Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1955, Side 4
f 368 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tvær örlitlar týrur. Þannig er hald- ið áfram viðstöðulaust í 15 mínút- ur. Það er betra að mönnum, sem fara þetta, sé ekki mjög svima- gjarnt, því að allægilegt er að horfa beint niður á hin dvínandi ljós, sem virðast seiða mann til sín úr órafjarska niður í undirdjúpunum. Og maður getur ekki varizt þeirri hugsun: Ef taugin skyldi slitna þá ekur þessi hópur með ofsahraða beint inn í eilífðina. Að lokum staðnæmist sleðinn og menn stíga af honum. Er nú kom- ið í ný jarðgöng og eftir þeim er gengið þvert út úr fiallinu og kom- ið fram í snarbratta fiallshlíðina í 840 metra hæð. (Hallinn á spor- brautinni, þótt lítill sé, veldur því að hún nær ekki nema í 840 mptra hæð, enda þótt hún sé rúmlega kílómeters löng). Og sem komið var út úr fjallinu, var komið út á spjófönn, en ofurlítill útsvnis- pallur hefir verið höggvinn í fialls- hlíðina. Og þarna blasti Sunnu- dalseyri við diúpt undir fótum manna og var sem horft væri beint ofan á húsin. Það var ekkert áhlaupaverk að gera þennan snarbratta ranghala niður í gegn um fjallið. Yfirverk- fræðingurinn (hann er bróðir lektor Due, sem var með á Stiklar- Fagnandi mannfjöldi á bryggjunni í Kvanne stöðum), sagði mér svo frá, að þeir hefði verið ánægðir ef þeim miðaði 45 metra áfram á viku. En fyrir vikið er stöðin öll inni í fjallinu og algerlega örugg fyrir sprengi- árásum og stórskotahríð, ef ein- hvern tíma skyldi aftur koma til styrjaldar á þessum slóðum. Eg held að engan hafi langað til þess að fara niður á hjólasleðanum Mannfjöldi tekur á móti forsetahjónunum hjá kirkj- unni í Nesi, þar sem faðir skáldjöfursins, Björnstjerne Björnson, var prestur. aftur. En það var ekki um annað að gera. Enginn vegur er ofan af fjallinu niður í dalinn. Að vísu er steinrið niður með annari vatns- pípunni, snarbratt eins og brautin, og þar er á sjöunda þúsund þrepa, svo þetta er hæsti stigi í heimi. Og þótt ekki væri girnilegt að setjast í sleðann, var hitt þó enn ógirnilegra að paufast niður þessi rúmlega sex þúsund þrep, svo að allir kusu sleðann. Þess má geta að fleirum en íslendingum þykir ferðalagið í þessari fjallsgátt glæfralegt og eru þeirri stund fegnastir er þeir komast niður á jafnsléttu aftur. ANNAÐ ÆVINTÝR Nú var ekið langa leið út með Sunnudalsfirði. Liggur vegurinn þar víða hátt framan í fjalli og eru víða sprengd burt klapparnef svo að þar liggur vegurinn á bjarg- brún og er gínandi hengiflug fyrir framan ofan í sjó. En engum blöskraði að aka þar, þetta var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.