá Sigfús, heilan á húfi, því hann hafði ekki búizt við öðru, en að þeir myndu finna hann stórslasaðan eða dauðan. Eftir það héldu þeir heim. Geta má þess, að ekki var Gerða-kúnni haldið í það sinn. Saga þessi flaug víða og þótti öllum, sem heyrðu hana, mikil guðsmildi, að nautið skyldi ekki verða Sigfúsi að bana. Stuttu eftir þennan atburð var Jór- unnarstaðaboli leiddur út og felldur. (Eftir sögn föður míns, Júlíusar Jakobssonar, en hann hafði eftir sögn Tryggva Sigurðssonar, stjúpa síns á Jórunnarstöðum, sem var ellefu ára gamall þegar framanrit- aður atburður gerðist). '^''XKsXsXsXT'^J Nýgift kona: — Ósköp á ég bágt. Friðrik þykir nýi kjóllinn minn ljót- ur. Hvernig á ég að koma honum í skilning um að kjóllinn sé fallegur? Önnur reyndari: — Biddu hann að gefa þér annan kjól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.